Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.07.1981, Blaðsíða 5
um í þann mund, er bátnum hvolfdi. Þá þakkaði ég Guði af öllu hjarta fyrir lífgjöfina. Ekki varð mér á nokkum hátt meint af þessu slysi. Þegar við hjónin enduðum þenn- an dag með Guðs orði og bæn, drógum við okkur orð úr manna- kornakassanum, en þau eru í Jes. 43,1-2: „Óttast þú eigi, því að ég frelsa Þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötn- in, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulum þau ekki flæða yfir þig; gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér.“ Ef nokkur maður getur þakkað Guði handleiðslu hans og vemd, þá er það ég. Því að dags daglega lifi ég í náð hans og varðveizlu. En ástæðan fyrir því, að ég segi hér frá þessum atburði, er sú, að fyrir nokkuð mörgum árum var ég uppi í Vatnaskógi snemma vors. Þar voru ekki aðrir en Kristín, ráðskona okkar Skógarmanna, og tveir drengir, er komið höfðu kvöldið áður. Ég vaknaði snemma þennan ruorgun og þurfti fram. Verður ruér þá litið út. Fegurð náttúrunn- ai’ þennan morgun er ekki hægt lýsa með orðum. En þeirri hugsun slær niður í huga minn, að svona hafi Vatnaskógur litið út uiorguninn þegar bátnum hvolfdi, °g mér fannst ég hreinlega lifa þennan atburð á ný. Þetta varð til þess, að ég festi þennan atburð á blað, þó að ég hafi ekki ætlað neinum að heyra hm hann. Þegar maður hefur alizt upp í þeim félagsskap, sem starfað hef- Ur í þessu húsi áratugum saman, °g fengið að taka á móti Drottni sem frelsara sínum og notið þess samfélags, sem K.F.U.M. og K. veitir, en verður svo að vera án samfélagsins af ýmsum ástæðum um svo langan tíma, þá finnur Hiaður, hvers virði samfélagið og Guðs orð er. Enginn skilur betur en sá, er reynir, að það er í sannleika „náð aé eiga Jesúm, einkavin i hverri þraut." Sverrir Axelsson. Höf. er vélstjóri í Rvik. Hann flutti hessa frásögn á AD-fundi í KFUM. st BLESSUÐ BÓK 17m rit Nýja testamcntisins Bréfið til Fílemons Vér minnumst þess, þegar vér lásum Kólossubréfið, að þar nefnir Páll bróðurinn Ónesímus, einn úr hópi Kólossumanna. Páll sendir hann til Kólossu ásamt Týkíkusi, 4, 8—9. Hann lét hann fara með annað bréf, mjög stutt, bréfiö til Ftlemons, en það er raunar með- mælabréf fyrir Ónesímus. Strokuþræll. Hver var Ónesímus? Hann hafði verið þræll í húsi Fílemons, en strauk úr vistinni. Á flóttanum hafði hann hitt Pál, og postulinn leiddi hann til trúar á Jesúm Krist. Hann varð Páli kær. „Barnið mitt, sem ég hefi getið í f jötrum mínum, hann Ónesimus“, 10. En nú lætur Páll hann snúa aft- ur til húsbónda síns, Fílemons, og biður honum griða og að honum verði vel tekið. Þetta meðmælabréf Páls er svo athyglisvert, að gildi þess er engan veginn einskorðað við tilefnið til þess, að það var skrifað. Það sýnir, hversu víðsýnn hann var í sam- bandi við eitt grundvallaratriðið í samfélagi manna á þessum tíma, samneyti þræla og húsbænda. Jafn- framt kennir bréfið oss, hve Páll var gefinn undursamlegur hæfileiki til að umgangast menn bœði af skynsemi og kærleika. Páll fer bónarveg. í upphafi bréfsins fer postulinn viðurkenningarorðum um trú og kærleika Fílemons, 4—6. Því næst snýr hann sér að meginefni bréfs- ins, að biðja Ónesímusi griða. Þar minnir Páll fyrst á aldur sinn og á hlekkina, svo að bón hans verði þeim mun áhrifameiri. Hann lýsir því, hve Ónesímus sé orðinn honum hjartfólginn og hvað hann hafi langað til að hafa hann áfram hjá sér. Samt lætur hann Ónesímus hverfa aftur til Fílemons, til þess að Fílemon geti sýnt postulanum vinsemd, ekki nauðugur, heldur af frjálsum vilja, þ. e. með því að taka vel á móti Ónesímusi, 7—14. Verið geti, að þrællinn hafi orðið viðskila við Fílemon um litla hríð, til þess að hann skyldi fá hann aftur um aldur og ævi sem krist- inn bróður og ekki aðeins sem þræl. Þess vegna biður postulinn hann að taka á móti Ónesímusi eins og væri það hann sjálfur og færa Páli það til skuldar, ef Ónesímus hefur gert á hlut hans eða skuldar hon- um eitthvað. Skuld Fílemons við Pál er að sjálfsögðu ekki minni, enda skuldar hann Páli frelsun sálar sinnar, 15—20. Að endingu lætur postulinn í ljós von um að koma til Kólossu. Hann skilar kveðju frá Epafrasi (Kól. 1,7; 4,12) og öðrum samstarfs- mönnum sínum, 21—25. Bréfið til Fílemons er ritað og sent samtímis bréfunum til Kól- ossumanna og Efesusmanna, lík- lega einhvemtíma á árunum 60— 62. — Lestu nú bréfið til Fílemons tvisvar til þrisvar sinnum í einni lotu. Hugleiddu það og lærðu eitt- hvað af því utan að. TRÚ ÞLJ . . . Þú lifir eins og þú trúir. Þú deyr eins og þú lifir. Þú fer á brott eins og þú deyr. Þú veröur um alla eilífð eins og þú ert við brottför þína. August Hermann Francke. 5

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.