Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.09.1996, Blaðsíða 27
VIÐTAL Krakkarnir eru þátttakendur á fundunum, ekki bara hlustendur. Unglingastarfið hér í Vestmannaeyjum er ekki lagt af yfir sumartímann. Þá er opið hús tvisvar í viku án ákveðinnar dagskrár. Stundum er horft á vídeómynd. Miðað er við áhugamál unglinganna. í fyrra höfðum við þrekhóp, sem fór í gönguferðir og sund, og leiklistarhóp. Það er mikilvægt að unglingahópar, bæði safnaða og KFUM & K, hittist og sjái að það eru fleiri en þau, sem eru þátttakendur í slíku starfi. Við förum öðru hvoru með hópinn okkar upp á land.“ Hvernig er best að hlúa að upprennandi leiðtogum í kristilegu unglingastarfi? „Það þarf að fræða þá og láta þá vita að þeir séu mikilvægir. Það er hægt að sýna með því að vera með þeim utan fundatíma og utan fundahússins. Það þarf einnig að sýna þeim þakklæti fyrir störf þeirra. Hvað tekur við næsta vetur? „Ég mun flytja til Reykjavíkur og starfa í Bústaðasókn og einnig innan KFUM & KFUK ef tími vinnst til.“ Hreiðar Örn Stefánsson 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.