Bjarmi - 01.05.1996, Qupperneq 13
löggjafarvaldinu og gæti kannski byggt allt sitt skipulag
upp á mun straumlínulagaðri hátt en nú er. Þetta frelsi
yrði til þess að hún þyrfti ekki að vinna pólitísk öfl til
fylgis við stefnu sína.“ Prófessorinn sér annan kost fylgja
aðskilnaði. „Frelsi kirkjunnar gæti kallað hana til ábyrgðar
og það gæti leitt til þess að auðveldara væri fyrir hana að
kalla eftir virkri þátttöku þess fólks sem vill tilheyra kirk-
junni, þ.e.a.s. aðskilnaðurinn myndi virka að einhverju
leyti hvetjandi.“
Ragnar Fjalar telur það einnig möguleika að við aðskiln-
að yrði kirkjan öflugri. Hann tekur dæmi frá Bandaríkjun-
um, „þar eru engir ríkisstyrkir til trúfélaga og þar getur
kirkjan verið mjög sterk, jafnvel hvergi sterkari. En þar
eru líka stórir hópar sem kynnast kirkjunni hreinlega ekki
neitt og vita ekkert um kristna trú. Þar að auki er þar
sægur annarra trúarbragða.11
Til allrar hamingju hafa ráðamenn þjóðarinnar verið
kirkjunni velviljaðir í áranna rás. Sr. Jakob er þó ekki
sáttur við að hafa kirkjuna undir stjórnvöldum. í greininni
frá 1986 segir hann: „Þvi er augljóst að ef kirkjan vill vera
trú þeim boðskap sem henni er á hendur falinn, þá hlýtur
hún æ ofan i æ að þurfa að taka til máls og jafnvel gagn-
rýna stjórnvaldsákvarðanir. Það er ekki þægilegt í þeirri
aðstöðu, þegar það eru stjórnvöldin sem skammta henni
daglegt brauð úr lófa sínum.1' Jakob spyr hvað gerist ef
hópur með afstöðu sem er andstæð þeirri evangelísku
lúthersku komist lil valda í þjóðfélaginu.
Séra Ragnar Fjalar segist ekki hafa haft miklar áhyggjur
af þessu, en bætir við: „Maður gæti ímyndað sér að ráð-
herrar væru ekki kristinnar trúar og það væri mjög óheppi-
legt í þjóðkirkjufyrirkomulaginu. Reyndar væri betra að
kirkjan hefði ákveðið frjálsræði þannig að hún væri ekki
bundin ákveðnu ráðuneyti eins og nú er.“
Hafliði tekur svo djúpt í árinni að segja að samband
kirkjunnar við ríkið sé hennar mesti Akkílesarhæll, hún sé
allt of háð ákvörðunum ríkisvaldsins.
Dómkirkjupresturinn telur kirkjuna vera undir allt of
miklum verndarvæng. „Ég sé hana fyrir mér sem ómynd-
aðan ungling, hún ber ekki fulla ábyrgð á sjálfri sér. Hún
hefur getað leyft sér að heimta og krefjast og hleypur svo
til ríkisins þegar eitthvað bjátar á.“ Við aðskilnað situr
kirkjan uppi með það að bera fulla ábyrgð á sjálfri sér og
þá er annað hvort að synda eða sökkva. Jakob fullyrðir að
þá muni kirkjan synda.
Þegar og ef aðskilnaður ríkis og kirkju verður má ljóst
vera að þá hættir ríkið að greiða laun prestanna, eða hvað?
Hjalti telur svo ekki vera. „Ég held að ríkið muni halda
áfram til einhvers tíma að standa straum afprestslaun-
unum í einhverri mynd eftir aðskilnað. Það er alveg ljóst
að eitthvað verður að koma í stað kirkjueignanna sem
rikið yfirtók á sínum tíma. Til dæmis hafa komið fram
hugmyndir um að ríkið endurgreiddi kirkjunni andvirði
eignanna á þrem árum. Þá
yrði myndaður höfuðstóll
til að standa straum af laun-
um prestanna að einhverju
leyti."
Hafliði Kristinsson telur
þær sögulegu forsendur
sem talað er um þegar
minnst er á endurgreiðslu
vegna eigna ekki standast
endalaust. „Sérstaklega í
ljósi þess að ef við förum
lengra aftur þá var hér
önnur kirkja löngu á und-
an þeirri sem nú er.“
Sr. Ragnar telur að launa-
greiðslurnar muni lenda á
söfnuðunum og þá muni
það fyrst og fremst koma
niður á dreifbýlinu, litlir
söfnuðir geti ekki greitt
presti laun. Þá stöndum
við frammi fyrir fækkun
presta á landsbyggðinni og
fjölgun í þéttbýli. Séra
Ragnar segir að „þeim
mætti kannski eitthvað
fjölga í Reykjavík en ég
veit ekki hvað söfnuðirnir
gætu staðið undir mikilli
fjölgun presta." Hann nefn-
ir Skagafjörð sem dæmi.
uu
BRENNIDEPLI
vmm
Sr. Jakob Á. Hjálmarsson:
„Ég sé hana fyrir mér sem
ómyndaðan ungling, hún ber
ekki fulla ábyrgð á sjálfri sér.
Hún hefur getað leyft sér
að heimta og krefjast og
hleypur svo til ríkisins þegar
eitthvað bjátar á."
„Þar voru einu sinni átta
prestar, eru sex núna og yrðu kannski tveir. Sveitin myndi
missa mikla kjölfestu við þessa prestafækkun."
Séra Jakob tekur líka Skagafjörð sem dæmi. „í mörgum
kirkjum er ekki messað nema einu sinni til tvisvar á ári.
Ég hef engar áhyggjur að aðskilnaðurinn hafi slæm áhrif á
litlu söfnuðina úti á landi. Ég hef engar áhyggjur þó að
prestum í Skagafirði fækkaði um helming. Þeir hefðu þá
bara meira að gera og öðluðust meiri fyllingu í störfum
sínum. Ég vil færa prestsembætti frá landsbyggðinni til
borgarinnar, það er nauðsynlegt. Svo þarf líka að sameina
sóknir eins og verið er að sameina sveitafélögin."
Hjalti Hugason segist ótlast að fyrr eða síðar muni kirkj-
an standa frammi fyrir því að til þess að hafa rekstrarfé
verði hún að halda fólki innan sinna vébanda. „Ég spyr:
Hvenær og að hve miklu leyti taka markaðsöfl að setja
áhrif sin á kirkjustarf í mun ríkari mæli en nú er? Verður
þetta kannski þannig í framtíðinni að til að halda safnaðar-
búurn innan vébanda sinna þurfi kirkjan í vaxandi mæli
að stjórnast af vilja almennings t.d. varðandi áherslur í
13