Bjarmi - 01.09.1996, Qupperneq 28
UM VÍÐA VERÖLD
BANDARÍKIN:
Blikur á lofti
Margir kristnir söfnuðir i Bandaríkjunum hafa
orðið fyrir því að kveikt hefur verið í kirkjum
þeirra. Frá árinu 1990 hafa um 60 kirkjubrunar
orðið vestra, flestir í Suðurríkjunum, þar af
rúmlega helmingurinn á undanfömu hálfu öðm
ári. Allt em þetta kirkjur svertingja.
Clinton forseti hefur látið til sín taka og hvatt
landa sína í útvarpsræðu til að kveða niður það
kynflokkahatur sem íkveikjurnar spretti af.
Forsetinn hét því að 200 menn úr alríkis-
lögreglunni myndu koma til samstarfs við yfir-
völd heimamanna. Þetta er því orðið eitt viða-
mesta lögreglumál í sögu Bandaríkjanna.
Þá hefur verið opnaður ókeypis sími sem menn
geta notað til að gefa upplýsingar ef þeir telja sig
hafa séð eða heyrt eitthvað gmnsamlegt í tengsl-
um við atburðina. Einungis þriðjung þessara 60
íkveikjumála hefur tekist að upplýsa.
Margir Bandaríkjamenn líta það alvarlegum
augum hve múslímum vex fiskur um hrygg í
landi þeirra enda fjölgar þeim meira en nokkr-
um öðrum trúarhópum í landinu. Þeldökkir
múslímar vestanhafs em þrisvar sinnum fleiri
nú en fyrir fimm ámm og hvítir fimm sinnum
fleiri. Vöxtinn má rekja nær eingöngu til þess
að menn hafa gerst trúskiptingar. Alls eru
bandarískir múslímar um sex milljónir.
Haldi svo fram sem horfir er talið að múslímar
verði ráðandi í öllum stórborgunum fyrir árið
2020. Margar kirkjur, sem hætt var að nota til
guðsþjónustuhalds, hafa verið gerðar að mosk-
um, og fé, sem varið er til að reisa nýjar
moskur, skiptir hundmðum milljóna.
SVÍÞJÓÐ:
Fleiri börn skírð
Þeim Svíum fjölgar nú sem ganga til altaris og
láta skíra börnin sín. Á síðasta ári fjölgaði þeim
sem gengu til altaris um 100 þúsund og þátt-
takendum í guðsþjónustum sænsku kirkjunnar
um 50 þúsund. Hlutfall barna sem em skírð
hefur aukist um um 8% síðan árið 1990. Ung-
mennum sem láta ferma sig hefur hins vegar
fækkað jafnt og þétt á undanfömum ámm og
nálgast hlutfallið nú 50%. 86% Svía tilheyra nú
sænsku þjóðkirkjunni.
Nýjar biblíuþýðingar
Wycliffe-stofnunin hefur nú eftir margra ára starf
lokið við að þýða Nýja testamentið á mál
þjóðflokksins Mapuche í Chile. Þá vinnur stofn-
unin að því að gera nútímalega þýðingu á
Biblíunni handa þeim 50 milljónum manna sem
tala persnesku eða farsi. Það er m.a. opinbert
tungumál í íran. Starfsmenn Wycliff gleðjast nú
yfir því að Raymond Rising, sem starfar fyrír
stofnunina í Kólombíu, var látinn laus úr tveggja
ára fangelsi hryðjuverkamanna í júní sl.
DANMÖRK:
Fjölgar í
þjóðkirkjunni
Það gerist nú í fyrsta sinn í mörg ár að fleiri
ganga í þjóðkirkjuna í Danmörku en þeir sem
hverfa af skrám hennar. Sjö þúsund manns
bættust við á liðnu ári, fimm þúsund vom
strikaðir út.
Athygli vekur að þriðji hver nýliði var á aldr-
inum 12-14 ára. Þetta er útskýrt svo að nú séu
fermingar aftur í tísku. „Uppreisn æskunnar í
gagnstæða átt,“ kalla sumir þetta.
Menn em skráðir í þjóðkirkjuna þegar þeir em
skírðir en skírn er jafnframt skilyrði þess að
verða fermdur. í sumum árgöngum eru fáir
skírðir. Þessir hópar em nú margir að komast á
fermingaraldur og hefur nýskráningum í kirkj-
una fjölgað.
Kjeld Holm, biskup í Árósum, segir í blaða-
viðtali að rekja megi þennan nýja straum ung-
menna á vit kirkjunnar til þess að áhugi fari
vaxandi á kirkju og kristindómi meðal æsku-
fólks og að fjölskyldur átti sig betur en áður á
gildi gamalla hefða.
Fleiri hafa tekið í sama streng. Sagt er að æskan
sporni við horfnum hugsjónum kynslóðanna frá
sjöunda áratugnum og lifnaðarháttum og
skoðunum efnishyggjunnar og sætti sig ekki við
hirðuleysi um andleg verðmæti. Þá er bent á að
tilvist múslíma og nýaldarmanna veki unga fólk-
ið til umhugsunar um gildi kristinnar trúar.
Því er ekki að leyna að 1 mörgum söfnuðum
vantar lifandi og virkt æskulýðsstarf. Er það
talið ein ástæða þess að allstór hópur hugsandi
unglinga leitar til kristilegra trúarsamtaka utan
þjóðkirkjunnar.
Hótað lífláti
Robert Hussein er frá Kuwait. Hann var
múslimi en varð kristinn í október sl. Nú er
honum hótað lífláti. Dómstóll shía-múslima
hvetur til þess að hann verði tekinn af lífi.
Þegar konan hans heyrði að hann væri orðinn
kristinn fór hún frá honum með börnin þeirra.
Hann hefur einnig misst vinnuna í fyrirtæki
fjölskyldunnar og fer nú huldu höfði í heima-
landi sinu samkvæmt fréttum í blaðinu Ápne
Dorer. Frá því hann snerist til trúar hefur hann
óttast um líf sitt. Samt segir hann frá því að
hann eigi frið í hjarta og hafi eignast góða og
trausta kristna vini. í Kuwait eru almenn lög
sem eiga að tryggja trúfrelsi. Nú ríkir hins
vegar óvissa um það hvort þau verða látin gilda
í máli Husseins eða þau islömsku lög sem shía-
dómstóllinn dæmdi hann eftir. Margir fylgjast
með málinu og ofsóknunum gegn honum
hefur verið mótmælt harðlega, m.a. af norskum
stjórnmálamönnum.
NOREGUR:
„Sjómannakirkja"
í Atlanta
Sjómannakirkjan er þar sem fólkið er. Á meðan
á Ólympíuleikunum i Atlanta stóð var norsk
sjómannakirkja með opna „sjómannastofu11 fyrir
þá Norðmenn sem komið höfðu til borgarinnar í
tilefni af leikunum. Þar var lesstofa, síma-
sjálfsalar, kaffi og ýmsar veitingar og sjónvarp frá
Ólympíuleikunum. Að sögn Óyvinds Kvarstein,
stjórnanda sjómannastofunnar, var hugmyndin
sú að útbúa „kæliskáp" fyrir þá sem vildu kæla
sig svolítið niður í óbærilegum sumarhitanum.
Ýmiss konar dagskrá var í boði og kvölds og
morgna voru helgistundir.
28