Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 16
f------— ——— ---------
Ný sending komin
ófóðraðir
í númerum 34-49
með loðfóðri
Millibrúnir. Mjúkt en sterkt Anilin-skinn.
Með þykkum ekta hrágúmmísólum.
Verð frá kr.21.010,-Nýkr.210,10
Sími 18519 og 23566.
Póstsendum samdægurs.
Margir bíða...
Framh. af bls. 9.
hinum vanþróuðu löndum, að ekki
er hægt að skilja þar á milli.
Við höfum þegar hjálpað til við
að koma af stað barnaskóla hjá
stöðinni. Þar eru nú 1.—3. bekkur
og um 275 nemendur. Við aðstoð-
um aðeins, en allur rekstur skólans
er á vegum ríkisins og nú er búið
að aðskilja lóð kirkjunnar og lóð
skólans. Við höfum hjálpað til við
að reisa skólahús úr trjábolum með
leirleðju á veggjum og bárujárns-
þaki.
Eins og þið vitið hefur einnig
verið lagt hart að okkur að hefja
hjúkrunarstarf í sambandi við
kirkjustarf okkar. Nú vinnum við
að því að reyna að fá styrk frá
norsku þróunarhjálpinni til að
byggja. Ef við fáum hjálp þaðan,
þá verðum við að bera 20% af
kostnaðinum sjálf. En það er ekki
bara að byggja, við þurfum líka
fólk.
Við sendum öllum kristniboðs-
vinum okkar bestu kveðjur og
þakklæti fyrir fyrirbæn og fórn.
Þar sem Drottinn er, þar er ávallt
gott að vera. Við viljum senda orð-
in í Ef. 1,15-23.
Ykkar einlæg,
Egill, Edda Björk, Arnar, Inga
Margrét, Kristín, Kjellrún og Skúli■
16