Bjarmi - 01.09.1996, Page 20
MENNING & LISTIR
Kristindómur
oq listir
/
Igegnum tíðina hefur verið mikið skrifað um samband
og árekstra kristinnar trúar og listarinnar. Sitt sýnist
hverjum og í raun er mjög auðvelt að týna áttum í
allri umræðunni. Ljóst er að ekki er alls staðar að finna
heilræði eða uppbyggileg tíðindi fyrir kristinn mann í
þeirri umræðu. Umræðan hefur oft verið þokukennd og
samhengislaus og fætt af sér deilur, oftar en ekki á
röngum forsendum.
Pessari stuttu umfjöllun er ætlað að varpa einhverju
ljósi á þetta málefni, þó svo að vitað sé að slíkt verði aldrei
fullnægjandi.
Cicero og postularnir
Hans Rookmaaker var
evangelískur kristinn
maður og prófessor í
listasögu sem helgaði líf
sitt skrifum um
kristindóm og listir.
í frumkirkjunni ber strax á deilum. Frægt er „mynd-
bannið“ (Pú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar
myndir... 2. Mós. 20:4), sá arfur úr gyðingdómi sem varð
til þess að sumir kirkjufeðranna áttu erfitt með að gera
upp hug sinn til myndlistarinnar. Það varð þó ofan á að
myndlistin var notuð í þágu boðunarinnar.
Undir lok 8. aldar var uppi kristinn leiðtogi er hét
Alcuin. Hann hafði miklar áhyggjur af því hversu kirkjan
var orðin sýkt af heiminum,
sem birtist meðal annars i áhuga
munka á Bjólfskviðu og öðrum
hetjusögum. Alcuin spurði
„hvort guðspjöllin og Bjólfs-
kviða ættu eitthvað sameigin-
legt“. Spurningar líkar þessari
áttu sér eldri rætur. „Hvaða
samleið eiga Aþena og Jerúsa-
lem, Hóras og Davíðssálmamir,
Cicero og postularnir?11 hafði
Tertullian spurt sex öldum áður.
Siðbótinni fylgdu „myndbrjótar"
sem komu oftar en ekki úr röð-
um Kalvínista. Þeir bönnuðu
með öllu myndlist í kirkjunni
og er það viðhorf ríkjandi víða,
enn í dag, í þeirra röðum.
Dorothy Leigh Sayers (1893-1957), kristin listakona,
skrifar í einni bóka sinna: „Kirkjan sem heild hefur aldrei
tekið afstöðu til listanna." Það er nærri lagi hjá henni.
Rookmaaker
Hans R. Rookmaaker (d. 1977) var prófessor í listasögu
við Free University í Amsterdam og einnig evangelískur
kristinn maður, þekktur fyrir sannfæringu sína. Skrif hans
um þetta málefni eru vel grundvölluð í ritningunni og
hljóta stuðning frá yfirgripsmikilli þekkingu hans á sögu
listarinnar.
Hann leitast við að svara spurningum sem brenna á
mörgum kristnum mönnum, um upppruna, stöðu og
samhengi listarinnar.
list og List
List er til bæði með litlu og stóru L-i. List með stóru L-i er
eitthvað sem varð til i kjölfar upplýsingastefnunnar og
þróaðist síðan áfram með guðlausri heimspeki 20. aldar,
þar sem hún er á vissan hátt tekin úr samhengi við
raunveruleikann og gerð að ofurmannlegu fyrirbæri og
Listamaðurinn (með stóru L-i líka) er einhverskonar æðsti
prestur sem með list sinni gefur svör eða neitar að taka
ábyrgð, og skilur fólk eftir í réttlætanlegu tómi án niður-
stöðu. Sú List hefur ekkert með kristinn skilning að gera,
hún er lítið annað en undarleg mynd hjáguðadýrkunar
heimsins. list með litlu 1-i er eitthvað sem var þekktara
fyrir upplýsingastefnuna, þar sem list var í tengslum við
raunveruleikann, hluti af menningu fólksins. Listamaður
með stóru L-i var ekki til.
„Öll list stóð með mestum blóma þegar menn dekruðu
minnst við hana, skoðuðu hana jafnvel sem handverk,11 er
haft eftir Páli ísólfssyni.
Skilningur krístins manns ætti að mótast af því að hann
er skapaður af skaparanum (sem viðheldur sköpun sinni)
til afreka á sviði sköpunarinnar. Sú sköpun er ætíð innan
ákveðins lögmáls í tengslum við löggjafann Jesú Krist og
án hans missir hún allan tilgang.
20