Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 21

Bjarmi - 01.07.1981, Síða 21
En þótt gangan hans frá himni til heljar hafi verið þung og dimm, var það samt sigurganga. Hún bar þann blessaða ávöxt, að himinn Guðs opnaðist og stendur enn op- inn fyrir hverjum þeim, sem vill koma til hans. Þetta var gangan hans. Gangan þín til hans er aðeins eitt skref. Það er skrefið, sem liggur til kross- »s hans. Þar tekur hann á móti synd þinni og gefur þér réttlæti sitt og líf í staðinn. Þar réttir hann þér hönd sína, og þá hefst gang- an með honum, hönd í hönd. Það er sigurgangan, vegna þess að þú ert í Kristi, sem er hinn mikli sigurvegari. Þetta er gangan hinum megin við krossinn, gangan á veginum þrönga, sem liggur til lifsins, til hinnar himnesku Jerúsalem. Það er á þessari göngu, sem Kristur segir: Verið í mér, dveljið í mér. Haltu fast í hönd mína, þá held ég fast í þína. Það kemur aldrei þvingun frá hendi Krists, kærleik- urinn þröngvar aldrei. Hann er langlyndur og umburðarlyndur, en t>ann biður um endurgjald, í sömu mynt. Hvað er það þá, sem við eigum að gera til að uppfylla þessa bæn Jesú: „Verið í mér“? Leita hans, þar sem hann er að finna. í orði hans. Ekki bara iesa það, heldur láta það samlag- ast okkar lífi, hlýða því, vera gjörendur þess. „Verið í mér“. Dveljið við fæt- ur mína í bæn. Það er þar, sem Guð mætir okkur og fyllir okkur. Þegar við biðjum, öndum við að okkur hinu tæra andrúmslofti úr helgidómi Guðs. „Verið í mér“. Leitið samfélags heilagra. Þar byggjumst við upp, nærumst og auðgumst af fjársjóð- um himinsins. „Verið í mér“. í daglega lífinu og daglegum kringumstæðum. Leyfum honum að taka það, sem hann vill á hverjum tíma. Slepp- um þvi. Við fáum alltaf betra í staðinn. Látum hann gefa okkur það, sem hann vill. Tökum á móti því og höldum því fast, því að það er það bezta. Ef við látum hann fylla hjarta, hugsun, löngun, kemur hann inn í hversdagsleik- ann með himin sinn. Það er alltaf friður og blessun. Þar eru tárin strokin burt. Allt fær gildi, þar sem hann kemur, það, sem hann snertir. Jafnvel það, sem við töld- um ógæfu, gæti verið náðarsend- ing frá honum. Allt samverkar til góðs, þeim, sem elska Guð. Vert þú í mér, þá verð ég líka í þér. Og ásjóna Guðs mun lýsa yfir þig. Halla Bachmann. Halla er forstöðukona skóladag- heimilis í Kópavogi. Trúin er fjársjóöur Framh. af bls. 11. Kristniboðið kært Þórður hafði spurnir af kristni- boðinu, þegar Ólafur Ólafsson var kristniboði í Kína, og varð honum oft hugsað til Ólafs og starfs hans. „Ég leit upp til Ólafs, af því að hann var kristniboði“, segir Þórður og leggur áherzlu á, hvílíkt braut- ryðjendastarf Ólafur vann hér á landi að því að vekja skilning og áhuga á kristniboði. „Það voru dásamlegir tímar, þegar Ólafur fór að koma til Vest- manneyja og predika. Ég fann allt- af, þegar hann fór, að hann skildi svo mikið eftir í huga okkar. Kristniboðið varð okkur kært. Og ég fann vel, að smám saman fór það að njóta velvilja meðal almenn- ings í Eyjum. Þegar ég fór að gera mér grein fyrir þörfum kristniboðsins, tók ég að hirða alla afganga af tógi í netaverkstæðinu, þar sem ég vann, stutta og langa, og sömu- leiðis tóg úr ónýtum veiðarfærum, til dæmis netum, sem höfðu rifnað á hraunbotninum á miðunum. Þetta sendi ég síðan með fiskibátum, sem sigldu með aflann til Englands. Skipstjómarnir gerðu þetta með góðu, tóku tógið margsinnis fyrir mig — og seldu fyrir sterlings- pund. Ég man, að ég fékk mest 40 pund í einu. Dóttir mín fór með það til Reykjavíkur og afhenti Bjarna Eyjólfssyni, og ég vissi, að þetta kom að fullum notum. Þetta voru miklir peningar í þá daga og góður gjaldeyrir. Ensku pundin giltu alls staðar. Auk þess var krónan alltaf að síga. Það var óneitanlega mikil vinna við þetta. Tógið úr sjónum þurfti að þurrka og skera úr því. En fyrir- höfnin var þó ekki nema skuggi af því, sem ég hefði orðið að leggja á mig, ef ég hefði ætlað að taka þetta úr eigin vasa. Mjög margir Vestmannaeyingar styrktu kristniboðið með gjöfum sínum. Við efndum alltaf til kaffi- sölu á pálmasunnudag. Það var kristniboðsdagurinn. Þá lagði fólk leið sína til okkar, og ef það hafði ekki tök á að koma, sendi það pen- inga. Það vakti mikla athygli í Eyj- um, þegar Áslaug Johnsen og Jó- — Þurfir þú að bregða þér til annarra landa, talaðu þá við okkur og vertu viss, við finnum ódýrasta fargjaldið. Flugleiða- Símaðu bara. Við komum farseðlinum til þín. Greiðslukjör. umboðið í Hafnarfiröi Símar 51500, 50430 — og svo kvöldsíminn 50530 JÓHANN PETERSEN, Strandgötu 25, 220 Hafnarfirði. V. y 21

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.