Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 6
„Get ég ekki lagt meira af mörkum til kristniboðsins? Hefur fram- lag mitt aðeins verið smágjöf, en ekki FÓRN?" segir í greininni. — Hverju svarar þú? GLEÐI, SORG OG SJÁLFSPRÓFEN FRÁ KRISTNIBDÐSÞINGINU Mánudaginn 29. júní 1981 hófst þing Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga í Vatnaskógi, að afloknu kristilegu móti, sem þar var haldið. En þingið stóð í 2 y2 dag. Þar voru mættir fulltrúar frá 12 félögum innan SÍK og 12 styrktarfélögum auk nokkurra gesta. Þrjú kristni- boðsfélög hafa verið stöfnuð ný- lega, og áttu þau fulltrúa á þing- inu. Til mikillar gleði fyrir alla við- stadda var Jóhannes Ólafsson, kristniboðslæknir, og fjölskylda hans með okkur þessa daga. Þau voru nýkomin frá Eþíópíu og höfðu því nýjar fréttir að færa. Dagskrá þingsins var þannig, að hver dagur hófst með stuttri hug- leiðingu og endaði með kvöldvöku. En á milli voru fluttar skýrslur, biblíulestur og f jallaði um kristni- boð heima og erlendis. Einnig voru umræður og fyrirspurnir. Allt fór fram eftir fastmótaðri dagskrá, svo að tíminn nýttist vel. í upphafi þings flutti formaður SÍK, Gísli Arnkelsson, skýrslu stjórnarinnar og minntist um leið látinna vina. Meðal þeirra var Gunnar Sigurjónsson, sem í 40 ár helgaði málefni Drottins starfs- krafta sína og ferðaðist um landið okkar með fagnaðarboðskapinn um hann bæði í tali og tónum. Einnig skýrði formaður frá, hverjir hefðu verið að starfi, bæði heima og úti, þau tvö ár, sem liðin eru síðan kristniboðsþing var haldið. í skýrslunni kom ýmislegt fram, sem vakti bæði gleði og sorg og jafnframt sjálfsprófun hjá okkur, sem á hlýddum. Það er mikið gleðiefni, hve vel starfið gengur á kristniboðsstöð okkar í Cheparería. Akurinn þar virðist vel undirbúinn. Hér heima er ungt fólk, sem finnur hjá sér köllun til starfs fyrir Drottin. Valdís og Kjartan voru vígð til kristniboðs s.l. vetur. Hrönn og Ragnar eru á förum til undirbún- ingsnáms í Noregi. Og enn ein ung hjón hafa boðið fram krafta sína og menntun. Þau eru Valgerður Arndís Gísladóttir, hjúkrunarkona, og Guðlaugur Gunnarsson, sem á komandi voru lýkur guðfræðiprófi frá Háskóla íslands. En Kristniboðssambandið skortir fé. Enginn íslenskur kristniboði er nú á vegum okkar í Eþíópíu. Von- andi rætist þó bráðlega úr því. Engin íslensk hjúkrunarkona er heldur að starfi úti. Vinir okkar í Konsó þurfa á hjálp okkar að halda í ofsóknum og erfiðleikum vegna trúar sinnar. Við höfum einnig lofað þeim fjárhagsaðstoð. Beiðni Skúla Svavarssonar, vegna starfs hans í Kenýju, hefur stund- um orðið að svara neitandi. Fjár- skortur veldur því. Svo var, er hann óskaði eftir að stofna skóla á kristniboðsstöðinni. Norðmenn geta aftur á móti sótt um peninga til þróunarhjálparinnar og fá þar mikla fjármuni til starfsins. Allar þessar upplýsingar vöktu spurningar í huga okkar, sem á hlýddum. Get ég ekki lagt meira af mörkum til kristniboðsins? Hef- ur framlag mitt aðeins verið smá- gjöf, en ekki fórn? Hilmar Þórhallsson las upp reikninga SÍK og gerði samanburð á tekjum og gjöldum s.l. tveggja ára. Á liðnu ári barst peningagjöf, sem kom í góðar þarfir. Hún var frá Skúla Bjarnasyni, sem nú er látinn. En hann arfleiddi SÍK einn- ig að íbúð sinni. Að venju fluttu fulltrúar skýrsl- ur félaga sinna. Kom þar í ljós bæði kærleikur og hugkvæmni við fjáröflun, trú á fyrirheit Guðs og þolgæði þeirra, sem starfa við erfið skilyrði, einkum úti á landi. Kvöldvökur þingsins voru bæði í máli og myndum helgaðar starf- inu úti á akrinum. Jónas Þórisson sýndi margar fallegar myndir frá Eþíópíu, og Jóhannes Ólafsson flutti nýjustu fréttir þaðan. Gat hann þess, að þar í landi væru sjúkrahús kristniboðsins vitnis- burður fyrir fólkið og besta tæki- færið til útbreiðslu fagnaðarerind- isins. Tækifærin gegnum sjúkra- starfið væru stórkostleg. Mörg hundruð kirkjur í landinu væru 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.