Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 13

Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 13
BROTIÐ TIL MERGJAR bænabækur og hugvekjur frá þeim tíma, en aldrei í kirkju- sögunni hefur annað eins verið framleitt af slíku efni. Auðvitað var það misgott. En allt borið uppi af máttugri undiröldu þeirrar þrár, þarfar og viðleitni að lifa sem nánast samfélag við Guð í Kristi. Passíusálmar Hallgríms eru einn dýrasti ávöxtur þessa tímabils. Og þeir eru fyrsta flokks leiðarvisir um kristna íhugun og innsjá og frábært dæmi um þá íhugunaraðferð, sem kristnir menn hafa stundað mest og þaulræktað og er fólgin í því að lifa sig inn í atburði hinnar helgu sögu, setja sér Jesú fyrir sjónir, verða samtíða honum, finna sjálfan sig, hinn dæmda syndara, í augum og hjarta hans, sýknaðan, hólpinn, sakir þess að Jesús tekur stöðu hans. Og íhugunin miðar að því að lifa innri einingu við frelsarann, skynja raunir og þrautir lífsins sem samfylgd með Kristi á krossferli hans, að líða með honum og verða vegsamlegur með honum (Róm. 8,17) - „fögnuður er að hugsa um það“. Heittrúarstefnan, sem síðar kom, lagði enn ríkari áherslu á einbeitta innsjá og sótti mikið til guðræknísrita frá miðöldum, sem leiðbeina um hljóðan viðbúnað hinnar innri bænar, sem er skilyrði þess, að hugurinn vakni til Guðs og haldist vakandi fyrir honum. Hinar áhrifamiklu vakningahreyfingar síðustu aldar eiga rætur að rekja til þeirrar stefnu. 5. Biblían er máttugasta vitni veraldar um trúarreynslu. Og um þá trú, sem stenst þó að öll reynsla mótmæli. „Ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína og leiðir mig eftir ályktun þinni. Pótt hold mitt og hjarta tærist er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð“ (Sálm. 73). Þarna talar maður, sem hefur þreifað á því, að allt brást. En undrið gerist: Guð er sannur, trúr, bjarg hjartans, misk- unn hans varir, þótt ytri atvik og innri reynsla andmæli. Þetta er meginmál i vitnisburði Biblíunnar. Það blasir skýrast við í mynd og orðum hans, sem hrópaði á krossi: Guð minn, Guð minn, hvi hefur þú yfirgefið mig! Þessi orð eru ekki aðeins tilvitnun í Biblíuna (Sálm. 22). Þau veita innsýn inn i djúp þeirrar guðsvitundar, sem -ber Bibliuna uppi: Guð minn, þó að hann hverfi og allt bresti. Þegar myrkrið hylur hann, þegar ljósið í kringum mann og ljósið hið innra verður nótt (Sálm. 139), þá hefur hann „yfirgefið“ til þess að vinna í leyndum máttarverk endur- l'ausnar sinnar og upprisu. Þetta er mikla leyndarmálið í þeirri trú, sem byggist á Biblíu hins niðurlægða, kross- festa, upprisna Guðs sonar. Það skaltu muna, þegar þér finnst allar innri lindir þorna. Slíkt máttu allir helgir guðs- menn reyna. Guð er meiri en hjarta vort (1. Jóh. 3,20). Hann auðgar hjartað leynt og ljóst, kennir visku í fylgsn- um þess (Sálm. 51,8), gefur því óumræðilegar unaðs- stundir, ef maður er honum trúr og rækir samfélagið við hann. En trú kristins manns byggist ekki á neinum upp- lifunum, engum hughrifum, engri innri reynslu. Hræring- ar hugans eru hvikular eins og öldur á sjó. En Guðs styrki grundvöllur stendur, það orð, sem birtir huga hans, þau sakramenti, sem túlka það orð með áþreifanlegum hætti, sú kirkja, sem boðar og ber þvi vitni, sem hann hefur gjört til þess að ég glatist ekki, heldur hafi eilift líf. Lúther minnti sífellt á, að hin ytri hjálpræðismeðul, Guðs orð og sakramenti og bænarsamfélag kirkjunnar, eru ómissandi andlegar lifsnauðsynjar. Þvi þar er ég minntur á þann hlut- læga veruleik utan sjálfs mín, sem bregst mér ekki, hvað sem mér finnst. Enginn verður sáluhólpinn út á merkilega tilburði í sálinni, heldur sakir þess sem Guð hefur gert, og með þvi að taka það gilt, taka það til sín, trúa honum til þess, að hann meini það, sem hann segir í orði sínu, og tileinka sér það. Þetta skilst að sama skapi betur sem trúin nær dýpri tökum samfara þeirri innsjá, sem þroskast við einbeitt bænarlíf og helgunarviðleitni. Kristin innsjá fylgir bendingu postulans: Að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar (sjá Ef. 3,14-20), og En trú kristíns manns byggist áki d neinum upplifunum, mgum hughrifum, engri innri reynslu. Hrceringar hugans eru hvikular eins og öldur ú sjó. hún ástundar að gera þetta að meðvituðum, innri veruleik. Það getur ekki gerst nema með guðrækni, trúfastri trúar- iðkun, íhugun fyrir augliti Drottins með orð hans í huga, og bæn, sem fyrst og fremst er fólgin í þvi að leyfa honum að opna hinn hulda mann hjartans og vekja til vitundar um návist sina. Og síðan á hin hljóða, innri bæn að vaka dýpst í sál, í dulvitund, og verða, bæði meðvitað og ómeðvitað, i allri önn, ama, áhyggju, freistni, gleði og yndi daglegs lífs, „sá andans andardráttur", sem er „óslítandi þáttur“ (Sálmabók nr. 338 ) milli hjartans og Guðs. Þessu fylgir helgun hugarfarsins, ef rétt er stefnt, ef heilagur andi fær að vinna sitt verk í anda manns. Án helgunar fær enginn Drottin litið (Hebr. 12,14). Páll, sem lifði stór- kostlegri undur hið innra en flestir (2. Kor. 12), segir, að í Kristi gildi sú trú ein, sem er virkur kærleikur (Gal. 5,6).

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.