Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.05.1996, Page 24

Bjarmi - 01.05.1996, Page 24
INNLIT „Böm eru skemmtileg ogsönna -segja húsvarðahjónin í aðalstöðvum KFUM og K við Holtaveg Hlýlegt - tónlist - Afríka, orð er koma í hugann þegar ég geng inn til Hennings Emils Magnússonar og Bylgju Dísar Gunnarsdóttur. Það var eftir sólríkan dag að ég heimsótti þau á heimili þeirra í KFUM og KFUK húsinu við Holtaveg. Henning starfar þar sem húsvörður auk þess að vera í hlutastarfi sem æskulýðsfulltúi KFUM og KFUK. Bylgja Dís hefur stundað nám við Fósturskólann og Söngskólann í Reykjavík. Reyndar gerði hún hlé á fóstru- náminu frá áramótum til að geta lagt sig alla fram í söngnáminu. Þau ólust bæði upp í Keflavík og þar urðu fyrstu kynni þeirra af kristilegu starfi. Bylgja Dfs fór í sunnudagsskóla og var í yngri deild KFUK. Hún hélt sfðan áfram í KFUK þar sem hún starfar enn 1 dag sem leiðtogi. Henning kynntist lftið KFUM sem strákur, fór reyndar á einn fund en segir það framtaksleysi sem hafi komið í veg fyrir frekari þátttöku. Stuttu eftir fermingu kynnist hann aftur á móti unglingastarfi KFUM og KFUK. Síðan þá hefur hann tekið þátt í kristilegu starfi. Bylgja Dís fór á yngri árum f sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð, en Henning eyddi þeim sumrum flestum á Siglufirði. Hvaða áhrif hafði sunnudagsskólinn í kirkjunni og fundirnir í KFUM og KFUK? Bylgja Dís: „Ég átti alltaf mína barnatrú sem óx með mér. Þegar ég fermdist var ég byrjuð í unglingadeild KFUM og KFUK. Það hafði mikil áhrif á mig og ég vissi að þegar ég sagði já á fermingardaginn minn þá meinti ég það.“ Henning: „Ég kom á fundi, þar varð ég fyrir áhrifum og fór að tala við Guð þegar ég var úti að ganga. Þar gat ég verið hreinskilinn við Guð. Ég hef þó alltaf verið að koma aftur og aftur því við þurfum að taka við fyrirgefn- ingu Guðs daglega." Bæði hjónin taka virkan þátt í kristilegu starfi í dag. Þau eru með sunnudagsskólann í Laugameskirkju. Bylgja Dís er leiðtogi í KFUK-deildum í Keflavík og Hafnarfirði. Henning er leiðtogi í deildum KFUM í Keflavík og Reykjavík auk þess sem hann hefur verð í Ten Sing ungl- ingastarfi á Holtavegi. Mér var því efst í huga hvernig þetta gengi upp að vera í fullu námi/starfi og taka jafn- framt þátt í svo miklu starfi með börnum og unglingum. Bylgja Dís: „Að vera í barnastarfi hefur gefið trúarlífi mínu líf. Börnin kenna mér svo margt. Ég hef fengið mik- ið til baka og lært að njóta þess að vera með börnunum.“ Henning tekur undir þetta og segir að starfið í yngri deild KFUM við Holtaveg hafi gefið sér mjög mikið, strákarnir sem mæta séu frábærir og sannir. „Þetta gengur upp með því að njóta þess sem maður er að gera og kunna að meta það sem maður fær til baka frá bömunum.“ Þið hafið einnig starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK. Bylgja Dís. „Ég hef starfað í Kaldárseli í sjö sumur. Byrjaði sem aðstoðarstúlka í eldhúsi. í sumar verð ég svo forstöðukona i stúlknafiokkunum.“ Henning: „Ég hef starfað í Vatnaskógi síðastliðin sex sumur en verð nú í sumar í Kaldárseli í strákaflokkunum.“ Það fólk sem tekur þátt í kristilegu starfi þarf sjálft að fá uppörvun og andlega næringu til að geta haldið áfram og notið þess. Bylgja Dís segir það að taka þátt í kristilegu starfi uppfylla þörfina fyrir að boða orð Guðs. „Við lesum og biðjum saman daglega. Auk þess sækjum við fundi hjá Kristilegu stúdentafélagi (KSF). Það hefur gefið okkur mikið. Við erum einnig í Biblíuleshóp og sækjum sam- komur þegar tækifæri gefst.“ Er þá einhver tími fyrir áhugamál ? Henning : „Ég hef mjög gaman af að lesa. Ég reyni að taka fyrir höfund eða efni sem ég einbeiti mér að í ein- hvern tíma. í dag er ég að lesa bók eftir þýska guðfræð- inginn Dietrich Bonhoeffer. Það sem hann hefur skrifað hefur haft mikil áhrif á mig að undanförnu. Auk þess hef ég gaman að hlusta á tónlist eftir Stravinski, Satie, Vivaldi og Hándel." Bylgja bætir við að hann hafi líka gaman af fótbolta og safni frímerkjum. 24

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.