Bjarmi - 01.09.1996, Síða 26
VIÐTAL
Kjartan Jónsson
Æskulýðsfulltrúi
í Landakirkju
Viðtal við Hreiðar Stefánsson
„Ég var mjög baldinn sem strákur og alltaf til í sprell og létt spaug. Árið 1979,
þegar ég var í unglingadeild KFUM við Holtaveg í Reykjavík, var ákveðið að fara
með hana á drengjamót í Noregi. Ég var ákveðinn í að fara, en foringjamir vora
efins um hvort það væri óhætt að hleypa mér með af ótta við að ég myndi setja
allt á annan endann í ferðinni.
Að lokum fékk ég að fara ásamt 32 öðrum piltum.
Þetta varð afdrifarík ferð því að í henni gafst ég Jesú Kristi.
Síðan hef ég verið starfsmaður í ýmsum deildum KFUM.
Þar fékk ég mína starfsþjálfun fyrst og fremst.
Ég ætlaði að verða matvælafræðingur og stundaði nám í
þeirri iðn í 7 ár, síðustu árin í Danmörku. Rétt áður en ég
útskrifaðist fékk ég að vita að ég myndi aldrei geta starfað
við þetta vegna þess að ég hafði alvarlegt ofnæmi.
Eftir námið stundaði ég ýmis önnur störf og fékk mjög
vel launaða stöðu 1 Reykjavík. Eitt sinn var ég að ræða við
starfsmenn KFUM & K þar og kvartaði m.a. yfir því að
félögin ættu hús úti á landi ekki nýttust öll fyrir barna- og
æskulýðsstarf. Ég sagði það ætti að senda nokkra félags-
menn út á land til að bæta úr þessu. Daginn eftir var mér
boðin vinna 1 Vestmannaeyjum. Ég hafnaði henni strax
vegna þess að ég var í góðri vinnu fyrir. En þetta lét mig
ekki í friði. Þetta varð kall frá Guði um að ég ætti að fara
sjálfur út á land. Eftir mikla bæn sagði ég upp vinnunni og
flutti til Vestmannaeyja. Þar fékk ég helmingi verr borgaða
Strax og þár sýna áhuga á starfinujá þár
ábyrgð,fyrst á ánhwjum smáatrikm og
síöar smátt og smátt á stærri málum.
stöðu en ég hafði haft. Ég var í henni eitt ár, eða þar til
sóknarnefnd Landakirkju bauð mér stöðu æskulýðs-
fulltrúa á fjölmennum fundi í kirkjunni.
21. mars 1992 var stofnuð unglingadeild KFUM í
Vestmannaeyjum. Ég sé um starf unglingadeilda KFUM og
K í bænum. Þetta er í rauninni æskulýðsstarf kirkjunnar á
sama hátt og þegar sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi
KFUM og K, starfaði innan Dómkirkjusafnaðarins á sínum
tíma. Ég sé líka um starf fyrir 10 til 12 ára börn (TTT) og
syng í hljómsveitinni Prelátar."
E/fir hvaða aðferðum vinnurðu?
„Ég legg mikla áherslu á að unglingarnir fái ábyrgð.
Strax og þeir sýna áhuga á starfinu, fá þeir ábyrgð, fyrst á
einhverjum smáatriðum og síðar smátt og smátt á stærri.
málum. Ég geri mér sérstakt far um að gera erfiðan
ungling að leiðtoga þvi að hann fær aðra erfiða unglinga
með sér og þeir slípast smátt og smátt inn í hópinn.
Annars er mikilvægt að vera til staðar þar sem ungling-
arnir eru, þegar eitthvað er að gerast hjá þeim úti í bæ, t.d.
fótboltaleikir, og þeir eru á rúntinum um helgar og drekka
sinn fyrsta vínsopa. Þeir hafa aðgang að mér hvenær sem
er, alla daga, til viðræðna. Þeir nota þetta óspart og á
veturna fyllist safnaðarheimilið í frímínútum skólans. Það
er mikilvægt að unglingarnir hafi aðgang að einhverjum,
sem er svolítið eldri en þeir, til að spjalla við um daginn og
veginn. Finni þeir út að einhver fullorðinn er tilbúinn til
að hlusta á þá, koma þeir. Það er hægt að koma fagnaðar-
erindinu að í samtölunum. Starf leiðtoga í barna- og
unglingastarfi er ekki lokið í lok fundarins. Hann er fyrir-
mynd og alltaf undir smásjá.
Ég legg áherslu á að þekkja hvern ungling með nafni og
mæta hálfum til einum klukkutíma fyrir hvern fund.
26