Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 21
líf. Samkvæmt þeirra trúarbrögðum var
það dyggð að stunda sem mest kynlíf og
gilti einu þótt það væri iðkað sem
vændi. Við þetta átti öll frjósemi lands-
ins að aukast. En Guð ætlar fólki sínu
að líta öðruvísi á kynlíf en heiðingjar.
Samkvæmt Biblíunni tilheyrir kynlífið
sambandi karlmanns og konu í hjóna-
bandi, samanber annan kafla 1. Móse-
bókar (sjá 2:24). Nokkur atriði skipta
máli um þetta samband: Karl og kona
uppfylla hvort annað og lífið heldur
áfram, karlmaðurinn á að yfirgefa föður
og móður og halda sér fast við eigin-
konu sína. Þau eiga að vera trú hvort
öðru alla ævi.
Nýja testamentið
Mikilvægustu staðimir í Nýja testament-
inu þar sem beint er vísað til samkyn-
hneigðar eru í fyrsta kafla Rómverja-
bréfsins og sjötta kafla 1. Korintubréfs.
1. Korintubréf 6:9-11
„Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki
Guðs riki erfa? Villist ekki! Hvorki munu
saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur,
hórkarlar né kynvillingar*, þjófar né
ásælnir, diykkjumenn, lastmálir né ræn-
ingjar Guðs riki erfa. Og þetta voruð þér,
sumir yðar. En þér létuð laugast, þér
eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir
nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda
vors Guðs“ (1. Kor. 6:9-11).
Tvennt í þessum texta hafði mikil
áhrif á Werner.
Annars vegar segir Páll:
„Þetta voruð þér, sumir
yðar.“ Fólkið í þessum
söfnuði hafði misjafna
fortíð. Níunda versið
bendir meðal annars til
þess að sumir hafi verið
samkynhneigðir.
ApcrevoKoiTTis (arsenokoites)
er karlmaður sem sefur hjá öðr-
um karlmanni.2 MakaKos (mala-
kos) þýðir mjúkur en þegar
orðið er notað um menn þá er
einkum átt við karlmenn og
drengi sem leyfa öðrum karl-
mönnum að misnota sig
kynferðislega.3
Hvergi í Biblíunni er samkynhneigð talin vera eðli-
leg eða jákvæð. Samlífi samkynhneigðra er alls
staðar hafnað.
Hins vegar segir hann: „En þér létuð
laugast, [en] þér eruð helgaðir, [en] þér
eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú
Krists og fyrir anda vors Guðs.“ í griska
frumtextanum kemur smáorðið „a\Xa“
(alla), sem þýðir „en“, þrisvar sinnum
fyrir. Það undirstrikar rækilega að fólkið
hafi breyst. Það var þörf á því vegna
þess að í Guðs ríki eru nýjar viðmiðanir
í siðferðisefnum. Viðmið gamla lífemis-
ins eiga alls ekki við lengur.
Þetta var eitt af þvi sem gaf Wemer trú
á að samkynhneigt fólk gæti breyst.
Hann getur vitnað um það af eigin
reynslu að slikt sé mögulegt. En hann
leggur jafnframt áherslu á að þetta sé
ferli. Páll er ekki að segja: „Þið snemst til
trúar og síðan þarf ekkert meira að gera,“
heldur er hann að tala um ferli þess að
„laugast og helgast og réttlætast". Það er
ekki hægt að ætlast til þess að sá sem
kemur til Jesú muni breytast sjálfkrafa á
öllum sviðum lífsins, síst þegar um er að
ræða svo djúpstæða þætti sem tilfinning-
ar okkar og sjálfsmynd.
Rómverjabréflð 1:18-32
Þessi texti er þyrnir í augum marga.4
Páll segir að það sé óeðlilegt að karl-
menn leggist með karlmönnum eða
konur með konum.5 Jafnframt segir
hann að Guð hafi ofurselt menn gimd-
um þeirra.6 Þessi texti dregur upp
mynd af þjóðfélagi þar sem fólk skeytir
ekki um Guð. Samkynhneigð er ekki
einangrað fyrirbæri heldur aðeins eitt af
þvi er einkennir slíkl samfélag.
Samkynhneigðir reyna að véfengja að
þessi texti fjalli um samkynhneigð. Þeir
segja að Páll sé aðeins að tala um þá
sem eru gagnkynhneigðir. Þeim sé óeðli-
legt að eiga mök við fólk af sama kyni.
Orð Páls eru í samhljóðan við boð-
skap Gamla testamentisins. Samkvæmt
því er aðeins til tvenns konar lífsaf-
staða, að leitast við að lifa í samræmi
við vflja Guðs og boðorð eða ekki.
Niðurstaða
Hvergi í Biblíunni er samkynhneigð tal-
in vera eðlileg eða jákvæð. Samlífl sam-
kynhneigðra er alls staðar hafnað. Biblí-
an er mjög samkvæm sjálfri sér varð-
andi þetta.
En hveiju hafnar hún í raun? Aðeins
verknaðinum.7 Það felst í boðskap
hennar að Guð elskar sérhvern mann,
hver svo sem hann er. Og það aðdrátt-
arafl sem laðar mann að öðrum af sama
kyni gerir hann ekki út af fyrir sig synd-
ugan. Við getum orðið fyrir freistingum
án þess að falla fyrir þeim.
2. SAMKYNHNEIGÐ:
UPPRUNI OG SÁLARLÍF
Hvers vegna eru sumir menn samkyn-
hneigðir?
a) Samkynhneigð er meðfædd, fjórar
kenningar
1 Samkynhneigðir eru þriðja kynið.
Kenningar sem þessi urðu til í lok síð-
ustu aldar. Ein þeirra taldi meðal
annars að karlmenn sem væru
mjaðmabreiðir og axlagrannir væru
samkynhneigðir. En sé málið rann-
sakað betur kemur í ljós að samkyn-
hneigðir hafa alls konar líkamsvöxt,
rétt eins og gagnkynhneigðir.
2 Hormónin ráða kynhneigðinni. Þýskur
prófessor, Gúnther Dörner, hélt því
fram á 9. áralugnum að sumar þung-
aðar konur hefðu óvenju mikið af
östrógeni og gætu því fætt samkyn-
hneigða drengi. Þessari kenningu var
hafnað vegna skorts á sönnunum.8
3 Undirstúka heilans er öðruuisi hjá sam-
kynhneigðum en öðrum. Þessa kenn-
ingu setti fram bandarískur vísinda-
maður, LaVey, ásamt vinum sinum
um 1990. Hann krufði heila látinna og
taldi sig finna þrjár stærðir af undir-
stúkum. Vitað var að undirstúkan var
stærri hjá konum en karlmönnum en
LaVey fann út að hjá 21 karlmanni í
rannsókninni var stærð hennar komin
|* Athugasemd: Werner miðar við texta Biblíuþýðingarinnar NIV (New International Version), sem notar orðin „nor male prostitutes nor homosexual off-
enders" í stað orðalagsins „né kynvillingar" í íslensku Biblíunni frá 1981. í griska frumtextanum stendur „ovrt u.aXaKoi.ooTeapo'cvoKoiTai".)