Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 5
Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup. þjóð þar sem kristlndómur er kynslóð eftir kynslóð ofinn inn í stofnanir og þjóðlíf áður en hann verður persónuleg eign og afstaða einstaklingsins. Það er svo verkefni hins kristna trúarsamfé- lags, kirkjunnar á hverjum tíma, að tengja þetta tvennt, að treysta ívaf hinna kristnu gilda þjóðlífsins. Það er markmið uppeldis, fræðslu og boðunar kirkjunnar að kalla einstaklinga og samfélag til að kannast við, þekkja og þiggja sína kristnu sjálfsmynd, og gera játningu trúarinnar að sinni: Ég trúi að Jesús Kristur sé Drottinn MINN og frelsari. Hvaða þættir þjóðlífsins Jinnst þér helst benda til þess að íslendingar séu krislnir? Mér kemur fyrst í hug aðfangadags- kvöld sem grípur inn í alla þætti þjóð- lífsins. Það er engin ástæða til að gera lítið úr því. Né heldur þeirri staðreynd að níu af hverjum tíu börnum eru skírð á fyrsta aldursári, ámóta mörg fermd sem unglingar og nær allir kvaddir hinstu kveðju með bæn Drottins. Þetta eru ytri merki sem benda til hins kristna ívafs. Allflest íslensk böm læra að biðja Faðir vor og signa sig. Þannig hefur það verið í þúsund ár. Það er afar mikilvægt að við virðum og stöndum lífs hins vegar, þá líður ekki á löngu uns arfurinn er á þrotum og uppblást- urinn tekur við. Táknin og hefðirnar missa merkingu sína, sögurnar hrífa ekki, við þekkjum okkur ekki lengur Kristin pjóð er pjóð par sem kristindómur er kyn- slóð eftir kynslóð ofinn inn í stofnanir og pjóðlíf áður en hann verður persónuleg eign og afstaða einstaklingsins. vörð um hinar kristnu trúarhefðir, vegna þess að þær varða leiðir orðs Guðs og anda að hjarta mannsins. Við lifum á arfl sem treystur hefur verið og ávaxtaður í þúsund ár. En það er mikil- vægt að muna að ef ekki er lifandi sam- spil milli þess sem ofið er inn í hefðir og venjur annars vegar og lifandi trúar- aftur í þvi sem haft er um hönd og fjar- lægjumst uppruna okkar, týnum sál okkar. Það má ekki verða. Við berum mikla ábyrgð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.