Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 11
Kirkjan þaif að komast meira „ Framhald af bls. 9. um leið og tíminn“ og Paul Davis heims- fræðingur hefur löngu lagfært sinn stíl. Eins og ég sagði, þá má leiða getum að því hversu gamall alheimur er - og þar með tíminn um leið - þ.e. hve langt er síð- an Miklihvellur varð. Það er í dag talið á bilinu 8-20 milljarðar ára. Það hefur sem sagt heldur betur tognað úr tímanum - ekki síður en heiminum. Það er rétt að vísindamönnum er tamt í dag að tala um sköpun alheims - sköpun úr dæmalausu allsleysi, nema hvað þeir telja að náttúrulögmálin hafi verið á sínum stað. Um skaparann eru ýmsir þeirra hins vegar orðfáir. Sumir gera því skóna að alheimur hafi orðið til af sjálfum sér, úr engu. Aðrir sjá skapara að baki sköpuninni - hönnuð sem setti náttúrunni lög. En hér eru vísindin að baki. Vcmgaveltur af þessu tagi eru háspekilegar en engu að síður dæmi um það sem margir vísinda- menn velta fyrir sér í dag. Það er skoðun mín að trú og vísindi, þessi tvö meginkerfi mannlegrar luigsun- ar, þarfnist hvort annars. Stundum er sagt að visindamenn aðhyllist síður guðstrú en aðrir. Hver er þín skoðun á því? Vísindamenn eru eins og annað fólk, ýmist guðhræddir, efasemdamenn eða guðleysingjar. Að mínu mati eru ekki tengsl á milli trúarskoðana einstaklinga og þess árangurs sem þeir ná í rannsóknum. Ágæta vísindamenn er að finna í öllum þremur hópunum. Ýmsir fremstu vísindamenn heims finna ekkert það í heimsmynd vísinda sem stangast á við tilvist Guðs og kjósa að trúa á hann. Aðrir sjá heldur ekkert í fræðum sínum sem útiloki tilvist Guðs, en finnst óþarft að bæta nýrri óþekktri stærð inn í heimsmynd sína - geti þeir komist hjá því. Ég er hjartanlega sammála Vladimir Prelog sem segir Nóbelsverðlaunahafa „ekki hæfari en annað fólk Lil þess að fjalla um Guð, trúarbrögð og framhaldslíf'. Og Prelog er málið skylt því að hann er í þess- um hópi sjálfur. boðskap hennar. Með svona hátíðahöldum er auðvitað horft til baka og þakkað fyrir það sem vel hefur tekist og þakkað fyrir blessun Guðs í þúsund ár. En aðalá- herslan er þó á því að kirkjan boði fagnaðarerindið og eíli starf sitl í nútimanum. í framhaldi af þessari upphafshátíð verður ýmislegt um að vera. Sem dæmi má nefna sögulegar guðsþjón- ustur sem haldnar verða viðs vegar í borginni. Þar verð- ur tekið mið af sögunni og þvi hvernig menn messuðu á ákveðnum timaskeiðum í þúsund ára sögu kristninnar. Þá verður mikið tónlistarstarf, boðið upp á marga tón- leika af ýmsu tagi og tónverk frumflutt. Einnig verður lögð áhersla á að kynna alþjóðlegt starf kirkjunnar til að minna á að kirkjan er alheimshreyfing. Á þrettánd- anum árið 2000 er ætlunin að efna til blysfara til kirkna í prófastsdæmunum þar sem haldnar verða guðsþjónustur. Þannig mætti lengi telja. Er skynsamlegt að þínu mati að blása til nokkurra stór- viðburða af þessu tilefni með tilheyrandi kostnaði? Mætti ekki hugsa sér að nota kraftana og fjármunina til að byggja upp stmfið í kirkjunni til sólcnar á nýrri öld eða til að brydda upp á nýjungum í starfinu sem vara þá lengur en nokkra hátíðisdaga? - Við höfum í undirbúningi að hátíðahöldum hér í prófastsdæmunum og sveitafélögunum leitast við að halda öllum kostnaði í lágmarki. Það er ýmislegt hægt að gera án þess að það kosti mjög mikið. Við höfum einnig leitað eftir stuðningi ýmissa aðila við hátíðahald- ið, félagasamlaka og fyrirtækja sem taka þá að sér að annast eða kosta ýmsa þætti. Ég tel þvi að við höfum farið varfærnislega í þessu efni þótt það sé ljóst að auð- vitað koslar hátíð eins og þessi eitthvað. En ég vænti þess að kristnihátíð í tilefni af 1000 ára kristni í land- inu verði sem slík til að efla og sfyrkja starf kirkjunnar. Hún gefur einnig tilefni til að meta stöðuna, horfa yfir farinn veg, skoða það sem við erum að gera núna og horfa til framtíðar með þá spurningu: Hvað getum við gert betur? Hvernig náum við í meira mæli til þjóðar- innar með fagnaðarerindið? Áttu þér einhverja draumsýn um kirkjuna í borginni á nýrri öld? - Já, ég á mér þá draumsýn að sjá kirkjuna mína efl- ast á alla lund og að þátttaka safnaðarfólks verði meiri og sjáist í öllum starfsgreinum kirkjunnar. Kirkjan þarf að komast meira út til þjóðarinnar og verða ríkari þátt- ur í daglegu lífi fólksins. Ég á þá von að kirkjan verði glöð og þjónandi kirkja sem berst fyrir sannleika, rétt- læti og friði og boðar fagnaðarerindið um Jesú Krist í orði og verki.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.