Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 14
KRISTNIBOÐ
Þegar andatréð brotnaði
í brekkunum fyrir neðan kristniboðsstöðina Gídole í
Suður-Eþíópíu var til skamms tíma gildvaxið tré, likt og
snúið saman úr mörgum mjóum trjástofnum. Á fyrstu
árum kristniboðsstarfs í Gidole kom prédikari þangað til
að flytja fjallafólkinu boðskapinn um Jesú Krist.
Ekki voru allir reiðubúnir að snúa baki við trúar-
brögðum forfeðranna og má ætla að tilbeiðslan á andanum,
sem átti sér bústað i trénu, hafi ráðið miklu þar um. En svo
gerðist það eitt sinn að tréð mikla brotnaði. Við það brast
líka andstaða fólksins og margir veittu Jesú Kristi viðtöku.
Prédikari þessi hét Shamebó Adane — og var reyndar
bróðir Asfás þess sem kom til íslands fyrir mörgum árum
og heimsótti islenska kristniboðsvini, fyrstur kristinna
Eþíópíumanna.
Jóhannes Ólafsson læknir starfaði um skeið i Gídole
auk annarra íslendinga. Hann segir hér frá þessum sér-
stæða prédikara sem markaði þáttaskil í lífi margra á
starfssvæðinu kringum Gídole.
„Þarna eru verkefnin þín!"
Shamebó komst til lifandi trúar á unglingsárum í Kambata-
héraði, heimalandi sínu. Pað var á stríðsárunum þegar
ítalir réðu yfir Eþíópíu. Fagnaðarerindið hafði borist til
Kambata á árunum fyrir stríðið með kristniboðum sam-
takanna SIM. Síðan varð vakning í Kambata meðan stríðið
stóð yfir en þá höfðu kristniboðamir verið reknir á flótta.
Kirkjan lifði þróttmiklu lífi.
Frá þessari ungu, lifandi kirkju fóru nokkrir ungir
menn til nálægra þjóðflokka og vitnuðu um mátt Drottins
Jesú Krists yfir illum öndum og um frelsi og eilift líf fyrir
trúna á Jesú Krist. Shamebó var í þessum hópi og fór
suður á bóginn til Sídamóhéraðs ásamt fleiri prédikumm.
Þegar Kristniboðssambandið norska hóf starf í Sídamó
komst Shamebó i kynni við kristniboðana. Hann gekk í
Ég held að segjfl megi að margir söjnuðir haji
vaxið uppfyrir hans starj, auðvitað mcð aðstoð
annarra, en Shamebó var drifjjöðurin.
lið með þeim. Og þannig vildi það til að hann var ráðinn
til starfs í Gídole. Kristniboðinn, sem réð hann, hét
Magnús Sture.
Shamebó sagði mér sjálfur frá komu sinni til Gídole,
landshluta þar sem nafn Drottins Jesú var með öllu
ókunnugt öðrum en þeim fáu sem tilheyrðu rétttrúnaðar-
kirkjunni í bænum.
Hann sagðist hafa spurt Magnús Sture: „Hvar á ég að
starfa?“ Þá hafði Magnús bent út yfir hlíðarnar og sagt:
„Þarna eru verkefnin þín.“ Hann varð sem sé að þreifa
fyrir sér sjálfur í þorpunum hvar hann fengi áheyrn.
Tungumálið var honum framandi. Hann kunni hrafl í
órómómáli eða gallamáli eins og það var kallað. Að
minnsta kosti margir karlmenn í Gídole kunnu það mál.
Við freistingum gæt þín
Um starf Shamebós má skrifa heila bók. Hann var mjög
athafnasamur og ferðaðist um allt héraðið. Ég held að segja
megi að margir söfnuðir hafi vaxið upp fyrir hans starf,
auðvitað með aðstoð annarra, en Shamebó var driffjöðurin.
Starfi hans í Gídole lauk þó á óviðeigandi hátt. Hann
hrökklaðist frá Gídole og má segja að hann hafi átt nokkra
sök á því sjálfur.
Ungir menn voru að komast til áhrifa og þeim fannst
þeir hafa lítið svigrúm til athafna. Því voru þeir oft ósam-
mála honum.
Það var einnig annað sem réð úrslitum í augum
Shamebós. Vinsældir hans og áhrif leiddu hann í freist-
ingu. Kosningar fóru fram til þings. Presturinn Gútema var
samstarfsmaður Shamebós og hafði hann setið eitt
kjðrtímabil á þingi. Annar frambjóðandi var Amharinn
Leggese Asfá, landeigandi. Hann lagði að Shamebó að
bjóða sig fram og mun hafa lagt fram fé sem til þess þurfti.
Leggese notaði Shamebó til þess að dreifa þvi fylgi sem
Gútema hafði notið en báðir studdust við kristna menn í
Gídole. Þannig ætlaði Leggese að tryggja sér meirihluta.
Raunin varð sú að Gútema missti sitt sæti og Shamebó
náði ekki kosningu.
Eftir þetta flutti Shamebó frá Gídole og gerðist prédikari í
Vaddera með Helga Hróbjartssyni. Þar varð honum einnig
mikið ágengt. Seinna varð hann prestur í Arba Minch uns
hann fór á eftirlaun og fluttist til Addis Abeba.
14