Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1981, Side 2

Bjarmi - 01.07.1981, Side 2
Almenna kristilega mótið: GÓÐAR STUNDIR í VATNA- SKÓGI Kristnir menn, ungír sem aldnir, þurfa að lcoma oft saman til aS hlýSa ó orS GuSs, uppbyggjast í trúnni og rœSa um verk- efniS, sem þeim er á hendur faliS, aS flytja fagnaSar- erindiS öllum þjóSum. Almenna kristilega mótið í Vatnaskógi var haldið dagana 26.-28. júní. Veður var sæmilegt framan af föstudeginum, þegar fyrstu þátttakendur tóku að koma í Skóginn, en „mótsveðrið" hefð- bundna lét þó ekki á sér standa, er áætlunarbílarnir komu úr Reykjavík um klukkan hálf níu. Þá tók að rigna og rigndi alltaf öðru hvoru allt mótið. Þátttaka á mótinu var ágæt, um 300 voru skráðir, en eitthvað fleiri munu hafa heimsótt Skóginn meðan á mótinu stóð, einkum þó á sunnu- deginum. Ætla má að þá hafi verið yfir 400 manns á staðnum. Fyrsta samkoma mótsins hófst r-------------------------- ; & ffcvtSLANDl : IJSL^ 50: i jÆr* r 4 t ' rmoöuxmt-s rnioðió&m#. < MK*A«Éu4b4k«Au4tNAH4kA«lkttMtt«tkAMflU Fleygiö ekki frímerkjunum sjó bls. 5 ^_______________________________________________y klukkan að verða hálf-tíu á föstu- dagskvöldið. Gisli Arnkelsson bauð mótsgesti velkomna, en hann stjómaði flestum samkomum móts- ins. Hann gat þess, að sú breyting væri nú orðin á, að umsjá almennu mótanna væri í höndum Kristni- boðssambandsins, en undanfarin ár höfðu ritstjórar Bjarma séð um mótin, fyrst Bjarni Eyjólfsson, en síðan Gunnar Sigurjónsson. Síðan talaði Margrét Hróbjartsdóttir út frá Sálmi 133 um efnið „Þar hefir Drottinn boðið út blessun" og tal- aði um samfélag trúaðra og þá blessun, sem því er heitið af Guði. Hún benti líka á, hvemig Guð þyrfti oft að brjóta okkur niður til þess að geta veitt út blessun sinni og byggt okkur upp að nýju. Á laugardagsmorguninn hafði Ástráður Sigursteindórsson skóla- stjóri uppbyggilegan biblíulestur út frá Ef. 2,8—9 um efnið „Fyrir trú“. Undirstrikaði hann merkingu orðanna þriggja: náð, gjöf og trú. Eftir biblíulesturinn var sambæna- stund með góðri þátttöku, þar sem samverustundir mótsins voru lagð- ar fram fyrir Drottin í bæn. Eftir hádegið var hlé til kl. 5, sem þátttakendur gátu notað að vild til samræðna, gönguferða eða á annan hátt. Á samkomunni kl. 5 töluðu Sigurður Pálsson og Ólafur Jóhannsson um efnið „Til góðra verka“ út frá Ef. 2,10 og Róm. 12,1—2. Var þetta sem í beinu framhaldi af biblíulestrum morg- unsins. Um morguninn kl. 8:30 hófst vitnisburðarsamkoma. í upphafi hennar minntist Gísli Arnkelsson Gunnars Sigurjónssonar, ritstjóra Bjarma og starfsmanns SlK í tæp 40 ár, er lést 19. nóvember 1980. Þá flutti Jónas Þórisson kristniboði inngangsorð út frá yfirskrift stund- arinnar, „Vér getum ekki annað en talað“, Post. 4,20. Yfir tuttugu manns stóðu síðan upp, allt frá unglingum upp í öldunga á tíræðis- aldri, og báru fram vitnisburð sinn og þökkuðu og lofuðu Guð fyrir það, sem hann hafði gert í lífi þeirra. Lauk ekki samkomunni fyrr en kl. rúmlega 11. Á sunnudeginum kl. 10 hófst guðsþjónusta með altarisgöngu. Sr. Lárus Halldórsson predikaði út frá guðspjalli dagsins um kvöld- máltíðina miklu í Lúk. 14,15—24 og talaði m.a. um afsakanirnar og fléttaði inn í orðum Jesú um að enginn gæti lagt hönd á plóginn og litið aftur. Jónas Þórisson, kristni- 2

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.