Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1985, Page 8

Bjarmi - 01.05.1985, Page 8
Jay Kesler: \g$. ~ A i ^N# Ujálpl Hvers vegna þurfti Guð að skapa foreldra? etta var dropinn sem fyllti mœlinn. Pú yfirgefur miðdegisverðarborðið í reiði og hleypur upp stigann með skarkala og látum. Þú skellir hurðinni að herberginu þínu svo harkalega að hurðarkarmurinn gefur eftir. Það kom foreldrum þínum í sjálfu sér ekki á óvart að þú skyldir ljúka málinu á þennan hátt. Þetta byrjaði allt með því að þú komst tveim tímum seinna heim úr samkvæminu í gærkveldi en þú áttir. Auk þess varstu á nýja bílnum, en það var ekki þér að kenna að einn vina þinna kastaði upp í honum á leiðinni heim. Enginn getur gert að því þótt honum verði óglatt. Hann hafði ekki drukkið, a.m.k. ekki mikið. Hvernig svo sem þetta var, þá urðu úr þessu enn einar fjölskyldudeilur. Hvers vegna þurfti Guð að skapa for- eldra? Ef til vill heldurðu að fjölskyldudeilur hafi verið fundnar upp á tuttugustu öldinni. Það er ekki rétt. Það hljóta að hafa verið vandamál í samskiptum for- eldra og barna þegar í frumkristni, annars hefði Páll postuli ekki þurft að ræða um grundvallarreglur fjölskyldu- lífsins í 6. kafla Efesusbréfsins. Og þegar Jesús sagði dæmisöguna um týnda soninn hafa það án efa verið fleiri en einn eða tveir sem gátu lifað sig inn í frásögnina. Það virðist vera hluti af lífinu að upp komi vandamál í heimilislífinu og það er alls ekki víst að sökin sé bara hjá öðrum aðilanum. Er ólundin rokin úr þér? Ertu tilbúinn að hevra örlítið um hvaða áklögur menn koma helst með þegar þeir tala um foreldra sína? Ef svo er þá skulum við líta nánar á málið. Foreldrar mínir eru sífellt að nöldra I mér Ég hef komist að raun um að mikið af nöldrinu stafar af því að foreldrana vantar upplýsingar. Foreldrar vilja gjarnan vita eitthvað um hvað börnin þeirra aðhafast, en börnin eru ekki mjög skrafhreyfin um það. Hvað geta foreldrar þá gert annað en að suða svolítið? Ef til vill tala þeir mikið um vini þína vegna þess að þeir vita ekki hvers konar fólk þeir eru. Og ef það er svo að hún Súsanna, sem mamma þín vill að þú sért með, er ekki eins og hún ætti að vera þá ættirðu að segja mömmu þinni frá því. Þú getur komist hjá mörgum vanda- málum með því að leiða hugann að því hvað það er sem foreldrum þínum er mikils virði. Hvað er það sem pirrar pabba þinn? Ef til vill það að þú smjattar þegar þú borðar. Ef til vill að þú stillir hljómflutningstækin of hátt þegar þú spilar rokktónlist og hann er að reyna að hvíla sig. Er nokkurt vit í að halda því þá áfram? Þar sem þú veist að hann verður pirraður þegar þú svarar ekki spurningum hans, hvers vegna svarar þú þá ekki þegar þú ert spurður eða á þig yrt? Sjálfstæði mitt Önnur ástæða þess að foreldrar þínir pirra þig er að þeir átta sig ekki til fulls á því að þú ert að byrja að losa þig úr tengslum við fjölskylduna og verða sjálfstæður einstaklingur. Það getur verið að foreldrar þínir átti sig ekki á því að þér er farið að leiðast að vera sífellt kallaður „sonur Siggu og Jóns“ eða kölluð „dóttir hans Gulla“. Þau halda að þér líki það ekki vegna þess að þér líki ekki við þau — en þau skilja ekki að þú ert að reyna að öðlast eigið sjálfstæði. Þegar þú vilt vera einn eða ein halda þau e.t.v. að það sé vegna þess að þú hafir fengið nóg af þeim. Þegar þú vilt ekki fara þangað sem allir aðrir í fjölskyldunni ætla að fara halda þau að þú sért að hafna þeim. Þegar þú vilt flytja að heiman og finna þér eigin íbúð halda þau að það sé vegna þess að þú þolir ekki lengur að búa með þeim. Það veldur sárindum. Þess vegna eru þau sífellt að gera eitthvað sem fer í taugarn- ar á þér. Taktu þér tíma til að segja 8

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.