Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 17
Þau hafa öll dvalist lengur eða skemur á kristniboðsakrinum í Eþíópíu: Frá v. Guðlaugur Gíslason, Birna G. Jónsdóttir, Jónas Þórisson, Benedikt Jasonarson, Margrét Hróbjartsdóttir, Valgerður Gísladóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Felix Ólafsson, Katrín Þ. Guðlaugsdóttir, Gísli Arnkelsson, Benedikt Arnkelsson, Kristinn (Felixson) Ólafsson, Guðlaugur Gunnarsson. Húsið sem þau leigðu var með mold- arveggjum og moldargólfi. „Við reyndum að koma okkur eins vel íyrir og við gát- um en gólfið var þakið mjög fínu ryki sem þyrlaðist upp og lagðist yfir barnið í vöggunni. Ég fór mjög fljótt að hafa samverustundir niðri á kristniboðslóð- inni sem norskir kristniboðar höfðu að- stoðað okkur við að kaupa. Lóðin var fyrir utan þorpið þar sem við bjuggum. Kristín var ekki hjúkrunarkona en engin heilsugæsla var í Konsó og hún gerði allt sem hún gat til að fólkið skildi að við vildurn reyna að hjálpa jrví eins og við gætum. Hún hjálpaði meira að segja við fæðingar. En okkur var það ljóst frá upphafi að þetta gæti ekki verið til frambúðar því að hún var ekki hjúkr- unarfræðingur og var sjálf með unga- barn. Því skrifuðum við strax heim og sögðum að nauðsynlegt væri að senda hjúkrunarkonu. Þá ákvað stjórn Kristniboðssambandins að senda Ing- unni Gísladóttur strax út til Konsó. Hún var komin til okkar í ágúst '55. Ég sendi Kristínu til Addis í janúar '55 og var einn í Konsó til að ljúka við húsið sem við ætluðum að búa í til að byrja með. Þar skrifaði hún formanni Kristni- boðssambandsins, Bjama Eyjólfssyni, og sagði að það væri ekki hægt að reka staríið í Konsó án þess að hafa bíl sem íslenska kristniboðið ætti. Bjarni tók þetta upp á samkomu og bað fólk um að safna fyrir bíl. Þetta gekk svo fljótt, að þegar ég kom til Addis til að sækja Krist- ínu, mátti ég kaupa bíl. Við fómm heim í þetta skipti í okkar eigin bíl. Ingunn varð að hefjast handa við mjög léleg skilyrði. Hún byrjaði heilsu- gæsluna í strákofa. Ég hafði skóla allt frá fyrstu stund eftir að við fluttum inn á kristniboðslóðina, fyrst í strákofa en síðar í skólahúsi sem ég byggði árið 1956." Straumhvörf „Um vorið 1956, rétt fyrir hvitasunnu, kom maður til mín og sagist vilja verða kristinn. Ég sagði að það væri ágætt og beðið lengur eftir mér þvi að hann yrði að taka í burtu alla hlutina sem til- heyrðu Seitan, djöfladýrkuninni, annars myndu andamir reiðast og hefna sín á sér eftir að hann væri búinn að taka þessa ákvörðun. Þá sá ég að manninum var alvara. Ég fór með góðum túlk. Við komum til þorpsins og urðum að fara um þröngar göturnar til að komast heim til hans. Við mættum ekki nokkrum manni því að allir höfðu yfir- gefið þorpið. Fólk leit þetta mjög alvar- legum augum. Það er ef til vill erfitt að skilja þetta í dag þvi að töframennirnir hafa misst mikið af sínum fyrri völdum. Barrisha hafði verið rnjög voldugur særingamaður í mörg ár. En honum var full alvara í ákvörðun sinni. Fólk bjóst við því að þetta hefði mjög alvar- Síðan tæmdum við særingakofann og brenndum hlutina sem notaðir höfðu verið í hinum heiðna átrúnaði við porpsmúrinn. bauð hann velkominn í guðsþjónustuna næsta sunnudag, þá gætum við talað betur saman. Hann kom í guðsþjónust- una. Kvaðst hann heita Barrisha Germó og vera töframaður. Nú gæti hann ekki legar afleiðingar, jafnvel að hann myndi deyja. Er við komum heim til hans var öll fjölskyldan þar sanran komin. Við Framhald á bls. 28.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.