Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 19
Kakola-fangelsinu sátu 500 karl-
menn. Af þeim voru 200 dæmdir
til ævilangrar fangelsisvistar.
Ástandið í fangelsinu var ekki
gott. Aginn í fangelsinu var jám-
harður eins og hlekkirnir, sem
fangarnir höfðu á höndum og fót-
um bæði nótt og dag.
Matthildur hafði vist heyrt ýmis-
legt um lífið innan múrveggjanna
þar. Hún vissi, að þeir, sem lent
höfðu í Kakola, höfðu gerzt sekir
um grófustu afbrot, og þeir voru
ekki nein lömb að leika sér við
fyrir þá, sem höfðu saman við þá
að sælda.
Samt fann hún ekki til neins
ótta við tilhugsunina um, að hún
mundi brátt standa augliti til aug-
litis við fangana. Matthildur fór
á skírdag til Kakola til þess að
hitta fangelsisstjórann og fangels-
isprestinn og sýna aðgangsleyfið,
sem hún hafði fengið hjá fangelsis-
stjórninni í Helsingfors.
Bæði fangelsisstjórinn og prest-
urinn tóku vel á móti henni og
sýndu henni fangelsið og fræddu
hana um, hvernig öllu væri fyrir-
komið þar. Svo fékk hún frjálsar
hendur. Hún gat skipulagt starf
sitt, eins og hún vildi sjálf, og
fengið hjálp hjá fangaverðinum að
öðru leyti. Presturinn bauð henni
viðtalsherbergi sitt, ef hún vildi
hvíla sig eða tala við fangana í
einrúmi.
Það gladdi Matthildi, að hún
fékk svona góðar viðtökur. Nú var
leiðin henni opin, og þegar næsta
öag, föstudaginn langa, ætlaði hún
að byrja að heimsækja klefana og
heilsa föngunum persónulega. Hún
gekk aftur til bæjarins með inni-
legt þakklæti til Guðs í hjarta.
Hún var fyrsta konan í Finn-
landi, sem í eitt skipti fyrir öll
hafði fengið leyfi til þess að heim-
sækja fangelsi bæði fyrir karlmenn
°g konur.
SEINNI HLUTA dags á föstu-
öaginn langa fór hún aftur til Ka-
hola. Þegar hún kom aftur til
fangelsisins, stóð fangavörðurinn
har og aðrir þjónar og tóku á móti
henni með hlýlegu handabandi og
vingjarnlegu brosi. Hún var vel-
homin, einnig meðal þeirra.
Nú vildi hún fyrst ráðgast við
þá um það, hvernig hún ætti að
haga starfjnu sem bezt. Ja, úr því
að helgidagur var, var hagkvæm-
ast að byrja í kirkjunni, áleit
fangavörðurinn. Fangarnir gátu
ekki komið saman allir í einu, en
það var hægt að taka þá í hóp-
um.
Og áður en Matthildur gat áttað
sig, var búið að ákveða það, að
hún skyldi tala í kirkjunni. Hún
var yfirleitt ekki búin undir það
að prédika, og nú átti hún að tala
svo að segja óundirbúin.
Hvað átti hún að segja við þá?
Hjartað barðist í brjósti hennar,
þar sem hún sat við litla borðið í
skrúðhúsinu. Hún lyfti hjarta sínu
til Drottins í brennandi bæn. Und-
ursamlegur friður fyllti hjarta
hennar og tók burtu óttann og
kvíðann.
Hún heyrði glamrið í hlekkjum
og járni, er farið var með fangana
inn í kirkjuna. Og það hljóð skar
hana í hjarta og fyllti hana inni-
legri meðaumkun með þessum
ógæfusömu mönnum. Og þessir
menn tilheyrðu þeim heimi, sem
Guð elskaði svo, að hann gaf sinn
eingetinn son . . . Jesús háði bar-
áttu og þjáðist, dó og reis upp
einnig fyrir þá . . .
ÞEGAR HLJÓTT var orðið í
kirkjunni, opnaði einn þjónanna
dymar, og unga stúlkan gekk
hnarreist og róleg fram fyrir alt-
arið. Hún opnar Biblíuna og les
textann, sem hún hafði fengið í
Lúk. 4, þar sem stendur á þessa
leið:
„Andi Drottins er yfir mér, af
því að hann hefir smurt mig til
þess að flytja fátækum gleðilegan
boðskap, hann hefir sent mig til
þess að boða bandingjum lausn og
blindum, að þeir skuli aftur fá sýn,
til þess að láta þjáða lausa . . .“
Hún hélt niðri í sér andanum og
horfði á þá, sem hún hafði fyrir
framan sig. Á innsta bekknum sat
þrekvaxinn, dökkur náungi með
stór, tryllingsleg augu. Hann hafði
horft ósvífnislega í kringum sig,
þegar hún kom inn.
Nú sat hann álútur og var svo
eftirvæntingarfullur um, hvað hún
mundi segja, að hann gleymdi að
gæta að sér. Munnur hans var op-
inn og augun starandi. Það var
alveg eins og það væri í fyrsta
sinn, sem hann heyrði mannlega
rödd.
Hinir sátu eins og rígnegldir án
þess að hreyfa hönd eða fót. Ekki
heyrðist glamra í einum einasta
hlekk.
„í dag hefir rætzt þessi ritning-
argrein, sem þér nú hafið heyrt
. . .“ Og svo talaði unga stúlkan
um, að það væri hið innra frelsi,
sem mestu máli skipti. Það væru
margir, sem gengju frjálsir og upp-
litsdjarfir á götunni, en væru samt
mjög fjötraðir hið innra. Og það
gætu einnig verið til menn, sem
væru fjötraðir hlekkjum, en væru
frjálsir í sál sinni og heyrðu raust
Guðs í hjarta sínu. Syndin fjötrar.
Fyrirgefning veitir frelsi. Allt ann-
að var lítilvægt í samanburði við
það . . .“
Síðan sagði hún frá eigin
reynslu. Og augu hinna forhertu
syndara störðu á varir hennar,
eins og hún væri að boða þeim
eitthvað nýtt. Það veitti þeim nýja
huggun og nýja von, og hún benti
þeim á nýjan veg, sem þeir gætu
komizt inn á.
Fangavörðurinn opnaði bekkina,
og kirkjan fylltist aftur af hlekkja-
glamri. Þeir gengu út eins hægt
og varlega og þeim var unnt. Og
nýr hópur sat brátt aftur í sæt-
unum.
Þegar hún hafði lokið máli sínu
öðru sinni, fann hún, að hún gat
ekki gert meira þennan dag. Hún
varð að taka þá, sem eftir voru,
á páskadag.
Matthildur Wrede dvaldi í Ábo
í margar vikur á þessu fyrsta
ferðalagi, og hún fór nær því dag-
lega til Kakola. Þarna sátu þeir
og biðu eftir að fá að tala við hana
í einrúmi.
Og margur harðsvíraður af-
brotamaður fékk að létta á sam-
vizku sinni, bæði fyrir Guði og
mönnum, og fékk að reyna hina
miklu lausn fyrir trúna á fyrir-
gefningu synda sinna í blóöi Jesú.
í MEIRA en 30 ár bar Matthild-
ur Wrede ljós fagnaðarerindisins
inn í dimm fangelsi Finnlands. Líf
hennar mun ávallt vera voldugur
vitnisburður um það, hvað „kraft-
ur Krists megnar".
Þegar kirkjuklukkurnar hringdu
inn jólahelgina 1928, lagði „vinur
fanganna“ aftur augun og gekk
inn til hinnar eilífu hátíðar hjá
Drottni sínum.
(Þýtt).
19