Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 11
fjársióður
°g líka, þegar ég fer í hreina
skyrtu.
Bænir voru mér líka kenndar.
Eiríkur las alltaf húslestur um
helgar. Hann notaði „Péturshug-
vekjur“. í huga mínum var Krists-
rnynd, sem ég hafði séð einhvers
staðar. Þegár ég sat undir lestr-
inum og horfði á vanga Eiríks,
kom mér alltaf þessi Kristsmynd
í hug. Mér er minnisstætt, hvað
Eiríkur var orðvar maður. Aldrei
heyrði ég hann blóta eða mæla
styggðaryrði.
Seinna dvaldist ég í sex ár á
Stokkalæk á Rangárvöllum. Þar
réðu húsum Þuríður Steinsdóttir og
Egill Jónsson. Þau voru yndislegir
húsbændur. Á Stokkalæk voru
lesnir húslestrar á hverjum degi
allan veturinn og sungnir Passíu-
sálmarnir. Ég man sérstaklega,
hvað tvær systur húsbóndans
sungu vel. Þess vegna fundust mér
Passíusálmarnir svo fallegir. Mér
voru kennd mörg vers úr Passíu-
sálmunum".
Þórður átti heima á Stokkalæk,
þegar hann fermdist. Fermingar-
athöfnin fór fram í Keldnakirkju.
Egill var þar forsöngvari. Þórður
tók ferminguna mjög alvarlega.
Eann segist hafa gefið Guði heit.
.,Ég var ákaflega blótsamur. En
Þegar ég stóð frammi fyrir altar-
inu, lofaði ég skaparanum því, að
óg skyldi aldrei blóta framar. En
það stóð ekki lengi. Mér gekk eitt-
hvað stirðlega að komast úr ferm-
iugarskyrtunni, og þá hrukku
blótsyrðin af vörum mér. Seinna
sigraðist ég á þessum óvana".
Maetur kennimaður
Þegar Þórður Gíslason er 15 ára
gamall, liggur leið hans til Vest-
uianneyja, og þar ílendist hann.
Eann stundar sjómennsku í átta
ar, en gerist síðan netagerðar-
uiaður.
„Ég var alltaf meira og minna
sjóveikur. Þetta var orðið sálrænt.
Þegar barið var á gluggann til að
vekja okkur, fann ég strax til
velgju. Og þegar að því kom, að
við ætluðum að fara að snúa heim
eftir úthald, fór mér strax að
batna.
Ég varð lítið var við guðræknis-
iðkanir og bænagjörð hjá sjó-
mönnum um þetta leyti, enda virð-
ist sjóferðabænin hafa fallið niður
með tilkomu vélbátanna. Ég var
einmitt á vélbát. Reyndar tóku
menn ofan höfuðfatið, þegar lagt
var af stað, eflaust til að biðja, en
það lagðist af smám sarnan".
Þórður var meðhjálpari í Landa-
kirkju í 35 ár. Hann kynntist því
nokkrum prestum, meðan hann
starfaði við kirkjuna. Engan mat
hann eins mikils og séra Sigurjón
Þ. Árnason.
„Hann er mér alveg ógleyman-
legur. Ég held, að hann sé einhver
mesti kennimaður, sem ég hef
kynnzt. Ég hef ekki farið dult með
þá skoðun mína. „Þú trúir á prest-
inn“, sögðu menn stundum við mig.
En það er ekki rétt, enda gagns-
laust. Séra Sigurjón flutti orð
Guðs af mikilli þekkingu. Hann
vildi boða það hreint og ómengað.
Ég hlaut því mikla blessun af að
hlýða á hann, og þess vegna hafði
ég hann í hávegum.
Ég vissi, að sumir voru á móti
séra Sigurjóni. Að nokkru leyti
var það af stjórnmálaástæðum.
Hann var frá fyrstu tíð eldheitur
jafnaðarmaður. En jafnvel and-
stæðingar hans báru virðingu fyrir
honum. Þeir gátu ekki annað.“
Aldrei segist Þórður hafa hvarfl-
að út af vegi trúarinnar á Drottin.
Það þakkar hann Drottni, en ekki
sjálfum sér. Þó varð trúin honum
meira alvörumál en áður hafði ver-
ið, eftir að hann fór að hlusta á
predikun og biblíuskýringar séra
Sigurjóns.
„Mér er sérstaklega í huga guðs-
þjónusta ein í kirkjunni. Þá má
segja, að ég hafi lent í vakningu.
Séra Sigurjón flutti alvarlegan
boðskap. Hann talaði um synd,
dóm og náð. Orð hans snertu mig
djúpt. Sérstaklega varð mér hugs-
að til dómsins. Ég óttaðist synd-
ina og dóminn. Eftir þetta kom
meiri alvara yfir trúarlíf mitt, og
ég fór að sækja guðsþjónustur og
samkomur. Ég einsetti mér að vera
lærisveinn Drottins. Þetta mun
hafa verið þriðja árið, sem séra
Sigurjón var í Eyjum. Ég vissi,
að þeir voru fleiri, sem vöknuðu
við að hlusta á hann tala.
Séra Sigurjón hafði líka oft
biblíulestra í KFUM, eftir að hann
hafði fengið séra Friðrik Friðriks-
son til að koma til Eyja og stofna
KFUM þar. Það voru dásamlegar
stundir."
Framh. á bls. 21.
Bjollcm hringir og börnin þyrpost i
skólana. Biöjum fyrir skólastarfinu,
og höfum einkum i huga þá kennara,
er sá oröi lífsins í hjörtu œskunnar.
11