Bjarmi - 01.09.1996, Síða 22
ORÐIÐ
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir:
Fyrir árþúsundum stóðu Aron og synir hans, prestar í
helgidómi Guðs í eyðimörkinni, og báru lýðnum
blessunarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig!
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur!
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!“
(IV Mós. 6,24-26).
Þetta var meira en mannleg ósk, það var kveðja frá
Guði sjálfum, og aldrei siðan hafa þessi náðarorð þagnað.
Allt frá fyrstu kristni til dagsins í dag hafa þau hljómað
yfir landi og lýðum. Ytri aðstæður hafa verið misjafnar;
samfundatjald, musteri, bænahús, strákirkjur og íburðar-
miklar kirkjur, en boðskapurinn hinn sami um blessun,
sem felur í sér varðveislu Guðs, fyrirgefningu og frið.
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir er láti sína ásJónu Yfir Þ'g
ritari. og sé þér náðugur! Þar kemur SONURINN inn í myndina,
sem grundvöllur náðarinnar að fyrirhugan Guðs, til
bjargar föllnu mannkyni.
Og þriðji hlutinn: Drottinn upplyfti sinu augliti yfir þig
og gefi þér frið! er eins og fyrirboði um verk ANDANS
(útskýring Roseniusar). Því fyrir heilagan anda fyllir Guð
Sumir biblíuskýrendur tala um þessa svonefndu
„Aronísku“ blessun sem þríþætta eins og Guð er þríeinn,
faðir, sonur og heilagur andi,
og ef að er gáð má vissulega
sjá heilaga þrenningu birtast
í hinni Drottinlegu blessun
likt og í postullegu blessun-
inni (II. Kor. 13,13). Við að
íhuga hana með þetta í huga
skynjaði ég nýjar víddir í
þessari dásamlegu kveðju.
Fyrsti hlutinn: Drottinn
blessi þig og varðveiti þig!
Hér er það FAÐIRINN sem
talar, hann sem er upphafið
og uppspretta allrar
blessunar og máttugur
vemdari líkama og sálar.
Annar hlutinn: Drottinn
okkur friði fyrirgefningarinnar og krafti af hæðum, sem
við þurfum svo mjög á að halda í baráttu lífsins og trúar-
innar. Og baráttu komumst við ekki hjá, meira eða minna,
meðan við lifum, en blessun Drottins andar friði inn i óró-
legt hjarta. „Ó, djúpi friður, helgur, hlýr, í hjarta mínu Guð
nú býr.“ Það er þessi nálægð Drottins sem Davíð óttast að
missa, er hann í Sálmi 51 hrópar angistarfullur: „Varpa
mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda
frá mér.“ í Davíðssálmum má víða finna sterkan samhljóm
við Drottinlega blessun eða jafnvel beint orðalag.
Þessi náðarkveðja frá Drottni hefur mikla þýðingu fyrir
mig og þig. Um leið og okkar eigið nafn var nefnt í
heilagri skírn var nafn Drottins lagt yfir okkur og oftlega
siðan, - og hve margar mæður skyldu ekki hafa staðið við
vöggu bamsins síns og úr ásjónu þeirra skinið brennandi
kærleikur, er þær bókstaflega lögðu nafn Drottins yfir
drenginn sinn eða telpuna með þesum hætti? Sjálf gleymi
ég aldrei er ég stóð álút yfir fyrsta barninu mínu og klökk
af gleði hvíslaði þessa undursamlegu bæn um blessun
Drottins yfir drenginn, og áfram yfir börnin eitt af öðru.
Slik blessunarorð em ekki haldlitlar mannasetningar,
vægi þeirra byggist á himneskri tilskipun hans sem sagði:
„Þannig skulu þeir leggja nafn mitt yfir ísraelsmenn, og ég
mun blessa þá“ (v. 27). Það er sem sé loforð bundið við
hina Drottinlegu blessun, því skulum við ekki gleyma á
hverju sem gengur. Menn bera fram orðin, en GUÐ
GJÖRIR! Þess vegna heitir það í messugjörðinni: „Með-
takið Drottinlega blessun." Með öðmm orðum ,,þiggið“.
Ég minnist frásagnar prests um lítinn dreng, sem ævin-
lega kom I lok guðsþjónustunnar og læddist hljóðlega
inn, til þess að hverfa jafnharðan aftur eftir stutta viðdvöl.
Þetta henti sunnudag eftir sunnudag og fór orðið í taug-
arnar á presti: „Gat ekki drengurinn mætt á réttum tima
og til hvers var hann yfirleitt að koma þegar öllu var að
ljúka?“ Loks stóðst presturinn ekki mátið en sat fyrir
drengnum á leið út. Þá fékk hann hrífandi skýringu.
Drengurinn hafði skyldum að gegna við járnbrautarhlið í
grenndinni og átti þess engan kost að vera við guðs-
þjónustu. Hann hafði hins vegar reiknað út nákvæmlega,
22