Bjarmi - 01.07.1981, Síða 23
Konurnar, sem sitja með fram veggjunum og syngja og
klappa saman lófunum, eru grafalvarlegar á svip. Lagið er
ýmist með tveim töktum eða þremur. Það er ógeðfelld
síbylja.
Nú er loftið orðið þannig, að erfitt er aö ná andanum,
°9 ég hypja mig út.
Á eftir kemst ég að raun um, að hér hef ég verið vottur
að tilbeiðslu illra anda.
yiqiflfini Þessar tvær samkomur voru líkar að ytra
yfirbragði, en að inntaki voru þær and-
staeður. Bandarísku svertingjarnir lofuðu Guð. Eþíópíu-
konurnar dýrkuðu Satan.
i báðum tilvikum var fólkið frá sér numið (ekstatisk).
Orðið ekstasis er grískt og þýðir algleymi, brotthrifning.
Slik hrifning getur verið misjafnlega mikil, allt frá því að
vera ,,frá sér numinn" til þess, að hugur og meðvitund
eru lítillega skert.
Á öllum tímum hefur algleymið verið áhrifavaldur í trúar-
iegri tilbeiðslu. Þegar menn eggja tilfinningarnar sem mest
þeir mega, kemur algleymið til sögunnar.
Algleymið er í sjálfu sér hlutlaust. Það er hvorki heiðið
eóa kristilegt, heldur sálrænt ástand. En inntak þess get-
Ur veriö af misjöfnum toga spunnið. Guð getur fyllt það,
eins og þegar Páll var hrifinn allt upp í þriðja himin, og
•iiir andar geta náð því á vald sitt.
Algleymi og tungutal koma fyrir í djöfladýrkun anda-
trúarmanna og í dultrúarbrögðum. Reyndar er hræðilegt
eö sjá, hversu djöfladýrkun okkar tíma breiðist víða út.
I Vesturheimi, Englandi, Svíþjóð og víðar kemur fólk sam-
en, fremur dultrúarsiði, dansar nakið, ástundar saurlífi og
ákallar djöfulinn.
En tungutalið, sem ekki er kristilegt, þarf ekki að taka
a sig slíkar óhugnanlegar myndir. Völvan, sem sagði vé-
fréttir í Delfí í Grikklandi til forna, féll í trans og talaði
°skiljanlegt mál, og á því reistu prestarnir goðsvör sín.
Mesta ógnun, sem nokkru sinni hefur komið fram gegn
sönnum kristindómi, birtist þegar eftir daga postulanna
1 Qnostikastefnunni. Gnostikastefnan var trúarbragðablanda.
Töfrum, heiðinni dulhyggju og heimspeki þeirra tíma var
blandað saman við kristilegar kenningar.
Reyndar skiptist stefnan í marga sérflokka. í sumum
Þeirra kom einnig fyrir spámannlegt tal og tungutal.
Kristindómnum var forðað frá þessari hættu sakir þess,
hve kristnir leiðtogar voru vakandi og þeir skáru upp herör
9egn villunni.
Mormónastefnan er meðal þeirra hreyfinga í nútíman-
um, sem ekki eru kristnar, þar sem tungutal þekkist.
Hins vegar talar ritningin um annars konar tungutal, sem
Þessu er líkt. Þar er heilagur andi að verki, og það er það,
sem ætlunin er að fjalla um hér.
Reyndar getur tungutal líka verið einungis sálrænt fyrir-
þrigði, án þess að trúarbrögð komi þar nokkuð við sögu.
I tungutalinu losnar þá um hömlur, sem hafa verið lagðar
a rnannlegar tilfinningar, og kemur það fram í óskiljan-
'egu tali.
Tungutal má líka framkalla með tæknibrögðum. Það er
ekki sízt taktföst tónlist, sem verkar örvandi, svo og æsi-
'egt andrúmsloft og hróp og köll þeirra, sem eru á staðn-
Urn. Þá er tungutalið yfirleitt sálrænt, mannlegt fyrirbrigði.
Ekki er fyrir það að synja, að sumir menn eru þannig að
al|ri gerð, að þetta á greiðan aðgang að sálarlífi þeirra.
Slíkt tungutal, sem er eingöngu sálarlegt, má tæra. Og
bafi menn æft sig í því, geta þeir byrjaö slíkt tal, hvenær
sem þeir vilja. Sjálfsagt er sú hætta iíka fyrir hendi, að
'nenn, sem höfðu í upphafi ósvikna tungutalsgáfu, fari
smám saman að tala af vana og engu öðru og geti byrjað,
Þegar þeim dettur í hug, — án þess að biða eftir anda
Guðs.
Rað þarf mikinn andlegan þroska og skilning til þess
aö greina í sundur tungutal, sem er sönn gjöf andans, og
•yrirbæri, sem er eingöngu mannlegt.
iVi/ hvítasunna? Það, sem bar við á hvítasunndag,
var atburður, sem gerist aðeins
einu sinni. Þá var andanum úthellt yfir kristinn söfnuð.
