Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 20
I Steyttur hnefi er merki þess, að barizt skal m.a. gegn fornum dyggðum og guðstrú. En hatur og efnishyggja fullnœgja ekki innstu þörfum hjartans. „Komið til mín," segir Jesús. Æskan leiftar Guðs Þörfin á kristilegn starfi í Kína kemur meðal annars glöggt fram í brófum, sem kristilegar útvarps- stöðvar utan meginlandsins fá frá Kínverjum. Bréfin bera með sér, að æskufólk í Kína leitar Guðs af aivöru. Sumir biðja um hjálp til að skilja, hver Jesús Kristur sé. Kinn bréfritarinn segir: „Aðstzeður eru þannig hjá okk- ur, að Jesús Kristur, kristindómur og- allt þess háttar er óþekkt hér. Ég vissi lítið um Jesúm, áður en ég fór að hlusta á dagskrána ykk- ar. Hann er sendiboði Guðs. Hann er Kristur, sem þýðir frelsari. En í raun róttri er Jesús ekki annað en persóna í trúarlegum helgisögn- um I><að lærði ég í sögutímunum. Ég veit litið um Jesúm, en mig langar til að komast að niðurstöðu í þessum málum. Mig vantar fræðslu, og ég held, að enginn geti hjálpað mér nema þið. Ég skrifa þetta bróf til þess að biðja um hjálp og leiðbeiningu. Ég bíð full- ur eftirvæntingar.“ Kristnir menn ættu að minnast Kína í bænum síntnn. Verið þá verð ég í 2. Kor. 5,17 segir: jJUf eirihver er í Kristi, er hann ný skepna; hiö gamla varö aö engu; sjá, allt er oröiö nýtlf'. Þetta vers talar um hið mikla undur, sem Guð kemur til leiðar í mannssálinni, þegar hún mætir Kristi, eignast lifandi trú á hann. Þegar maðurinn stígur fram til móts við frelsara sinn, kemur hann á móti hröðum skrefum. „Nálægið yður Guði, þá mun hann nálgast yður“. Hann kemur þá svo nálægt, að það verður samruni Guðs og manns. Guð er í honum, hann í Guði. Kristur i þér, þú í Kristi. Það er hin eina, sanna trú. Trúin, sem frelsar. Trúin, sem opnar himininn. Trúin, sem opnar hjarta þitt fyrir hjarta Guðs. Guð í sköp- un sinni. Hann vinnur verk sitt innan frá, þannig að hið gamla er hreinsað burtu, alveg, og allt verður nýtt. Það gamla, það eru hlutir heims- insins eða verk holdsins, eins og Biblían kallar það. Það er til dæmis: „Óhreinleiki, saurlífi, deilur, metingur, reiði, eigingimi, öfund, ofdrykkja“. Hið nýja, sem hann kemur til leiðar í nýju hjarta mannsins, er til dæmis: „Kærleiki, gleði, frið- ur, langlyndi, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð, bindindi“. Þessir hlutir eru gefnir þér, innan frá. Þetta eru ávextir anda hans, sem í þér býr. Það er fyrst kærleiki til hans, sem elskaði þig að fyrra bragði. Og falið í kær- leika hans, eru svo allar hinar kristnu dyggðimar. Þegar þú ert í Kristi, finnur þú himininn opinn og undrast það, að Guð skuli vilja annast þig og elska, þrátt fyrir alla smæð þína og vesældóm. Þegar þú ert í Kristi, finnur þú fyrst, að þú lifir, þvi að hann einn getur gefið þér fylling lífs- ins, hann, sem er lífið sjálft og kom til að gefa okkur líf og nægtir. í mér, líka í yður „Verið í mér, þá verð ég lika í yður“. Guðs orð er fullt af hvátning- um, vegna þess að það er ekki kyrrstaða, heldur sífelld framrás, sífelld hreyfing og breyting, eins og alls staðar þar sem er líf. Það er starf og ganga. „Eins og þér hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú, svo skuluðu þér ganga í honum, rótfestir og byggðir á honum, staðfastir í trúnni og skara fram úr í þakk- látsemi". Þegar við erum í Kristi, eign- umst við hugarfar hans og sjónar- mið hans. Við læmm að meta hlut- ina eftir verðgildi þeirra. Við sleppum hisminu og höldum kjam- anum. Við lærum að safna fjár- sjóðum fyrir himininn. Þeir, sem eru í Kristi, eru í raun og vem í honum, þeir, sem hafa tekið á móti honum í hjarta sitt og líf. Samt sem áður segir hann í kaflanum um vínviðinn: „Verið í mér“. Það er: Dveljið stöðugt í mér, þá dvel ég líka stöðugt í yður. Það er sem sagt ekki nóg að hafa eitt sinn komið til hans og gengið honum á hönd, það er í raun og vem aðeins skrefin til hans, eða skrefið til hans. Ef við bemm það saman við þá óralöngu leið og píslargöngu, sem hann varð að fara til að geta mætt okkur, þá er okkar hlutur aðeins eitt, lítið skref. Hann varð að yfirgefa himin- inn, dýrðina þar og friðinn, hrein- leikann og blessunina og koma niður í eymdina og syndina hér niðri á jörðinni. Þar gerðist hann svo fátækur, að hann átti hvergi höfði sínu að að halla, og svo snauður, að það eina, sem hann skildi eftir í veraldlegan arf, var kyrtillinn, sem hann stóð í. Jesús gekk hin þungu skref í gegnum krossdauðann, yfirgefinn af sjálfum föðurnum. Já, hann steig allt niður til heljar. Og þetta allt til að geta mætt þér og mér. 20

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.