Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 3

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 3
Nýbúar Undanfarið hafa málefni nýbúa eða aðfluttra útlendinga hér á landi verið í fréttum og til umræðu bæði vegna komu flóttafólks hingað frá fyrrum Júgóslavíu og ýmissa atvika sem átt hafa sér stað. Umræðurnar hafa snúist bæði um jákvæð og neikvæð atriði. Eitt af því sem rætt hefur verið um er hvort kynþáttafordómar ríki hér á landi. Um það skal ekkert staðhæft hér en óneitanlega læðist að sá grunur að stutt kunni að vera í fordómana. Það er umhugsunar- efni fyrir þjóð sem hefur viljað leggja kristin gildi til grundvallar menningu og siðferði því eitt af því sem trúin á Guð felur í sér er að allir menn séu skapaðir jafnir, allir séu skapaðir af Guði i hans mynd. Hún felur einnig í sér að Jesús Kristur gaf líf sitt fyrir alla menn. Við höfum því ekkert leyfi til að gera greinarmun á fólki vegna uppruna þess, litarháttar eða annars sem við setjum gjarnan mælikvarða okkar á. í þessu sambandi hlýtur sú spurning að vakna hvort og hvernig kirkjan er í stakk búin til að taka á móti nýjum þegnum landsins og hvernig nýbúar eða fólk af erlendu bergi brotið finnur sig heima í lífi og starfi kristinna safnaða og félaga. Það er augljóst að ekki er hægt að láta eins og þetta fólk sé ekki til. Það tilheyrir samfélagi okkar og á að eiga greiða leið inn kristilegt safnaðar- og félagsstarf. Fagnaðarerindið er ætlað öllum og kirkjan, kristnir söfnuðir og félög þurfa að haga starfi sínu í samræmi við það og leita leiða til að ná til sem flestra. Mýstík Mýstík er hugtak sem hefur e.t.v. óræða merkingu í huga margra. Ýmsir tengja það fyrst og1 fremst við guðspeki og austræn trúarbrögð. Aðrir sjá fyrir sér dulúð og launhelgar. Sú spurning vaknar hvort til sé kristin mýstík og hvað greini hana frá annarri mýstík. Það leiðir líka hugann að því að ekki er öll mýstík eins. Á tímum trúarbragðablöndu og margvíslegra trúarlegra strauma í samfélaginu er mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Trúarbrögð eiga margt sameiginlegt hvað varðar ytra form og atferli við bæn, íhugun og tilbeiðslu. En þegar kemur að inntakinu skilja leiðir. Kjarni kristinnar trúar er Jesús Kristur og hjálpræðisverk hans mönnum til handa. Kristin mýstik hlýtur að snúast um að sá kjarni sé lifandi veruleiki i lífi þess sem trúir og gagntaki hann æ meir. Staldrað I við 1r'k'w(K 13íarmi I Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skóiahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavik, sími 588 8899, bréfsimi 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,- Umbrot: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Kristján E. Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Nýbúar / mýstik......................... 3 / brermidepli: Kirkjan verður að þjóna öllum Viðtal við sr. Toshiki Toma.............. 5 Gunnar Þór Pétursson: Gesturvarég, og þér hýstuð mig - ekki........................ 9 Dr. Sigurbjörn Einarsson: Kristni og mýstík.......................10 Kristniboð: Eldsálin Shamebó........................14 Guðmundur Karl Brynjarsson: Hver er... séra Moon?....................16 Jón Ármann Gíslason: „Embodiment"............................18 Bókaskápurinn: Útbrennd vegna Guðs....................19 Kristindómurog listir..................20 Katrín Þ. Guðlaugsdóttir: Blessun Guðs...........................22 Innlit: Athyglisvert kirkjustarf í Vestmannaeyjum.......................24 Viðtal: Æskulýðsfulltrúi í Landakirkju.........26 Um víða veröld.........................28 Helgi Gíslason: Gildi kristilegs barna- og unglingastarfs.. 30

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.