Bjarmi - 01.07.1981, Page 3
Herbúnaður og hugarfar
Bandaríski predikarinn Billy
Graliam hefur nýlega rætt í blaða-
viðtali um víg’búnaðarkapphlaupið
og þróun kjarnavopna og vopna úr
lífrænum efnum. Graham lagði
mikla áherzlu á, hvíiíkur eyðingar-
máttur væri fólginn í þessum vopn-
um, og taldi, að það náigaðist vit-
firringu að eyða háum fjárhæð-
um í vígbúnað. Peningana mætti
nota á miklu betri hátt fyrir mann-
kynið.
Kn liann kvaðst ósammála þeim,
sem vildu, að einungis liluti heims-
byggðarinnar drægi úr vopnabún-
aði sínum. „Ég styð alla ábyrga
viðleitni til gagnkvæmrar afvopn-
unar,“ sagði hann.
Annars var Billy'Graham þeirrar
skoðunar, að meira þyrfti en fækka
vopnum til að koma á friði. Fólk
verður að breyta afstöðu sinni
hvert til annars, auðsýna skilning
og treysta hvert öðru. Predikun
fagnaðarerindisms er því þáttur í
framlagi kristindómsins til friðar.
„Menn breytast innan frá ein-
ungis fyrir trú á Krist, og síðan
geta þeir breytt umhverfi sínu, er
hin nýja lífsafstaða fer að bera
ávöxt. Margir erfiðleikar eiga rót
sína að rekja til þess, að menn eru
sjálfselskir og ágjamir. Lækna
mætti mörg þjóðfélagsmein, ef
menn tækju sinnaskiptum og sneru
sór til Guðs. J>að mundi breyta
lífi þeirra og samfélaginu, sem þeir
iifa í,“ sagði Graham.
Afvopnun er ekki einhlít til varðveislu friðar. Hinn innri maSur þarf að
breytast — fyrir trúna á Jesúm Krist.
V.-
boði, aðstoðaði við altarisgöng-
Una, en 325 manns tóku þátt í
henni.
Meðan á guðsþjónustunni stóð í
samkomusal íþróttahússins annað-
ist Halla Bachmann ásamt fleirum
hamaguðsþjónustu í gamla skálan-
um.
Kristniboðssamkoma mótsins
hófst kl. 2 e.h. Gísli Amkelsson
ias úr nýlegum bréfum frá Skúla
Svavarssyni og Kjartani og Val-
dísi.
Jóhannes Ólafsson kristniboði og
fjölskylda voru um þessar mundir
nýkomin heim frá Eþíópíu. Þau
voru öll stödd á mótinu, mótsgest-
Ulu til óblandinnar ánægju, og söng
fjölskyldan saman á amharísku
tvo söngva frá Eþíópíu. Síðan tók
Jóhannes til máls og skilaði kveðj-
urn frá Eþiópíu til kristniboðsvina
a Islandi. Talaði hann síðan um
yfirskrift samkomunnar ,,Ég gjöri
Þig að ljósi fyrir þjóðirnar" út frá
Jes. 49,6. Sagði hann síðan frá
astandinu í Eþíópíu og minntist á
heimsókn þeirra hjóna til Konsó,
°g sagði frá tveim mönnum, þeim
Johannes Hadaya og Negash
Lemma, sem lesendum Bjarma eru
e-t.v. kunnir frá fyrri tíð, en þeir
höfðu verið með af lífi og sál, en
ient í erfiðleikum í byltingunni og
fjarlægst, en virtust nú vera að
koma með á ný, en þörfnuðust mik-
illar fyrirbænar. Lagði hann móts-
gestum þá á hjarta. — í lok sam-
komunnar minnti Gísli Amkelsson
a» að verkefnin væru óþrjótandi,
°g að ekki myndi koma til með að
skorta fólk til að fara og sinna
Þeim. Hins vegar gæti staðið á
fjármunum, að hægt væri að senda
það fólk til starfa, sem reiðubúið
yrði að ári. Það yrði að ráðast af
fjárframlögum kristniboðsvina,
hver framvinda mála yrði. Er sam-
komunni lauk voru tekin samskot
°g komu inn rúmlega 24.300 kr.,
sem er heldur minna en inn kom
síðastliðið ár, sé miðað við verð-
hólguna. Betur má því, ef duga
skal.
Síðdegis kl. 5 hófst samkoma,
er bar yfirskriftina „Leitið Drott-
lna“. Ingunn Gísladóttir hjúkrun-
arkona talaði út frá Jer. 6,16 og
sagði frá afturhvarfi sínu. Ragnar
ótinnarsson talaði síðan um Sakk-
eus tollheimtumann (Lúk. 19,1-10)
°g breytinguna, er varð í lifi hans,
Þogar hann mætti Jesú, sem bar
Vltni iðrunar og nýs lífs með Jesú.
Þannig ætti líf okkar einnig að
vera.
Á lokasamkomunni kl. 8 um
kvöldið talaði Björgvin Jörgensson
frá Akureyri um efnið „Verið stöð-
ug í honum“ út frá 1. Jóh. 2,28.
Lauk samkomunni með því að þátt-
takendur tókust í hendur og sungu
söng sr. Friðriks, Sterk eru and-
ans bönd, eins og gert hefur verið
á flestum mótum frá fyrstu tíð.
Að því búnu tóku mótsgestir að
tínast burt og héldu heim á leið,
Guði þakklátir fyrir gott mót og
blessunarríkar samverustundir.
Guöl. G.
3