Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 15
FRÁ STARFINU
l»IKÍll \VIK
SPROTAR
Það kemur fram í trásögn af þingi
Kristniboðssambandsins annars
staáar hér í blaðinu, að þrír nýir
kristniboðsflokkar höfðu gengið í
Sambandið. Kristniboðsflokkurinn
Tían er eins konar hjónaklúbbur,
sem hóf göngu sína árið 1978.
Hér er um að ræða fimm ung hjón í
Reykjavik, sem hafa komið saman
til uppbyggilegra samverustunda
og safnað fé handa kristniboðinu.
Klúbbnum voru sett lög á þessu ári,
og gengu þau siðan í SIK.
Kristilegt stúdentafélag varð 45 ána
17. júní s.l. 1 því tilefni stofnuðu
nokkrir félagsmenn þess Kristni-
boðsflokk KSF daginn eftir. Er ætl-
unin að reyna að efla á þann hátt
kristniboðsáhuga félagsmanna og
kalla þá til ábyrgðar á kristniboðs-
starfinu. Er hugmyndin sú að flokk-
urinn starfi sem mest í tengslum
við almennt starf félagsins með
fundarhöldum, bænastundum og
fjárötlun. Stofnendur flokksins voru
um 20 talsins.
Loks er að geta Kristniboðsfélags
Vestmannaeyja, en frá stofnun þess
hefur áður verið sagt í Bjarma.
Það er gleðilegt, þegar nýir sprot-
ar vaxa á meiðnum og ungt fólk
tekur saman höndum um að styrkja
kristniboðið. Guð blessi hin nýju
félög.
KRISTIVIBOÐSMÓT
AÐ LÖNGTMTRI
Dagana 17.-19. júli s.l. var haldið
kristniboðsmót að Löngumýri I
Skagafirði, en slikt mót var einnig
hatdið þar s.l. sumar. Yfirskrift
mótsins að þessu sinni var: ,,Á
meðan dagur er".
Aðalræðumenn á mótinu voru
kristniboðarnir Jóhannes Ólafsson,
Ingunn Gísladóttir, Margrét Hró-
bjartsdóttir og Jónas Þórisson.
Einnig önnuðust dagskrárliði: Guð-
mundur Ingi Leifsson skólastjóri,
Margrét Jónsdóttir forstöðukona,
Björgvin Jörgensson kennari og
Bjarni Guðleifsson búfræðingur.
Helgi Hróbjartsson kristniboði
stjórnaði mótinu, sem tókst i alla
staði mjög vel.
Láta mun nærri að um 100 manns
hafi tekið þátt í því þegar flest var,
en það var á kristniboðssamkom-
unni kl. 5 á laugardag og á vitnis-
burðarsamkomunni þá um kvöldið.
Að sjálfsögðu voru norðanmenn í
miklum meirihluta, en allmargir þátt-
takendur komu viðar að, flestir af
hötuðborgarsvæðinu. Þátttaka Jó-
hannesar og Áslaugar ásamt börn-
um þeirra var mótsgestum sérstakt
gleðiefni. Aðbúnaður allur var mjög
góður og voru Margréti Jóns-
dóttur torstöðukonu á Löngumýri
og aðstoðarstúlkum hennar færðar
bestu þakkir fyrir góða þjónustu.
Mótinu lauk á hádegi á sunnudag
og kvöddust menn þakklátum huga
fyrir góðar og uppbyggiiegar sam-
verustundir, minnugir orða Jesú:
,,Oss ber að vinna verk þess er
sendi mig meðan dagur er, það
kemur nótt þegar enginn getur
unnið".
Tekið var á móti gjöfum til kristni-
boðsins í mótslok og námu þær um
5 þúsund krónum.
Þess skal getið að þegar mótinu
lauk voru nokkrir þátttakendur við-
staddir guðsþjónustu og gengu til
altaris i kirkjunni að Þingeyrum,
en þessi guðþjónusta var haldin i
tilefni af kristniboðsárinu. Siðar um
daginn var afhjúpaður minnisvarði
að Stóru-Giljá um fyrstu kristni-
boðana sem komu hingað til okkar
lands. Þar flutti biskupinn hr. Sigur-
björn Einarsson ræðu og Margrét
Hróbjartsdóttir sagði nokkur orð.
