Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1981, Page 17

Bjarmi - 01.07.1981, Page 17
**-K-K-X*-K-K-K-K-K-K-K-K-X-*-K-K-K-X-K-K->c-K-K-K-K-K-K-K-K-K-*-K Vi inup fcingcinnci ÞAÐ L.EIÐ að jólum á því herr- ans ári 1864. Eins og venjulega fór allur jólaundirbúningur mjög timanlega fram á hinu stóra heim- ili landshöfðingjans í Vasa í Finn- iandi. Það sá Mulun um, gamli ráðsmaðurinn, sem hafði þjónað þessu tignarfólki með trúmennsku öll árin. En annars var allt mjög hljótt í húsinu. Eleonora Wrede, frí- herrafrú, lá nefnilega inni í stóra svefnherberginu og háði dauða- stríðið. Snemma um vorið á þessu sama ári hafði hún fætt ellefta barn sitt í heiminn, velskapaða, bláeygða, litla telpu. Allt hafði gengið vel, þó að kraftar hennar væru ekki miklir. En þegar alvar- leg lungnabólga bættist ofan á, var það meira en þessi tiltölulega unga tnóðir gat þolað. Hún komst ekki ^ftur á fætur. Þegar leið að jólum, var það orðið öllum Ijóst, að hún mundi verða að fara frá þeim. Dag nokk- urn segir hún við Helenu, stóru- systur, sem nýlega var orðin 17 ára: „Komdu með Tildu litlu inn og tegðu hana stundarkom ofan á ábreiðuna mína.“ Og er hún liggur þarna og strýk- Ur hendinni um dúnhærða kollinn, segir hún við dóttur sína: ..Nú verður hún þín!“ Á jóladag gekk Eleonora Wrede lr>n til hvíldarinnar miklu. Jóla- Ijósin loguðu í herberginu við hlið- ina, og það logaði á tveim kertum 1 háum stjökum á borðinu í svefn- herberginu. Hún hvarf héðan í hyrrþey. Og Helena gekk hljóðlega um °g slökkti öll ljós á heimilinu. Hún var nú orðin bæði stóra-systir og móðir Matthildar Wrede. Og Tilda htla hefði tæplega getað fengið betri móður en Helenu. OAG NOKKURN í marz árið 1883, er Matthildur var 19 ára, átti að vera mikil hátíð í ráðhús- inu í Vasa. Nokkrir þingmenn voru komnir til bæjarins til þess að líta á nýju járnbrautina. í tilefni af því þurfti að halda hátíð. Og auð- vitað varð landshöfðinginn og dæt- ur hans að taka þátt í henni. En þessi hátíð kom Matthildi Wrede ekki vel, því að í hjarta hennar hafði lengi búið tómleika- tilfinning og óróleiki. Og sam- kvæmislífið og hinar margvíslegu skemmtanir gátu ekki bælt niður þrána og þörfina fyrir æðra og auðugra andlegt líf. Og þetta kvöld, sem hátíðin í ráðhúsinu átti að vera, átti sænsk- enski leikprédikarinn Carl Orest að tala á kristilegri samkomu í menntaskólanum í Vasa. Þangað hafði hún ætlað sér. Og þangað ætlaði hún að fara. Það stoðaði ekkert, þótt faðir hennar maldaði í móinn. Þeim kom þá saman um, að Helena, stóra-systir, færi einnig með henni á samkomuna, en þær urðu þá að lofa því að koma beina leið á hátíðina í ráðhúsinu, eftir að samkomunni í skólahúsinu væri lokið. ÞETTA kvöld talaði Orest út frá Jóh. 3,16: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Hin unga Matthildur Wrede sá fyrir sér heiminn, sem talað var um, heim, sem fádmaði sig áfram í myrkri, og hún fann, að hún til- heyrði heiminum. Hún var f jötruð. Nú vissi hún það og varð gagn- tekin, er hún komst að raun um þetta: Guð elskar heiminn. Kærleikur Guðs og Krists varð henni enn stórkostlegri en nokkru sinni fyrr. Hún fékk margt að hugsa um. Að vera Guðs barn er að lifa í ljósinu. Það er æðsti heið- ur og mesta hrós að kallast Guðs barn. Hún fékk að reyna innri auðmýkingu, en jafnframt mikla gleði. Undarlegt ljós hafði ljómað inn í hjarta hennar. Matthildur var eins og frá sér numin, er hún kom á hátíðina í ráðhúsinu. Það varð brátt hljóð- bært, hvar hún hafði verið, og einn karlmannanna, héraðshöfð- ingi nokkur, sneri sér að henni og spurði háðslega: „Nú, hvað hafði þessi Svíi eigin- lega að segja?“ Hún tók þá að segja frá sam- komunni og því, sem hún hafði heyrt þar og reynt. En hún komst brátt að raun um, að það var eins og þetta fólk væri fyrir utan þann heim, sem hún var komin inn í, og skildi hana ekki. HÚN STENDUR bráðlega á fæt- ur og vill fara heim. Faðir hennar hélt, að hún væri orðin veik, og fór með henni. En er heim kom, bað hún um að fá að vera ein. Það, sem hún hafði heyrt, hafði gefið henni svo margt að hugsa um, að hún varð að fá að vera ein með Guði. Et hún var komin inn í herbergið sitt, fellur hún á kné við rúmið sitt og úthellir hjarta sínu fyrir Drottni. Þetta kvöld vígði hún líf sitt þeim Drottni, sem hafði frelsað sál hennar. Og takmarkið og til- gangurinn með lífinu varð henni algjörlega nýr upp frá þessum degi. Héðan í frá vildi hún lifa Drottni Jesú og hinum líðandi bræðrum hans og systrum hér 1 tímanum. ÞAÐ VAR ekki löngu eftir aft- urhvarf hennar, að dyrnar inn í heim fanganna opnuðust henni. Það bar við stöku sinnum, er eitthvað þurfti að gera við á heimili landshöfðingjans, að hann fékk nokkra fanga úr fangelsinu í Vasa til þess að gera það. Dag nokkurn tók Matthildur eftir því, að læsingin á dyrunum á herbergi hennar var í ólagi. Fað- ir hennar sendi þá til fangelsisins, 17

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.