Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1996, Side 9

Bjarmi - 01.05.1996, Side 9
BROTIÐ TIL MERGJAR og vegsama hann en skipti á vegsemd hins ódauðlega Guðs og dauðlegum guðamyndum (v. 19-23). Þessi and- legu skipti voru slæm og leiddu til siðferðilegrar skekkju. Páll tínir til margt í því sambandi og þar á meðal er að „bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur...“ í þessu samhengi verður að skoða orðanotkun Páls er hann talar um óeðlileg og eðlileg mök. Páll er ekki með þessum orðum að vísa til einstaklinganna eins og þeir eru (gagnkynhneigðir/samkynhneigðir), heldur talar hann um karl og konu eins og þau voru sköpuð af Guði. Þar af leiðandi hlýtur „óeðlilegt" að merkja það sem er óeðlilegt fyrir manninn samkvæmt sköpunarvilja Guðs. Útskýring Páls gerir öllum ljóst að hið eðlilega er samlíf gagnkyn- hneigðra. Þegar vandinn er skoðaður í ljósi sköpunarinnar eru öll sambönd samkynhneigðra á sviði kynlífsins óeðli- leg mök. Mörgum þykir mök einstaklinga af sama kyni vera eðlileg. Hins vegar breytir sú tilfinning ekki því að Biblían setur kynlíf samkynhneigðra á sama bekk og skurðgoða- dýrkun sem er alvarlegasta brotið að hennar mati. Aðrir textar Páls sem fjalla um sama efni eru athyglis- verðir. í 1. Tímóteusarbréfi, 1. kafla, v. 8-10, byggir Páll framsetningu sína á boðorðunum tíu. Ekki er vitnað í þau orðrétt en röðin í framsetningu hans vísar til þeirra. Frillulífsmenn og mannhórar eru þeir sem stunda kynlífið utan hjónabands, gagnkynhneigðir jafnt og samkyn- hneigðir. Upptalning með svo sterkri vísun í boðorðin er athyglisverð. Hegðun samkynhneiðra er sett á sama bekk og hórdómur gagnkynhneigðra. Boðorðin eru kall Guðs til karla og kvenna að lifa því lífi sem skaparinn hafði í huga fyrir sköpun sína. Þar er ekki rými fyrir kynlíf samkynhneigðra og þetta samhengi í guðfræði Páls er óháð tíma og stað og kynhneigð sérhvers einstaklings. Þannig myndar umfjöllun Nýja testamentisins eina heild þar sem skýrt kemur fram að í áætlun Guðs frá sköpun heims til komu ríkis hans er ekki rými fyrir kynlíf samkynhneigðra - sama hversu vel það er meint og einlægnin mikil. Biblían, kynlíf og kærleikur En hvað þá um kærleikann? Sú spurning er eðlileg og mikilvæg. Kærleikurinn má ekki týnast. Kristin kirkja er kölluð til að ástunda sannleikann í kærleika (Ef. 4:15) - það tvennt þarf að fara saman. Jesús talaði um að kærleikurinn væri æðstur alls. Páll gerir slíkt hið sama. Sagt er að Guð spyrji ekki hvort um brot sé að ræða á boðorði Guðs heldur hvort það sem gert er sé gert í kærleika. Getur ekki samlíf samkynhneigðra verið ábyrgðarfullt og kærleiksríkt? Réttilega hefur verið bent á að ýmis sambönd samkynhneigðra séu kærleiks- fyllri en sum hjónabönd gagnkynhneigðra. Margir samkyn- hneigðir þrá öruggt, náið og kærleiksríkt samband. Ýmsir guðfræðingar telja því að kærleikurinn eigi að ráða ferðinni og sömu reglur eigi að gilda um kynlif samkynhneigðra og gagnkynhneigðra sem síðan leiðir til sömu opinberu rétt- inda og skyldna. Siðfræði staðar og stundar Ákvörðun kristins manns í siðferðismálum verður alltaf að hafa kærleikann að leiðarljósi. fnnan guðfræðinnar hefur gætt stefnu í siðfræði sem á íslensku hefur stundum verið kölluð siðfræði staðar og stundar, situation ethics. Hún gerir ráð fyrir að taka verði mið af aðstæðum hverju sinni og þar verði kærleikurinn að ráða ferðinni. Veikleiki stefn- unnar er að hver og einn verður að gera upp við sig í hveiju Ej svo vcm yrðí að hafna ölíu kynlífi sem ekkíjdi i sérmöguldka til getnahr. Kristið jólk verhr að skoða ítug sinn betur og kanna í hvaða heildarsamhengi Biblian setur iiynlijið. kærleikurinn sé fólginn og þar erum við öll menguð af synd og eiginhagsmunum. Jesús hélt því aldrei fram að kærleikurinn réttlætti allt. Jesús fordæmdi hórdóm gagnkyn- hneigðra og einskorðaði það ekki við hórdóm þar sem slæmar hugsanir lágu að baki. Þegar Jesús talaði um æðsta boðorðið (Elska skaltu Drottin Guð þinn... og náunga þinn...) setti hann það sem yfirskrift yfir lögmálið og þá hugsun sem þar liggur að baki. Við erum kölluð til að elska náungann en fyrst að elska Guð og gera okkur grein fyrir því í hverju það felst. Kærleikur Guðs er m.a. opinbe- raður i boðorðunum. Umburðarleysi? Guðfræðingar sem vilja taka Biblíuna alvarlega eru ásakaðir um umburðarleysi, fordóma og jafnvel ofsóknir. Sumir talsmenn samkynhneigðra vilja helst ekki leyfa öðrum að vera sér ósammála. Borið hefur á að talað sé í niðrandi tón til þeirra sem eru ósammála og jafnvel reynt er að líkja skoðunum þeirra við kynþáttafordóma eða jafn- vel ofsóknir á tímum nasista.14 Krafan um umburðarlyndi verður þá aðeins í eina átt og skilningurinn sömuleiðis. Erfitt er að stunda málefnalegar viðræður á slíkum for- sendum. Þeir sem telja sig sýna Biblíunni trúnað eiga einnig kröfu á umburðarlyndi. Q

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.