Bjarmi - 01.09.1996, Page 16
HVAÐ ER ...
Guðmundur Karl Brynjarsson
Afoort?
Margir hafa án efa heyrt „moonista” nefnda,
en trúlega eru færri sem gera sér grein fyrir
hverslags trúarbrögð hér er um að ræða.
Hér á landi ber söfnuðurinn nafnið Samtök
heimsfriðar og sameiningar, en félögin
Heimsfriðarsamband kvenna og Heimsfriðarsamband fjöl-
skyldna eru einnig á vegum moonista. í raun er hér um
íslenskt útibú að ræða frá kirkjudeild sem er þekkt á
Vesturlöndum sem The Holy Spirit Association for the
Unification of World Christianity, Unification Church eða
Unified Family, sem ég leyfi mér að kalla Sameiningar-
kirkjan, í þessari stuttu grein. Sameiningarkirkjan byggir
trú sina á persónu og kenningum kóreska klerksins Sun
Myung Moon, eða séra Moon, eins og hérlendir
áhangendur kalla hann.
Sun Myung Moon fæddist í Norður-Kóreu árið 1920.
Hann heldur því fram að Kristur hafi birst honum í sýn,
sextán ára gömlum, á páskadagsmorgun 1936 og beðið
hann að fullkomna hjálpræðisverkið sem Kristi sjálfum
hefði mistekist 2000 árum áður.
Að sögn Moon sjálfs glímdi hann við Satan í níu ár
eftir þetta, en sá síðarnefndi reyndi ýmist að hafa hann
undir með því að freista hans eða gera hann efins um að
hann gæti fullnað hjálpræðisverk guðs.
Moon var tvívegis fangelsaður og pyntaður af kommún-
istum, árið 1946 og 1948. Þeim hremmingum líkir hann
við píslargöngu Krists.
Árið 1954 stofnaði hann söfnuð sinn, sem upp á
kóresku heitir Tong-il-Kyo. Þremur árum siðar gaf hann
Ham heldur þvífram að Kristur hafi birst
honum í sýn og beðið hann aðfullkomna
hjálpmðisverkið sem Kristi sjálfum hefði
mistekist 2000 árum áður.
út bókina The Divine Principle, eða Hið guðdómlega
lögmál, sem moonistar álíta vera þriðja testamenti
Biblíunnar. Árið 1960 kvæntist hann síðari konu sinni
Hak Ja Han. Meðal moonista er talað um brúðkaup þeirra
sem „brúðkaup lambsins" (sbr. Op. Jóh. 21). Moon og
Han eiga þrettán börn saman, en flestir áhangendur
safnaðarins trúa að öll fjölskylda Moons sé syndlaus.
Augu hins vestræna heims beindust fyrst að Moon
þegar hann gekk fram fyrir skjöldu og reyndi að verja
Richard Nixon, þáverandi Bandarikjaforseta, í kjölfar
Watergate-hneykslisins. Þegar Nixon bauð Moon í
heimsókn í Hvíta húsið fékk hann gífurlega umfjöllun í
fjölmiðlum vestanhafs. Eftir þetta varð mikill vöxtur í
Sameiningarkirkjunni í Bandarikjunum og í Evrópu.
Fljótlega fóru að heyrast raddir í fjölmiðlum um að ekki
væri allt með felldu í söfnuði séra Moons. Helst var rætt
um gífurlegt peningaveldi Sameiningarkirkjunnar og að
margir meðlimir hennar hefðu verið heilaþvegnir til
hlýðni við hana. Fyrrum meðlimir Sameiningarkirkjunnar
hafa sagt frá því að þeim hafi verið kennt að Satan noti allt
fólk sem stendur utan safnaðarins til að tæla meðlimina til
falls, einnig foreldra, systkini og vini. Séra Moon og Sam-
einingarkirkjan hafa margoft verið sótt til saka i Banda-
ríkjunum. Meðal annars var hann dæmdur fyrir skattsvik
1982.
Hin síðari ár hefur farið minna fyrir Moon í fjölmiðla-
umræðunni og virðist í raun sem áhugi fjölmiðla á honum
og söfnuði hans hafi dvínað verulega. í raun hefur það
gefið honum svigrúm til að vinna traust fólks á ný. Moon
leggur nú mikla áherslu á að vera í góðum tengslum við
forkólfa annarra trúarbragða. Merki þess sjást einnig hér á
landi, því einhverjir örfárra íslenskra moonista eru við-
riðnir Samstarfsnefnd trúfélaga fyrir heimsfriði.
Talið er að á milli ein og tvær milljónir manna tilheyri
Sameiningarkirkjunni í heiminum nú á dögum. Hér á
landi eru einungis þrettán meðlimir, en að öllum líkind-
um mun einnig vera nokkuð um íslenska moonista
búsetta erlendis.
16