Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 24
l-rjj Bk ' iA Gunnar J. Gunnarsson Þjónusta sáttarojdrðarmnar Biblíufræðsla, 2. Kor. 5:14-21 Korintubréf Páls postula eru um margt sérstæð bréf, eink- um vegna þess að þau taka á mörgum vandamálum sem við var að etja í söfnuðinum í Korintu. Ýmsar ástæður eru fyrir þeim vandamálum sem þar riktu og verða þær ekki raktar hér en visa má í grein- ina „Vorhreingerningar í Korintu" í 1. tbl. þessa árs af Bjarma. Svo virðist sem Páli hafi tekist að leysa mörg vandamál- anna með ritun Fyrra Korintubréfs og með heimsókn til safnaðarins sem fylgdi í kjölfarið (sbr. 2. Kor. 2:1). A.m.k. er það svo að Síðara Korintubréf tekur fyrst og fremst á því að postuladómur Páls var dreginn í efa svo að ætla má að fyrra bréfið hafi leyst ýmis þau vanda- mál sem þar voru rædd. Eftir sem áður virðast ýmsir hafa grafið undan postula- dómi hans og því fjallar Páll ítarlega um það mál og hið kristna postulaembætti í bréfinu. Hann er harðorður á köílum, einkum í síðari hluta bréfsins (10.-13. kafla sem sumir telja reyndar að séu efni sjálfstæðs bréfs Páls, s.k. tárabréfs, sem hann nefnir í 2. Kor. 2:4). Forsendurnar Textinn sem hér er til umfjöllunar er í þeim hluta bréfsins þar sem Páll ræðir um postulaembættið og það hlutverk sem honum og öðrum sendiboðum Krists er falið. Þetta er efnismikill texti sem dregur á skýran hátt fram kjarna fagnaðarerindisins, grundvöll þjónust- unnar við Guð og innihald þeirrar þjón- ustu. Það má einnig orða það svo að textinn fjalli um lífið í samfélaginu við Krist, á hveiju það byggist og hvað það felur í sér: Líf með Kristi og fyrir hann. Textinn er mörgum sjálfsagt vel kunnur og sumir kunna jafnvel setningar úr honum utan að, enda eru þessi vers í hópi þeirra versa í Nýja testamentinu sem eru mikið lesin. Páll er hér að fjalla um þjónustuna sem honum er falin af Guði, þjónustu sáttargjörðarinnar. Hann byrjar á þvi að tala um forsendurnar eða grundvöllinn, hvatann að þjónustunni. Þar er ekki um að ræða þrældóm eða nauðung. Páll vís- ar til fagnaðarerindisins, til kærleika Krists. „Kærleiki Krists knýr oss,“ segir hann. Hér er um að ræða þann kær- leika sem birtist í þvi að Jesús Kristur, sonur Guðs, gaf sjálfan sig og dó á krossi fyrir mennina. Sá kærleikur knýr þá sem Kristi tilheyra til að þjóna með- bræðrum sínum. Þeir finna það ekki upp hjá sjálfum sér og þeir gefa sig ekki nauðugir í þjónustuna heldur er það sem Kristur gerði forsendan og hvatn- ingin. í Filíppíbréfinu (2:5) orðar Páll sömu hugsun svo: „Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.“ Hér skulum við aðeins staldra við. Hvaða augum lítum við, sem viljum kalla okkur kristin, okkur sjálf í þessu sambandi? Hvernig sjáum við stöðu okkar frammi fyrir Guði? Hvað um trú okkar? Hvaða augum lítum við þjónustu okkar við Guð og náungann? Stundum erum við fyllt minnimáttarkennd, stund- um sektarkennd. Stundum verður trúin byrði og þjónustan við Guð og náungann þrældómur. Stundum erum við skeyt- ingar- eða sinnulaus. Það koma tímar þegar við erum þreytt og það getur kom- ið fyrir að okkur finnst Guð fjarlægur og þá læðist tilgangsleysið og jafnvel ör- væntingin að okkur. Á öðrum stundum er samfélagið við Guð og trúaða vini innilegt og náið, uppbyggjandi og kær- leiksríkt, en getur orðið svo notalegt að náunginn og þarfir hans gleymast. Þannig mætti áfram telja. En hvernig sem okkur líður og hveijar sem aðstæð- ur okkar eru þá kemur fagnaðarerindið inn í þær og snertir þær og tilfinningar okkar en beinir um leið athyglinni frá okkur sjálfum og því sem við gerum að Guði og því sem hann gerir. ,Allt er frá Guði, sem sætti oss við sig fyrir Krist og gaf oss þjónustu sáttargjörðarinnar" (v. 18), segir postulinn. Á þessu getum við byggt. Allt er frá Guði. Hann sætti okkur við sig fyir Krist. Hann gaf okkur þjónustu sáttargjörðar- innar. Það haggast ekki og ef okkur finnst við ekki hafa staðið okkur sem skyldi eða minnimáttarkennd og sektar- kennd þjakar okkur þá gildir það líka sem Páll segir i 17. versi: „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til." Hér er verið að tala um róttæk umskipti, Að vera erindreki Kristsfelur í sér að verafulltrúi hans og bera honum vitni með öllu lífi sínu. Því getur ekkert komið til leiðar nema kærleikur hans og andi hans.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.