Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1981, Side 7

Bjarmi - 01.07.1981, Side 7
lokaðar. En í sjúkrahúsunum væri hægt að hafa guðræknisstundir, þar sem fólkið hlustaði þannig, að það gleypti hvert orð. Margir starfsmannanna sniðganga þó þess- ar samverustundir af ótta við yfir- völdin. Áður þótti upphefð að því að vera kristinn starfsmaður á kristnu sjúkrahúsi. Nú er öldin önnur. Þess vegna er það mikið þakkarefni, þegar sumir þeirra ^eggja frelsi sitt og líf í hættu og segja af hjarta: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðareindið“. Ýmsir þeirra hafa nú sæmdarmerki Drott- ins síns á bakinu, ör eftir svipu- höggin, sem þeir fengu. Þegar bylt- ing verður i þjóðfélaginu, losna aiörg ill öfl úr læðingi. í kjölfar byltingarinnar hófst einnig almenn lestrarkennsla um allt landið. Þess vegna leggja kristniboðarnir nú mjög stund á að fá biblíur eða biblíuhluta og dreifa þeim meðal fólksins, sem verður á leið þeirra. Flestir taka öllu lestrarefni fegins hendi. Að öðru leyti ér starfið í Eþíópíu háð sjónarmiði hvers fylkisstjóra. Sumir vinna markvisst gegn kirkju °g kristni. Aðrir sýna meira hlut- leysi. Víða er reynt að einangra hristniboðana. Þeim er bannað að fara út til starfa meðal fólksins, °g kirkjum hefur verið lokað. Þar starfar söfnuðurinn hljóðlátlega. er komið saman á heimilum til guðsþjónustuhalds. Lesinn var kafli úr bréfi frá Eftirtaldar gjafir bárust Kristniboðs- sambandinu í mai: Einstaklingar: JG 250. GA 500. NN 500. X 30. ÁBJ 660. HE 300. KP 300. BO 20. MH 500. Hafnfirðingur 240. ÁJ 500. G og Á 600. KE 2.626.10. ÞG 540. X 30. NN 800. EH 300. Mt 1.000. SH 300. SFSV 2.000. KP 500. J 100. VÞ 500. KK 100. Kvenfél.samband Stranda- sýslu 50. T 50. SW 1.000. BS 500. NN l.ooo. Félög og samkomur: YD KFUM Sei- tjarnarn. 63.15. Sdsk.börn Hellissandi 312. UD KFUK Langag. 25. Samkoma ■ámt. 10. maí 2.621. Éljagangur 1.510. Krbf. kvenna Stykkishólmi 1.900. Baukar: SMS 3. LÍ 16,55. Minningargjafir: 3.847. Gjafir alls í maí: 26.093,80. Gjafir það sem af er árinu 1981: Kr- 225.300,50. Skúla Svavarssyni um starfið í Cheparería. Það gengur vel, enda vill hann reyna að byggja það skynsamlega upp frá grunni. Rætt var nokkuð um framtíðar- verkefnin, bæði úti og hér heima, og hvernig best væri að hagnýta starfskraftana. Komu ýmsar ábend- ingar fram um þetta efni, einkum heimastarfið, án þess, að sam- þykktir væru gerðar. SlK hafði borist bréf frá stjórn- um KFUM og K. Þar var spurt, hvort kristniboðssambandið vildi taka þátt í að reisa sameiginlegar aðalstöðvar í Reykjavík, þar sem hvert félag fengi þó aðstöðu fyrir sig. Áður höfðu bréf sama efnis verið send Kristilegu stúdentafélagi og Kristilegum skólasamtökum, og jákvætt svar borist frá báðum. Ef tir allmiklar umræður var bor- in upp tillaga þess efnis að svara bréfi þessu játandi. Var hún sam- þykkt með miklum meiri hluta at- kvæða. Síðasta daginn fór fram