UM VERSLUNAR-
MAVNAHELGINA
Unglingadeildir KFUM og K i
Reykjavík héldu árlegt unglingamót
sitt i Vatnaskógi um verslunar-
mannahelgina. Mótið hófst á töstu-
dagskvöldi 31. júli og stóð fram
á mánudagskvöld 3. ágúst. Þátttak-
endur voru tæplega 150 og áttu
þeir góðar stundir í Vatnaskógi í
bliðskapar veðri. Dagskrá mótsins
var með svipuðu sniði og vant er
og skiptust á samverustundir um
Guðs orð og leikir og útivist. Á
kvöldin voru kvöldvökur i léttum
dúr. Stjórnandi mótsins var Ólafur
Jóhannsson.
Nú siðustu árin hefur Vatnaskógur
verið opinn þeim sem vilja vera þar
i tjaldi um verslunarmannahelgina
og njóta útivistar i fögru umhverfi
og taka þátt í dagskrá unglinga-
mótsins að vild. Nokkrar fjölskyld-
ur notfærðu sér þetta, en rétt er
að vekja athygli á þessum mögu-
leika, ef einhverjir hafa ekki áttað
sig á honum, en kynnu að vilja not-
færa sér hann næsta sumar.
Þess má einnig geta að um versl-
unarmannahelgina var fjölskyldu-
flokkur i Vindáshlið og var hann
mjög vel sóttur og þótti takast vel.
BANDAHÍKÍN:
Byssan brást
Prestur einn í Bandctríkjunum
varö fyrir sérkennilegri reynslu
ekki alls íyrir löngu, segir í ensku
blaöi. Hann er staddur í kirkjunni
sinni, þegar 19 ára piltur otar allt
í einu aö honum byssu og heimt-
ar, aö hann opni peningaskápinn.
Presturinn kannaðist viö piltinn.
Hann var tíður gestur í kirkjunni.
Haföi hann oft átt í útistöðum viö
yfirvöld á staðnum, og honum
gekk illa að semja viö foreldra
sína. — Presturinn haföi „opið hús"
fyrir alls konar utangarðsmenn,
sem reikuöu um nágrenni kirkj-
unnar hans í Michigan, og geymdi
fé, sem hann notaði til hjálpar-
starfsins, í peningaskápnum.
Pilturinn hrifsaði til sín nokkra
tugi dollara, en „síðan liðu tiu
skelfilegustu mínúturnar" í œvi
prestsins. Pilturinn beindi byssunni
að gagnauga prestsins og tök í
gikkinn — en skotið kom ekki.
„Ég baö Guð þess, ef hann vildi,
aö ég dœi, að þá mœtti ég losna
viö ógn þess aö bíða eftir dauö-
anum". Og hann bað fyrir árásar-
manninum.
Loks tók ungi maðurinn til fót-
anna og þaut út úr kirkjunni. „Ég
er viss um, aö hann tók tuttugu
til þrjátíu sinnum í gikkinn, áður
en hann hvarf á brott", sagöi prest-
urinn.
Pilturinn náðist skömmu síðar.
Byssan hans var rannsökuð — og
hún reyndist vera algjörlega heil
og gallalaus. Lögreglan sagði:
„Þaö var ekkert aö byssunni. Henni
hefur verið haldið vel viö, og hún
var hlaðin. Viö kunnum enga skýr-
ingu á því, hvers vegna presturinn
er ekki ailur. Viö köllum þetta
kraftaverk". Sjálfur vitnar prestur-
inn um trúna á Drottin, hennar
vegna sé hann lifandi, og pilturinn
verður ekki kœrður fyrir mann-
víg.
SUÐUR-KÓREA:
„Send mig!"
Mikil trúboðsherferð í þágu fagn-
aðarerindisins var farin í Seúl,
höfuðborg Suður-Kóreu, á árinu
sem leið. Á sérstakri samkomu,
sem þá var haldin, voru um það
bil ein milljón ungra Kóreumanna,
sem tjáðu sig fúsa til að verja einu
ári tii að útbreiða fagnaðarerindið
um Jesúm Krist meðal allra þjóða.
Ýmsar fréttir hafa borlzt á liðn-
um árum frá Kóreu, er benda tll
þess, að fjölmargir iandsbúar hafi
snúið sér til Jesú Krists og þrái að
lifa honum og breiða út ríkl hans.
15