Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 23

Bjarmi - 01.09.1996, Síða 23
ORÐIÐ að ef hann hlypi alla leiðina næði hann til kirkju í þann mund sem presturinn blessaði yfir söfnuðinn, og hann vildi svo gjarnan hljóta blessunina. Setti hann síðan strax aftur á sprett væri hann kominn til skyldustarfa á nýjan leik í tæka tíð. Eftir þetta beið presturinn þess með eftirvæntingu hvern sunnudag að drengurinn birtist, og dokaði jafnvel við ef þörf gerðist. Við kunnum að brosa að þessu atviki, en alveg áreiðan- lega hlaut litli drengurinn mikla blessun af sínum kirkju- hlaupum, þar sem hann kom í Guðs hús með opnum huga til að taka á móti blessun Drottins í trú, án þess að efast um gildi hennar. Hin Drottinlega blessun er helgur arfur og svo umfangs- mikil, að það er erfitt er að telja upp allt sem hún rúmar. Pvi fremur þurfum við að hugfesta hver er kjami hennar: Einfaldlega, að Guð hefur opnað okkur samfélag við sig á grundvelli náðarinnar. Þess vegna segir: „Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur". Verum minnug þess að kærleiksásjóna Guðs birtist okkur í Jesú Kristi, sem er ljós ásýndar Drottins, sígild undirstrikun þess að við erum ekki útilokuð, heldur eigum frjálsan aðgang að Guði sem himneskum föður okkar. Það næðir um okkur í heiminum, ýmsum spurningum er ósvarað í tilverunni og margs konar erfiðleikar kunna að íþyngja okkur, en Drottinn varðveiti okkar frá því að láta hlaðast upp múra, sem byrgja ásjónu hans og auglit yfir okkur. En er einhver greinarmunur á orðunum ásjóna og auglit eins og þau eru notuð í Drottinlegri blessun? Ég velti þessu eitt sinn upp í samræðum á heimilinu og kom þá upp sú skýring, að „ásjóna sem lýsir yfir hlýtur að vera andlit sem lýtur niður að mér og skin á mig eins og ljós, svo það verður bjart og hlýtt i kringum mig, - en upplyft auglit yfir er kannski meira ef einhver hátt upp hafinn litur á mig þýðingarmiklum augum til að miðla einhverju, sem ég fyrir engan mun má missa af.“ Við kunnum að brosa að Jkssu atvíki, in alveg áráknlega hlaut litli drmgurinn mikla blessun af sínum kirkjuhlaupum, þar sem hann kom í Gutís hús með opnum huga til að taka á móti blessun Drottins í trú, án þess að efast um gil di hennar. Það má oft færa stórkostlegan boðskap í fátæklegan búning, og einföld dæmi geta varpað ljósi yfir mikilsverða hluti. Upp í hugann kemur atvik frá unglingsárunum, þegar ég trúði pabba fyrir því að ég teldi mig hafa kristniboðs- kall. Hann varð angurvær á svip, eins og hann hugsaði um allt það sem slikt gæti haft í för með sér, og úr ásýnd hans skein óendanleg ástúð og umhyggja. En svo var eins og hann skynjaði baráttuna sem átti sér stað í hjarta ungrar dóttur hans og yfir andlitið færðist festa. Hann stóð á fætur orðum sinum til áréttingar og sagði með áherslu: „Elsku barnið mitt. Ég er glaður ef Guð vill senda þig. Sjálfur bar ég í brjósti köllun til kristniboðs þegar ég var ungur, en Guð kaus að nota mig hér heima. Ég skal styðja við bakið á þér eins vel og ég get, þvi máttu treysta.“ Sá stuðningur var mikilsverður, en hvað þá þegar almáttugur Guð upplyftir augliti sínu yfir okkur og boðar okkur sinn frið í lífi og dauða. Frið fyrir fjarlæga og frið fyrir nálæga, vegna sonar hans, Jesú Krists. Hvers þarf þá barnið frekar við? Það er eins og við skynjum myndugleikann i orðum hans. HANN ætlar að gefa! Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! Blessunarorðin eru persónuleg kveðja Guðs til þín í dag, fyrirheit um VARÐVEISLU, NÁÐ OG FRIÐ! 23

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.