Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1996, Page 29

Bjarmi - 01.09.1996, Page 29
UM VÍÐA VERÖLD VIÐTAL NOREGUR: Umræður um siðferðismál Lögfesting svokallaðrar staðfestrar samvistar samkynheigðra hefur valdið miklum deilum í Noregi. Sumir kristnir söfnuðir og samtök hafa gefið út yfirlýsingar um viðhorf sín og hvernig beri að bregðast við lögunum í starfi þeirra. Biskupar norsku kirkjunnar eru ósammála í þessum efnum. Kirkjuþing (Kirkemötet) lýsti yfir því að samkynhneigðir í samvist gætu ekki tekið að sér kirkjulegt starf sem fólk vígðist til. í haust á að ákveða hvort þeir fái að ganga til altaris í þjóðkirkjunni. Fyrir skömmu var lesið upp „hirðisbréf* í öll- um 83 kirkjum Evangelisk-lúthersku frl- kirkjunnar í landinu. „Þá sem ... lifa að stað- aldri í andstöðu við vilja Guðs verður söfnuð- urinn að hvetja til iðrunar og endurnýjunar í trúnni. Ef það ber ekki árangur verður að úti- loka þá frá heilagri kvöldmáltíð uns þeir snúa við svo að þeir verði ekki fordæmdir í hinsta dómi,“ segir í þessu bréfi fríkirkjunnar. Kirkjan ætlar ekki heldur að veita samkynhneigðum blessun. Fríkirkjan leggur jafnframt áherslu á að samkynhneigðu fólki eigi að sýna umhyggju og traust en að það hafi ekki alltaf verið gert og biður hún fyrirgefningar á þvi. Bent er á að syndsamlegt sé að leggjast með manni af sama kyni og beri samkynhneigðum eins og öllum öðrum, sem ekki eru í hjónabandi, að biðja Guð um kraft til að vera skírlífir. Stjórn Kristilega menntaskólans í Osló hefur úrskurðað að fólk í sambúð, gagnkynhneigt eða samkynhneigt, geti ekki orðið starfsmenn skólans. í Noregi heyrast einnig þær raddir að þeir sem vilja leggja áherslu á siðferðisgrundvöll Biblíunnar eigi ekki aðeins að kunngjöra boð- skap hennar um rétt og rangt heldur og rétta þeim hjálparhönd sem eiga í erfiðleikum á siðferðissviðinu. Hefur m.a. verið rætt um nauðsyn þess að veita samkynhneigðum, sem óska eftir aðstoð, tækifæri til að gangast undir sálfræðilega meðferð með samtölum og bænahaldi á kristilegum grunni. Framhald ajbls. 25 lifaða líf og kirkjuna, þannig að þræðir samfélagsins liggi þar í gegn. Við viljum leggja netin sem víðast og gera síðan að aflanum." Hvernig ætlið þið aðgera að aflanum? „Með boðun orðsins, biblíulestrum og helgihaldi af ýmsu tagi. Mikil sálgæsla fer fram og alls konar mannræktarstarfsemi, þar sem fólk kemur og heldur fyrirlestra eins og t.d. um skírnina, bænalífið, sorgina, áfallahjálp o.fl. Mömmumorgnar eru mjög áberandi vaxtarbroddur. Við höfum kyrrðarstundir í hádeginu, þar sem fólk getur komið með bænarefni sín og áhyggjuefni. Kyrrðarstundir með altarisgöngu eru hálfsmánaðarlega á elliheimilinu. Jóna sér um fræðslu um trúaruppeldi í sambandi við foreldrafræðslu fyrir verðandi foreldra á heilsugæslustöðinni. Auk þessa er rekið blómlegt æskulýðsstarf í kirkjunni í umsjá æskulýðsleiðtoga og starf fyrir yngri bömin. í starfi Kirkjuprakkaranna höfum við reynt að höfða sérstaklega til stráka vegna þess að barnastarf kirkjunnar hefur yfirleitt höfðað meira til telpna." Hluti af hugmyndafræði okkar er lærður af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni, sóknar- presti i Laugarnessókn, þ.e. að allir þræðir komi saman og tengist í hámessunni. í guðsþjónustunni kl. 14 reynum við að gera safnaðarlífið sýnilegt t.d. með þvi að láta kirkjuprakkarana sýna helgileik og unglinga lesa ritningarlestur, þannig að allir hópar sameinist og hafi aðgang. Það þarf að ala upp leiðtoga innan safnaðarins, sem með tímanum munu geta borið ábyrgð og tekið við stjórnun einstakra liða starfsins, þegar fram líða stundir. Við erum ósátt við að halda uppi starfsemi og fá verktaka, sem eru utan við söfnuð- inn, vegna þess að fólk vanti innan safnaðarins, til að annast hana. Því að þá mynd- ast kirkjuklúbbar, sem nærast á safnaðarlífinu en gefa ekkert af sér. Það á ekki að vera félagsstarfsemi innan safnaðarins bara til að halda uppi félagsstarfsemi, heldur á það að miða að því að fólk kynnist Jesú Kristi og fái að reyna þau forréttindi að tilheyra líkama hans. Vöxtur og viðgangur safnaðarins má ekki byggjast á persónu prestanna. Tilkoma fleiri leiðtoga í söfnuðinum stuðlar að þeirri nauðsynlegu þróun.“ Það eru fimm manns í prestafjölskyldunni í Vestmannaeyjum. Auk Bjarna og Jónu Hrannar eru það börnin þrjú, Andri 13 ára, Matthildur 8 ára og Bolli Már 4 ára. Er ekki erfitt fyrir ung hjón eins og ykkur með bðrn að vera bæði í krefjandi prestsstarfi? „Margir sögðu okkur að það væri ekki hægt að hafa tvo presta í fullu starfi á sama heimili. Annað hvort gæfumst við upp i þjónustunni eftir tvö til þrjú ár eða hjónabandið ryki eftir jafn langan tíma. Þessar hrakspár hafa ekki gengið eftir." Hjónin voru sammála um að þeim félli vel að starfa saman. „En þetta nána samstarf gerir þær kröfur til okkar að eiga enga hluti óuppgerða og að við vinnum vel.“ Gott að þjóna Vestmannaeyingum Hvernig er að starfa i Vestmannaeyjum?Jóna hefur orðfyrir þevm hjónum. „Það er okkur dýrmætt að þjóna Vestmannaeyingum. Það er sérstakt andrúmsloft héma. Það er mikil nálægð við náttúmöflin. Vestmannaeyingar hafa reynt margt og margir eiga lifandi trú. Samfélag eyjanna er opið fyrir boðskap Jesú Krists. Ég fann strax og ég kom inn i Landakirkju í fyrsta sinn, að það var svo mikil helgi þar. Það er gott að prédika héma og þjóna af því að kirkjan á alls staðar pláss. Hún þarf ekkert að sanna sig. Hún á stað í daglegu lífi fólksins, þar sem það er. Það hefur aldrei verið nein sparikirkja hérna. Það má segja að náttúruöflin þjappi okkur saman. Samstaðan er mjög sterk, þegar á bjátar. Þegar einhver lendir í raunum þjáist allur bærinn með. Þess vegna er gott að vera prestur í Vestmannaeyjum.11 29

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.