Eftir það hefur andinn tekið sér bólfestu meðal trúaðra,
kristinna manna. Hann er kraftur, sem endurfæðir, endur-
nýjar og helgar.
Jólin verða ekki endurtekin. Páskarnir verða ekki endur-
teknir. Það, sem gerðist, heldur gildi um aldur og ævi.
Þannig verður hvítasunnan ekki heldur endurtekin. Andinn
hefur þegar verið gefinn lýð Guðs. Nú riður aöeins á því,
að hann fái komizt að í öllum mætti sínum.
Stundum er sagt, að við þörfnumst nýrrar hvítasunnu.
Með slíku orðalagi er dregið úr gildi hvítasunnunnar, og
fólk er ruglað í ríminu.
Við eigum ekki heldur að gera ráð fyrir, að fyrirbrigði
þau, sem birtust á hvítasunnudag, óveðurshljóðin, eldtung-
urnar og annað slíkt, endurtaki sig.
Síðar í Postulasögunni segir Lúkas ýmis dæmi þess,
hvernig heilagur andi var að starfi meðal kristinna manna
í upphafi. Hann útskýrir þau ekki í Ijósi kristinnar kenn-
ingar. Væri illa farið, ef við reyndum að mynda einhverjar
kennisetningar út frá þessum frásögnum, eins konar tungu-
talsguðfræði, einkum ef við brytum með þeim kenningum
í bága við það, sem ritningin segir að öðru leyti um þetta
efni. Nei, Lúkas flytur enga kenningu um skírn andans og
tungutal.
En það gerir Páll. Við verðum að kynna okkur fræðslu-
bréf Páls, ef við eigum að átta okkur á hinu kristilega við-
horfi til tungutals og náðargjafa.
Þótt undarlegt megi virðist, er þessa fræðslu einungis
að finna í 1. Korintubréfi. Páll fjallar ekki um tungutalið
i öðrum bréfum sinum. Sömu sögu er að segja um bréf
Péturs, Jóhannesar og Jakobs.
Eklii qæHatnvrki Það er líka merkilegt, að það
skyldi einmitt vera í Korintu,
sem tungutalið var svo algengt sem raun ber vitni. Við
hefðum fremur ætlað, að þvílík verkan andans kæmi fyrir
í helguðum og þroskuðum söfnuði, en því fór fjarri, að slík
lýsing ætti við Korintumenn.
Páll kallar þá holdlega, kristna menn og ómálga í Kristi
(1. Kor. 3,1). Þeir höfðu ekki náð vaxtartakmarki Kristsfyll-
ingarinnar. „Mjólk gaf eg yður að drekka, ekki mat, því
að enn þolduð þér það ekki. Og þér þolið það jafnvel ekki
enn" (3,2).
Metingur og þráttan á sér stað á meðal þeirra (3,3),
og söfnuðurinn er klofinn í smáflokka (3,4). ,,Bróðir á
í máli við bróður og það fyrir vantrúuðum" (6,6). ,,Ég
segi það yður til blygðunar" (6,5), eöa eins og við mund-
um komast að orði: Þið ættuð að skammast ykkar.
Enn alvarlegra er það, að ólifnaður á sér stað á meðal
þeirra, jafnvel sifjaspell. Þeir ættu að sjá til þess, að slíkt
komi ekki fyrir, og reka hinn seka í burtu. En í stað þess
eru þeir stærilátir og láta reka á reiðanum (5,1—2).
Hryggileg misnotkun kom fyrir við kærleiksmáltíðir þeirra.
Þeir sýndu ekki einu sinni heiiagri kvöldmáltíð tilhlýðilega
virðingu (11. kap.).
Þetta og margt annað hefur Páll út á söfnuðinn að setja.
Samt var tungutalið algengt á meðal þeirra og skipaði mikið
rúm á guðsþjónustum þeirra.
En einnig í þessu efni sýna Korintumenn, að þeir eru van-
þroskaðir. Bæði meta þeir gjöfina rangt og misnota hana.
Þess vegna finnur Páll sig knúinn til þess að leiðbeina
þeim og áminna þá. Hann varar þá við ýmis konar mis-
notkun og útlistar fyrir þeim rétt viðhorf til tungutalsins
í Ijósi kristinnar trúar í heild.
Þar með er okkur gefin í ritningunni vegsögn, sem varð-
ar ekki aðeins þá Korintumenn, heldur gildir hún um alla
tíma, er kristinn söfnuður tekur afstöðu til tungutalsins.
Það er með öðrum orðum engin sönnun um fyllingu and-
ands og andlegan þroska, þó að tungutal komi fyrir í ein-
hverjum söfnuði. Tungutal verður að lúta aga og reglu, og
menn verða að skoða það í réttu Ijósi. (Framhald).
23