Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 29
ÍSRAEL Leitað að Sódómu og Gómorru með hjálp kafbáts nskur vísindamaður, Michael Sanders, tel- ur að leifar borganna tveggja, Sódómu og Gómorru, sem Guð eyddi samkvæmt frásögn 1. Mósebókar, séu á botni Dauðahafsins. Hann hefur undanfarin 30 ár leitað að rústum borg- anna og segir að gervihnattamyndir geti bent til þess að rústimar sé að finna á botni Dauðahafs- ins. Á næsta ári hyggst hann leita þeirra með hjálp kafbáts. BÓLIVÍA Metsala á Biblíum Evangelískar kirkjur í Bólivíu eru í örum vexti um þessar mundir og tilheyrir þeim nú um áttundi hluti íbúa landsins samkvæmt síðustu tölum. Þetta hefur leitt til stóraukinnar sölu á Biblíum. Fyrstu niu mánuði síðasta árs seldi biblíufélagið í landinu 140 þúsund Biblíur en íyrra met frá árinu áður var 90 þúsund ein- tök allt árið. SÁDÍ-ARABÍA Kristnir reknir úr landi Undir lok sl. árs vísuðu yfirvöld i Sádí-Arabíu íjómm filippeyskum konum úr landi vegna kristilegrar starfsemi en þær höfðu staðið fyrir kristilegum samkomum á heimilum sínum. Kon- umar störfuðu á hersjúkrahúsi í Riyadh og var þeim sagt upp störfum af stjórnanda sjúkra- hússins. Þær höfðu starfað í Sádí-Arabíu i 20 ár en var neitað um laun sem þær áttu inni og bannað að taka nokkuð með sér úr landi. Blaðið Hróp úr austri greinir frá þvi að fyrirskipun um uppsögn hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. 200 milljónir ofsóttar Sérfræðingar telja að yfir 200 milljónir krist- inna manna séu ofsóttar í meira en 60 lönd- um vegna trúar sinna á Jesú Krist. Þetta á eink- um við um lönd islams en einnig þar sem kommúnismi ræður enn ríkjum. Samtökin World Evangelical Fellowship telja að ein af or- sökum ofsóknanna sé mikill vöxtur kristninnar í Asíu, Mið-Ameríku og Afríku sunnan Sahara. Fleiri fá Guðs orð á móðurmáli amkvæmt skýrslum frá Sameinuðu Biblíu- félögunum hefur Biblían eða hlutar hennar orðið aðgengileg á um 200 nýjum tungumálum á síðastliðnum fjórum árum. Fram kemur að tölvutækni hefur átt sinn þátt í að nú geta enn ileiri þjóðir og þjóðabrot en áður lesið orð Guðs á móðurmáli sínu. SVÍÞJÓÐ Gaf vefslóð Svíinn Ronny Solheim, eigandi IT-firma, lítur ekki á sig sem trúrækinn mann. Samt sem áður hefur hann keypt vefslóðina WWW.gud.com. Hann ætlar þó ekki að nota hana sjálfur heldur hefur hann gefið sænsku kirkjunni hana til þess að hún lendi ekki í röng- um höndum. BANDARÍKIN Vakningar eftir fjöldamorð * Ikjölfar fjöldamorðanna í Columbine High School í Littleton í Bandaríkjunum í lok apr- íl, þar sem fjórtán nemendur og einn kennari biðu bana, hafa orðið miklar trúarvakningar meðal unglinga. Samkvæmt heimildum blaðsins Korsets Seier drápu unglingamir tveir sem stóðu fyrir morðunum fyrst og fremst nemendur sem þeir vissu að voru kristnir. Franklin Graham (sonur Billy Graham) og hin kunna gospelsöngkona Amy Grant hafa ásamt æsklulýðsprestum og safnaðarforstöðumönnum orðið syrgjandi unglingum til mikillar hjálpar og leiðbeint þeim sem hafa snúist til kristinnar trúar. ÁSTRALÍA Undirbúa Ólympíuher- feröir Hópur kristins fólks frá ýmsum löndum hef- ur undanfarið verið á námskeiði til að und- irbúa kristnar boðunarherferðir í tengslum við Ólympíuleikana í Sydney í Ástralíu árið 2000. Námskeiðið miðar að því þjálfa þátttakendur í að boða fagnaðarerindið og vitna um Jesú Krist fyr- ir fólki sem sækir Ólympíuleíkana.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.