Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 4
Gangir þú gegnum vötnin
Það var kaldan skammdegis-
morgun við Reykjavíkurhöfn, þá
er þessi atburður átti sér stað, er
ég ætla að segja hér frá. Ég man
hvorki árið né daginn, sem hann
gerðist.
Tíð hafði verið mjög erfið þenn-
an vetur, sífelldir stormar og
óvenju mikil frost, svo að sund
og vogar hér í kring voru ísi-
lögð.
Á þessum árum var ég vélstjóri
hjá Reykjavíkurhöfn og starfaði á
ýmsum bátum hennar.
Þegar ég kom til vinnu þennan
morgun, var verið að vandræðast
yfir því, að það vantaði bát til
þess að aðstoða við bindingu á olíu-
flutningaskipi, sem leggja átti hér
úti fyrir Örfirisey, svo að hægt
væri að losa farm þess í olíugeyma,
sem þar eru.
Sá, er vinna átti á bátnum, var
eitthvað forfallaður, svo að ég
bauðst til að fara með bátinn. Um
borð tók ég tvo fullorðna menn,
sem eru þessu starfi þaulvanir, og
unglingspilt, sem ég hef hvorki séð
né heyrt síðan.
Haldið var sem leið liggur út
úr höfninni og á þann stað, er
leggja átti skipinu. Eitthvað vor-
um við síðbúnir, því að þegar kom-
ið var út, var skipið komið og beið
þess, að settur væri út belgur á
ákveðinn stað, svo að hægt væri
að láta akkerið falla.
Allt fór þetta fram samkvæmt
áætlun um þessa hluti, og var nú
siglt að belg, sem festur var við
heljarmikinn vír, sem binda átti
skipið með.
Þegar búið var að festa vír þenn-
an í bátinn, þá bakkar skipið, en
við það fer vírinn í skrúfuna á
skipinu.
Það skipti engum togum, bátn-
um hvolfdi, og skipið bakkar á
hann. Þegar bátnum hvolfdi, fékk
ég mikið höfuðhögg. Já, ég hef
víst rotazt. En hvað sem það nú
var, leið mér mjög vel, svo vel,
að mér hefur aldrei liðið betur,
og líður mér nú alltaf heldur vel.
Mér fannst ég sjá líf mitt renna
fyrir augum mínum, rétt eins og
ég horfði á kvikmynd.
Þegar þetta gerðist, hafði Guð
gefið okkur hjónum þrjú börn,
sem öll voru mjög ung. Mér fannst
ég sjá þau eitt í einu, þar sem þau
voru. Ég sá líka konuna mína, þar
sem hún var við verk sín heima.
Mér fannst ég sjá Vatnaskóg í
þeim fegursta sumarskrúða, sem
ég hef hann augum litið.
Þá fannst mér ég segja: „Jæja,
nú er þessu öllu lokið.“ Þá fannst
mér, að kippt væri í öxlina á mér
og við mig sögð þessi orð, er standa
í 3. kapítula Orðskviðanna, 11. og
12. versi: „Son minn, lítilsvirð
eigi ögun Drottins og lát þér eigi
gremjast umvöndun hans, því að
Drottinn agar þann, sem hann elsk-
ar, og lætur þann son kenna til,
sem hann hefur mætur á.“
Við þetta vakna ég úr þessu dái,
eða hvað það nú var. Ég sá ekki
neitt, það var svarta myrkur og
ískaldur sjór, og mér fannst ég
vera að kafna. Ofan á mér lá allt
það, sem losnað hafði úr stýrishúsi
bátsins, svo að ég gat mig hvergi
hreyft.
Þá gerðist það, að báturinn fer
aðra veltu, svo að um mig losnar,
og upp gat ég staðið og hurðina
fann ég, um leið og báturinn fór
yfir á ný.
Nú hófst baráttan fyrir lífinu.
Mér fannst ég alveg vera að kafna.
Ég var alltaf að drekka meira og
meira af sjó. Ég komst einhvern
veginn út á þilfar bátsins, sem nú
sneri niður, og eftir því skreið ég
með þunga bátsins ofan á mér.
Ég fann borðstokkinn og fleygði
mér út fyrir, en þá var kippt i.
Ég fór til baka og fann þá kaðal,
sem flækzt hafði um annan fót
minn, en kaðallinn var fastur í
bátnum. Spyrjið mig ekki, hvernig
ég gat losað hann, en ég losn-
aði og spyrnti mér fast frá bátn-
um á ný.
En sá fögnuður að komast upp
á yfirborð sjávar og anda á ný!
Þegar ég hafði áttað mig og lit-
ið í kringum mig, sá ég félaga
mína á dráttarbátnum rétt hjá, og
kölluðu þeir til mín og köstuðu
til mín bjarghringjum. Ég synti í
áttina til hringanna og komst í
einn þeirra.
Þegar báturinn var kominn það
nærri, að hægt var að kasta til
mín línu og draga mig að honum,
var það gert. En illa gekk að ná
mér upp. Ég fór hvað eftir annað
undir bátinn, því að hann valt svo
mikið vegna ókyrrðar í sjónum.
Þegar ég loks lá á lunningu
bátsins og sjórinn rann upp úr
mér, frétti ég, að mönnunum og
piltinum, sem voru með mér á
bátnum, hefði öllum verið bjarg-
að, svo að segja strax, upp í bát
tollgæzlunnar, sem leið átti þarna
„KRISTSVAKNING
Dagana, 25. oktöber til 1. nóvember gangast KFUM og K í Reykjavík,
Samband ísl. kristniboösfélaga, Kristilegt stúdentafélag og Kristileg
skólasamtök fyrir vakningarviku í Reykjavík. Kemur hún í staöinn fyrir
œskulýösviku KFUM og K sem hefur veriö háld.in um þetta leyti.
Hefur vikan fengiö heitiö ,J£ristsvakning ’81“ og veröur yfirskrift
hennar „Nýtt líf meö Kristi“. Háldnar veröa samkomur í húsi KFUM
og K viö Amtmannsstíg á hverju kvöldi alla vikuna.
BJARMI vill hvetja lesendur sína til aö táka þátt í því aö biöja fyrir
vákningarvikunni, aö hún veröi verkfœri i hendi Guös til aö kálla marga
til fylgdar viö Jesúm Krist. Biöjum Guö um vakningu og biöjum hann
aö byrja hana í okkar hjörtum.
4