Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 10
Haraldur Jóhannsson Trú og vfsindi þarfnast hvort annars Tengsl trúar og vísinda hafa verið mikið til umfjöllunar á þessari öld. Tónninn í um- ræðunni hefur breyst en engu að síður eru álitamálin mörg. Jóhann Axelsson, prófessor í líf- eðisfræði við læknadeild Háskóla ís- lands, flutti erindi um þetta efni á fundi hjá aðaldeild KFUM í Reykjavík og í Hallgrímskirkju. Mál hans vakti athygli og Bjarmi fór á stúfana til að kynna sér viðhorf hans nánar. Fyrst vaknar spurning um tengsl trúar og vísinda, hvemig eiga samskipti þeirra að vera? Gagnkvæm virðing á að rikja. Bæði leita svara - hvort með sínum hætti - við spumingum sem varða tilvist okk- ar. Um er að ræða tvær ólíkar leiðir til að öðlast skilning á tilvemnni. Ekkert réttlætir hroka og mikillæti á hvom veg sem er. Gott er fyrir vís- indamenn nútímans að hafa í huga fallvaltleika kenninga, gloppótta þekkingu og takmarkaðan skilning okkar. Þá eru þeir í góðum félagsskap þvi að þeir vísindamenn sem við dáum mest og eigum mest að þakka gleymdu því aldrei. En þótt við getum sammælst um að trú og visindum beri að virða hvort ann- að þá er ekki sjálfgefið að þau hýsi ekki ósættanlegar andstæður því það að virða skoðanir einhvers er ekki að gera þær að sínum. Við getum virt rétt ná- ungans til stjómmálaskoðana - en engu að síður áskilið okkur rétt til að vinna gegn þeim með ráðum og dáð. En það er ekki þess konar virðing eða umburðarlyndi sem ég tel að eigi að ríkja milli trúar og vísinda, því að ég sé engar „ósættanlegar andstæður" eða mótsagnir milli þess sem trúin og vís- indin miðla. Margir vísindamenn vilja skýra það með því að trú og visindi spyrji eðlisó- líkra spurninga um heiminn. Vísindin spyrji „hvað“ og „hvemig“. Trúarbrögðin spyrji „hvers vegna“. Hvers vegna er eitthvað fremur en ekki neitt og hvers vegna er alheimur eins og raun ber vitni? Þótt vísindin geti ekki svarað þessum „hvers vegna" spurningum finnst mér þær alls ekki ómerkilegar enda hefur þeirra verið spurt af hugs- andi fólki frá örófi alda. Ýmsir raunvísindamenn sem við get- um ílokkað undir efasemdamenn leggja áherslu á stranga verkaskiptingu milli trúar og vísinda. Efasemdamaður í okk- ar hópi segir raunvisindi ekki eiga kröfu á þvi að vera tekin hátíðlega tjái þau sig um mannleg gildi eða verðmæti - það sé alfarið í verkahring trúarbragða. Á sama hátt telur hann að trúað fólk hljóti að taka lýsingu raunvisinda á heiminum gilda, því að efnisheimurinn sé nú einu sinni viðfang raunvísinda. Virði fólk þessar leikreglur geti aldrei komið til árekstra milli trúarbragða og vísinda. Efasemdamenn eru ekki einir um þessi viðhorf. Margir trúaðir vísinda- menn telja að ekki skuli reynt að rugla reitum trúar og vísinda - það leiði til af- bökunar beggja, án ávinnings. Trú og vísindwn lendir ekki saman meðan þau Jjalla um ólík ejni en hvað gerist þegar þegar þau tjá sig um sama efni, t.d. sköpun heimsins? í dag eru flestir vísindamenn þeirr- ar skoðunar að alheimur hafi ekki alltaf verið til heldur eigi hann sér upphaf í Miklahvelli. Eðlisfræðingurinn og heimsfræð- ingurinn Paul Davis skrifar árið 1980: „Nútíma heimsmyndarfræði kveður á um sköpun á ákveðnum tíma i fortiðinni." Þótt ég sé honum sammála um sköpun þá finnst mér hann komast óheppilega að orði þegar hann full- yrðir að sköpunin hafi átt sér stað á ákveðnum tíma. Það gefur til kynna að við getum spurt: „Hvenær varð al- heimur til?“ Það held ég hins vegar að við ættum ekki að gera því að við þeirri spurningu gefst ekkert svar. Að þvi leyli er hún merkingarlaus. Öðru máli gegnir um spurninguna: „Hve langt er um liðið síðan alheimur varð til?“ Hvers vegna segi ég þetta? Jú, vegna þess að Ágústínus kirkjufaðir hafði lög að mæla þegar hann útskýrði að Guð skapaði tímann þegar hann skapaði heiminn. Af því leiðir að alheimur var ekki skapaður í eða á neinum tíma. Ég sé enga ástæðu til að draga þetta í efa og í dag eru langflestir vísindamenn sammála Ágústínusi um að heimurinn var skapaður „ekki í límanum heldur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.