Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1981, Page 10

Bjarmi - 01.07.1981, Page 10
SPJALLAÐ VIÐ ÞÚRÐ GÍSLASON ÚR VESTMANNAEYJUM Trúin e „Það er stundum sagt við mig, að ég sé oft i kirkju eða á kristi- Iegum samkomum. Því hef ég svarað, að það sé bæði af vana og þörf, að ég fer í Guðs hús. Um Jesúm Krist sjálfan var það sagt, að liann liefði verið vanur að fara í samkunduhúsið á hvíldardögum. Það er því ekki slæm- ur vani. En mér er líka þörf á því að lofa Drottin í húsi hans. Ég þarf að þakka honum fyrir það, sem hann gerði fyrir mig. Leið hans lá frá grasgarðinum til Golgata. Það var inikil þrautaganga. Og á Golgata dó hann. Þar tók hann á sig svnd mína, synd ástvina minna og þjóðar minnar, já, synd alls mannkyns og har upp á krossinn, til þess að þeirra verði ahlrei minnzt framar. En hann reis líka upp frá dauðum á páskum, okkur til lífs. Upprisan er vel staðfest. Hún verður aldrei afsönnuð. Margir sáu hann upp- risinn“. Lofgjörðarorð um Drottin eru Þórði Gíslasyni frá Vestmannaeyj- um töm á tungu, þegar hann minn- ist liðinna daga. Hann mælir ekki fram með sjálfum sér, heldur vill hann vegsama skaparann, sem gef- ur allar góðar gjafir og bjó okkur hjálpræði í syni sínum. Þórður er einn þeirra mörgu, sem fluttust frá Vestmannaeyjum, þegar eldgosið varð þar árið 1973, og settust að í Reykjavík. Þegar fimm ár voru liðin frá gosinu, rit- aði hann grein um atburðina í Bjarma (1,—2. tbl. 1978). Þar benti hann á, hvernig miskunn Guðs kom fram með mörgu móti, er algjör mannbjörg varð hina örlagaríku nótt í Vestmannaeyjum. „Guð gaf okkur hjónunum mikla hugarró þegar Helgafell fór að gjósa. Við gerðum okkur kannski ekki fulla grein fyrir, hvílk alvara var á ferðum. Fyrst og fremst brunnu jarðeldarnir svo langt frá bænum, að í byrjun virtist ekki hætta á, að verulegt tjón yrði á mannvirkjum. Reyndar var gjalli farið að rigna yfir okkur, þegar við fórum, en við bjuggumst við að koma aftur og búa áfram í húsinu okkar kæra. Raunin varð önnur. Hraunið færði austurhluta bæjarins í kaf. Þar áttum við heima. Nú eru lík- lega um fjörutíu metrar ofan á húsið okkar. Ég sneri ekki aftur til Eyja fyrr en árið eftir og þá eingöngu til að sjá vegsummerkin. Þau voru hræðileg. Síðan hef ég skroppið á hverju ári. Og sífellt breytist ásýnd Heimaeyjar til batnaðar“. Föðurmissir Þórður Gíslason er fæddur 20. júní 1898 í Sjávargötu á Eyrar- bakka, „alveg við sjóinn," segir Þórður. „Það kom fyrir heima, að kjallarinn fylltist af sjó, en þar voru jarðarávextirnir geymdir, aðalfæðan okkar ásamt fiskinum. Slík flóð voru kölluð Bakkaflóð og gátu komið fyrir einu sinni til tvisvar á ári. Stundum bar þetta að höndum um nætur eða um há- veturinn, þegar pabbi var á sjón- um og mamma ein heima með okk- ur börnin. Væri jafnframt mikið brim, kastaðist þari og þang upp um all- ar flatir — en líka fiskur, einkum keila og karfi. Stærstu fiskarnir voru hirtir og saltaðir. Fólk þurfti á öllu að halda til að bjarga sér. Ég held, að ég hafi hvergi kynnzt annarri eins fátækt og þarna“. Eyrbekkingar og nágrannar hafa löngum stundað sjóinn, þó að hafnarskilyrði séu erfið á þeim slóðum, og svo var um Gísla Kar- elsson, föður Þórðar. Gísli fórst í miklu sjóslysi, þegar Þórður var níu ára gamalli, 8. april 1908. „Þeir reru reyndar frá Stokks- eyri. í þetta sinn voru þeir að koma með þriðja farminn af fiski sama daginn. Þeir voru komnir upp undir landsteinana. Þá reið ólag á bátinn, og honum hvolfdi. Þeir voru átta í bátnum. Fimm fóru í sjóinn og drukknuðu, en hinir komust á kjöl. Pabbi var einn þeirra, bróðir hans annar, Ingvar Karelsson, hann var skipstjórinn, og loks Brynjólfur frá Bár í Flóa. En línan, sem þeir höfðu verið að fiska með, dróst yfir bræðuma og togaði þá út af bátnum, svo að þeir fórust í brimgarðinum. Fólk horfði á þetta úr landi og gat ekk- ert að gert. Brynjólfur frá Bár var sá eini, sem komst af í þessu slysi. Hann lenti þrisvar í sjávarháska um ævina, en bjargaðist alltaf. Allir aðrir Stokkseyrarbátar fóru frá sundinu þennan dag og lentu í Þorlákshöfn. Mamma var nú orðin ein eftir með sjö barna hóp, það yngsta á fyrsta ári, en það elzta 14 ára“. Heit á fermingardag Áður en þetta varð, hafði Þórði verið komið fyrir hjá vandalaus- um sakir fátæktar foreldranna. Hann lenti hjá Eiriki Eiríkssyni í Stokkseyrarseli og var þar í þrjú til f jögur ár. „Hjá Eiríki lærði ég að signa mig, og ég signi mig enn þann dag í dag, alltaf þegar ég kem út, 10

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.