Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Síða 4

Bjarmi - 01.07.1999, Síða 4
Guðmundur Karl Brynjarsson Enn eru fslendingar bistin þjði" segir hr. Karl Sigurbjörnsson hiskup u ndanfarin tvö ár eða svo hefur komandi árið 2000 verið afar umtalað um all- an heim og má öruggt telja að ekkert ókomið ár hafi nokkru sinni fengið viðlíka umfjöllun. Það sem einna helst vefst fyrir fólki er hvort árþúsundaskiptin verði árið 2000 eða ári síðar, en hvað sem öllu því þvargi líður þá er það ljóst að heims- byggðin mun fagna næstu áramótum sem árþúsundamótum. Árið 2000 mun- um við íslendingar jafnframt fagna þvi að 1000 ár eru liðin frá þvi að ákveðið var á Alþingi að þjóðin skyldi verða kristin. Augljóst er að kristnitakan breytti hugsun þjóðarinnar og markaði djúp spor í menningu og líf hennar allt fram á þennan dag, enda ekki að undra því höfundur og fullkomnari trúarinnar breytti heiminum. Mörgum þykir þó svo komið að krist- indómurinn skipi æ veigaminni sess í lífi þjóðarinnar og benda m.a. máli sínu til stuðnings á minni kirkjusókn en fyrr á tímum, undanhald bænalífs, aukinn þátt annarra trúarbragða og afhelgun á ýmsum sviðum. Þessvegna má kannski spyrja sig: Hvaða merkingu hefur það að þjóð kallist kristin og hvar er helst hægt að koma auga á að þjóðarhjartað, þjóðarsálin og þjóðarandinn sé undir áhrifum frelsarans? Bjarmi leitaði með eftirtaldar spurn- ingar til biskups íslands, hr. Karls Sig- urbjömssonar, og bað hann um að gera Augljóst er að kristnitakan breytti hugsun pjóðar- innar og markaði djúp spor í menningu og lífhennar alltfram á pennan dag, enda ekki að undra pví höf- undur og fullkomnari trúarinnar breytti heiminum. stuttlega grein fyrir sínum skoðunum og fara svör hans hér á eftir: Hvað er „að vera kristinn“ samkvæmt þinni skilgreiningu? Skilgreiningar geta verið margvísleg- ar. í þröngri merkingu er kristinn sá sem játar trú á Jesú Krist sem Guðs son og frelsara. En ég get líka skilgreint orðið í víðara samhengi, og þá and- spænis því sem er framandi kristnum boðskap. Þá getur „að vera kristinn" merkt það sem er á einhvem hátt undir áhrifum af Kristi og boðskap hans. í því ljósi getum við séð menningu okkar heimshluta, siðgæði og mannsskilning. Eru íslendingar kristnir? Árið 1000 var kristni lögtekin sem grundvöllur laga og siða þjóðarinnar. Sá gmndvöllur hefur haldist æ síðan og til þessa dags. Enn em grundvallarviðmið siðgæðis og réttarvitundar þjóðarinnar á kristnum gmnni. Enn er ísland kristið land, enn em ís- lendingar kristin þjóð. Kristin þjóð er A

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.