stjóm- arkjör. Úr stjórn áttu að ganga: Gísli Arnkelsson, Sigríður Sand- holt, Hilmar Þórhallsson og Jón Viðar Guðlaugsson. Voru þau öll endurkosin. í varastjórn voru kos- in: Jóhannes Tómasson, Lilja S. Kristjánsdóttir og Gísli Friðgeirs- son. Að lokum las formaður Sálm. 100. Og bæði Guði og mönnum voru þakkaðar góðar samfélagsstundir. L.K. Eftirtaldar gjafir bárust Kristniboðs- sambandinu í júní: Einstaklingar: ÁBJ 1.100. GH 100. JG 200. GG 100. Lísa 200. NN 20. JG 450. ME 50. EG 1.000. Miskunnsami Samverjinn 72,50. GG 200. ÁTH 200. MH 700. SG 1.000. IA 1.000. GA 1.000. NN 30. Hf. (áh.) 850. SV 240. JÞ 160. GÖ 3.000. JÞ 490. SG 1.000. HE 300. ÁBJ 500. ÁS 1.500. GB 50. KvenfélagiÖ Stjarnan 500. KP 200. SA 1.000. ÓE 1.000. LP (áh.) 40. PÁ (áh.) 50. SÁP (áh.) 30. Úr dánarbúi Skúla G. Bjarna- sonar 14.640,45. Félög og samkomur: Krbfl. KFUK Rvík 10.000. Biblíuskólasamtökin 380. Krbf. kennara 8.600. Isafj.söfnuður 500. Krbf. Tían 1.000. Samkoma Amt. 21. júní 4.270,70. ísafj.söfnuður 1.330. Mót- ið í Vatnskógi 24.305. Baukar: Frú 75,60. GF 67. Vindás- hlíð 334,80. Aðalskrifstofan 133,35. Minningargjafir: 3.405. Gjafir alls í júní: 87.374,40. Gjafir það sem af er árinu 1981: Kr. 312.674,90. ÍRLAND: Líf og hreysti Fyrir nokkru var haldin ráð- stefna í Dýflinni á Irlandi á veg- um samtaka, sem kalla sig „Heims- samtök lækna, sem virða mann- lífið“. Meðal ræðiunanna var dr. Bergin frá Nýja-Sjálandi. Hann komst meðal annars svo að orði: „Ef þjóðin á að vera hraust þjóð, verður þjóðfélagið að veita mann- lifinu réttarvemd. Án slíkrar rétt- arvemdar verður allt samfélagið sjúkt, bæði andlega og tímanlega. Það er röng læknisstefna að bjarga lífi bams, sem hefur fæðzt fyrir tímann, í sjúkrahúsi þar sem fóst- ureyðing er framkvæmd. Sinnu- leysi og kæruleysi gagnvart með- bræðrum er mesta fátæktin". SUÐUR-KÓREA: Viðvörun Fulltrúar nítján stærstu kirkju- deildanna í Suður-Kóreu hafa gef- ið út yfirlýsingu, þar sem segir, að trúarhreyfingin Sameinaða fjöl- skyldan, sem hefur meðal annars gert vart við sig hér á Iandi, geti ekki talizt til kristinnar kirkju. I hópi þeirra, sem undirrita yfir- lýsinguna, era dr. Wong Sant Ji, forseti lúthersku kirkjunnar í Kóreu, Paul C. Eess, biskup í an- glikönsku kirkjunni, og Kwan Suk Kin, formaður í þjóðarráði krist- inna manna. I nefndri greinargerð er vikið að 16 atriðum, er sýna, að Sameinaða f jölskyldan getur ekki kallast krist- in. I>ar á meðal er þetta: Samtökin fallast ekki á, að Biblí- an sé orð Guðs; ekki heldur, að hún sé óskeikull mælikvarði um kristilega trú og breytni. Þau boða ekki hjálpræði vegna dauða Jesú á krossinum, og þau trúa ekki á upprisu Jesú. Sameinaða fjölskyld- an telur ekki lieldur, að sá Jesús, sem dó á krossinum, eigi að koma aftur, heldur að Sun Myimg Moon, stofnandi hreyfingarinnar, sé sá Jesús, sem eigi að koma aftur öðm sinni. 7

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.