Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 9

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 9
Gunnar Þór Pétursson I BRENNIDEPLI Gasíuv vav fflUi, IlýS'LUí 'kkíí / Isíðasta tölublaði Bjarma birtist lítil frétt sem glöggir lesendur Bjarma hafa tekið eftir. Þar kom fram að á undanförum árum hafi margir Tamilar, sem komið hafa til Sviss sem flóttamenn frá Sri Lanka vegna borgara- styrjaldar þar, snúið sér frá hindúasið og tekið kristna trú. Frá því 1983 hafa verið stofnaðir 20 söfnuðir með yfir 540 meðlimum. Starfið hófst með því að indverskur predikari og kristnir menn í Sviss hófu að aðstoða flóttamennina og sýna þeim umhyggju. Tamílamir eru nú sjálfir farnir að starfa meðal landa sinna og boða þeim trú. Þetta er eftirtektarvert afsprengi aðstoðar og umhyggju. Á íslandi í dag búa tæplega 270 þúsund manns. Þar af eru erlendir ríkisborgarar tæplega 5000. Þar á meðal er ekki sá fjöldi fólks af erlendum uppruna sem nú eru íslenskir ríkisborgarar. Flestir gera sér ljóst að þjóðfélag okkar er ekki lengur eins einangrað og menningarlega einlitt og áður. Hér hefur fólk sest að sem kemur úr ólíku menningar- og trúarumhverfi. Er íslenska þjóðin tilbúin til þess að meta þetta fólk að verðleikum? Er rúm fyrir þá ólíku strauma sem það flytur með sér? Margir hafa eflaust velt þessum spurningum fyrir sér og þeir sem ekki hafa gert það ættu að finna sér tóm til þess. Útlendingar munu halda áfram að flytjast til íslands og setjast hér að. Hvers á þetta fólk að vænta frá þjóðkirkju okkar og þeim ríflega 90% þjóðarinnar sem hana skipa? Kristinn einstaklingur hlýtur að hugleiða hvað Biblían segir um þetta tiltekna málefni. Biblian talar oft um útlendinga. Það að vera útlendingur var t.a.m. ísrealsmönnum vel kunnugt. í Gamla testa- mentinu (3. Mósebók 19. kafla, versi 33-34) stendur: „Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð. Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.“ í Nýja testamentinu er oft minnst á útlendinga. Eftir- tektarvert er það hlutverk sem Jesús veitti þeim í dæmi- sögum sínum, sbr. söguna um miskunn- sama Samverjann. Áminning Jesú skildist öllum sem á hlýddu. Athyglisvert er líka að lesa um í Nýja testamentinu hvað margir urðu til þess að taka kristna trú er þeir voru fjarri heimahögum, sbr. t.d. söguna um Sál er hélt til Damaskus og gerðist síðar krafmikill postuli (Páll) (sjá 9. kafla Postulasögunnar). Það starf sem sr. Toshiki Toma (sjá viðtal hér að framan) hefur unnið sl. 2 ár hlýtur að teljast mjög brýnt. Kirkja sem vill láta taka sig alvarlega getur ekki setið aðgerðar- laus þegar að því kemur að sinna útlendu fólki i landinu. Þessir einstaklingar verða að fá að vita hvers þeir mega vænta af þjóð- kirkjunni og hvort þeir séu yfirhöfuð vel- komnir í hana. Hlutverk hins kristna einstaklings er að sýna náung- anum kærleika. Jesús lagði áherslu á að það sem við gerð- um hinum minnsta bróður gerðum við Jesú sjálfum, sbr. orð Jesú í fyrirsögninni hér að ofan (fengin úr Matteusar- guðspjalli 25. kafla). Allir menn eru skapaðir í Guðs mynd, eins einkennilega og það kann nú að hljóma. Hvergi er minnst á að t.d. Evrópubúar séu sérútgáfa sköpuð i annarri mynd. Margir ólíkir litir hljóta að eiga rúm í mósaikmynd kristinnar kirkju. Spurningin sem hljómar er: Hverjum reynist þú náungi? Gunnar Þór Pétursson stundar nám í lögfræði viö Háskóla íslands. 9

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.