Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 20
Kjartan Jónsson Mikil umræða um samkyn- hneigð hefur farið fram í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Dr. Roland Wern- er, frá Þýskalandi, hélt fyrirlestra um efnið í Bibliuskólanum við Holtaveg vorið 1997. Hans sjónar- mið eru verðugt innlegg í umræðuna. Pistillinn sem hér fer á eftir er stuttur útdráttur úr fyrirlestrum hans. ROLAND WERNER Roland Wemer fæddist í Þýskalandi árið 1957. Hann er doktor í afrískum mál- vísindum en hefur einnig lesið guðfræði. Hann hefur fengist við að þýða Biblíuna á tungumál Núbíumanna í Suður-Súd- an og dvelur þar um tíma á hverju ári. Hann er í forsvari fyrir evangelísku leik- mannahreyfingunni Christus - Treff í Marburg. Werner hefur mikla innsýn í málefni samkynhneigðra þar sem hann hefur sjálfur verið samkynhneigður en losnað undan hneigðinni. Hann hefur margra ára reynslu af sálgæslu meðal samkyn- hneigðra og margir hafa leitað til hans. í glímunni við samkynhneigð sína las hann allar bækur sem hann komst yfir um málið. Boðskapur þeirra var yfirleitt að sá sem væri samkynhneigður yrði það alltaf og gerði best í þvi að veita kyn- hvöt sinni útrás með öðrum af sama kyni. Hann efaðist um að þetta væri eina svarið sem hægt væri að finna. Hann heyrði um fólk sem sagðist hafa verið samkynhneigt en taldi sig hafa breyst og sá dæmi um slíkt í ritningunni, t.d. í 1. Kor. 6:9-11. Hann varð því vongóður um að geta breyst. Honum þótti það öllu betri tilhugsun en að kynhneigð hans drægi úr frelsi hans til að velja sér lífsmáta.1 Hann hafði talið að Kristur gæti hjálpað sér á öllum sviðum lífsins nema þessu en nú glæddust vonir hans. Upp frá þessu fór Werner að skrifa bækur um Biblíuna og samkynhneigð. Smám saman urðu til samtök og ráð- stefnur voru haldnar þar sem samkyn- hneigðir gátu komið saman og leitað að raunhæfri lausn á vandamálum sínum. Hann dró sig í hlé á þessum vettvangi fyrir nokkrum árum en einbeitir sér að kristilegu æskulýðsstarfi í heimabæ sín- um, Marburg. Konan hans er Helga. Þau hafa verið gift í 13 ár en eiga engin böm. 1. SAMKYNHNEIGÐ OG BIBLÍAN Eftirtaldir ritningarstaðir vísa til samlífs fólks af sama kyni: 3. Mós. 18:22; Dóm. 19:22-25; l.Tím. 1:10-11; 3. Mós. 20:13; Róm. 1:18-32; e.t.v. Júd. 7. 1. Mós. 19; 1. Kor. 6:9-11; Gamla testamentið Staðirnir tveir í 3. Mósebók segja báðir að leggist karlmaður með karlmanni sé það „viðurstyggð", á hebresku „toeba“. Það þýðir eitt- hvað sem er í algjörri andstöðu við eðli Guðs og getur engan veginn samrýmst vilja hans. í 19. kaila 1. Mósebókar segir frá þvi hvers vegna Sódómu og Gómorru var eytt. Karlmenn Sódómu vissu að Lot hafði fengið gesti og heimtuðu að fá að leggjast með þeim. Eftir það ákvað Guð að eyða borginni. Margir samkynhneigð- ir menn segja að málið tengist ekki því að karlmenn hafi viljað leggjast með karlmönnum, heldur hafi það verið skortur á gestrisni sem kallaði reiði Guðs yfir borgina. En hvernig kom þessi skortur á gestrisni fram? Það skiptir líka máli. Þótt það hafi ekki verið eini glæpur þeirra að ágirnast karlmenn þá var það hluti af broti þeirra. í 19. kafla Dómarabókarinnar er hlið- stæð frásaga. Af henn má glöggt sjá að það þótti óhæfa í ísrael að karl- menn leggðust með karl- mönnum. Nágrannar ísraelsmanna, Kanverjar, höfðu allt önnur siðgæð- isviðmið varð- andi kyn-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.