Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 18

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 18
Margur maSur- inn hefur grátið sáran, af því að hann hlýddi ekki ráSum Guðs og góSra manna í œsku. Jesús Kristur getur gefið nýja von. Hann er vegurinn. og skömmu seinna kom fangi, sem var smiður að iðn, til þess að líta á lásinn og gera við hann. Matthildur sat við vinnu sína við borðið í herbergi sínu, þegar þjónustustúlkan kom upp með fangann. Henni fannst dálítið ein- kennilegt að hafa svona mann í návist sinni. En svo fór hún að kenna í brjósti um hann og gaf sig á tal við hann. Hún vék talinu einnig að trúmál- um, og áður en hún vissi af, var hún farin að segja frá sinni eigin reynslu. Maðurinn hlustaði vel á hana. Er hann hafði lokið verki sínu og ætlaði að fara að fara, segir hann: „Ungfrúin ætti að koma og tala um allt þetta við okkur . . . þama útfrá. Það er einmitt þetta, sem við þurfum að fá að heyra.“ „Vilja þeir það í raun og veru? Ég vil gjarna koma!“ Og áður en hún áttaði sig, hafði hún lofað fanganum, að hún skyldi koma til fangelsisins eftir guðs- þjónustuna á sunnudeginum. ÞAÐ VARÐ auðvitað ekki lítið uppnám á heimilinu, er fólkið fékk að heyra, hvað hún hafði sagt við fangann. Faðir hennar þverneitaði í fyrstu, en Matthildur sat föst við sinn keip og hélt því fram, að hún gæti ekki gengið á bak orða sinna. Og svo endaði það með því, að landshöfðinginn sendi fyrirskipun til fangelsisins um að hleypa þess- ari 19 ára gömlu stúlku inn . . . Með þessari inngöngu í fangelsið í Vasa hófst hið mikla lífsstarf hennar. Sagan um starf Matthildar Wrede meðal fanganna er eins og ævintýri, fullt af áhrifamiklum atvikum og undarlegum viðburð- um. Orðrómurinn um „Matthildi barón“ barst frá fangelsinu í Vasa til annarra fangelsa í landinu. Er hún svo kom í fangelsi, sem hún hafði ekki heimsótt áður, kom það oftast í ljós, að einhver hafði sagt samföngum sínum frá henni. Og þess vegna var hún ávallt vel- komin. ÞAÐ, sem Matthildur Wrede fékk að reyna í hinu illræmda hegningarhúsi í Kakola í Ábo, er meðal þess stórkostlegasta og mest spennandi, sem fyrir hana kom. Hún kom þangað um páskaleytið 1885. Landshöfðinginn í Ábo, Gusti Creutz, var skyldur Wrede-ættinni, og hún átti að búa hjá honum. J 18

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.