Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 15
birtist virtist ekki ná yflr okkur hvítu konurnar. Ég held jafnvel að þeir hafi litið á okkur sem eitthvert þriðja kyn. Er þá engin ást í Ómó Rate? Guðlaugur: hað var svona einn og einn sem maður sá að bar einhveija virðingu fyrir konunni sinni. Ég man til dæmis eftir einum ríkasta manninum á þessum slóðum. Það var greinilegt að honum þótti vænt um konuna sina og börnin sín. Hann átti aðeins þessa einu konu og með henni fimm dætur. Þetta er til en það er mjög sjaldgæft. Ástin á milli karls og konu er bara eins og sáttmáli. Karl- maðurinn semur við föður stúlkunnar um kaupverð sem hann greiðir fyrir hana. Ég held jafnvel að ástin til kýrinn- ar hafi verið meiri en til konunnar. Þeir sýndu að minnsta kosti miklu meiri til- finningar þegar uxi dó. Þá grétu þeir og syrgðu og var mikið um að vera. Birna: Það er dálítið einkennandi fyrir þennan þjóðflokk hvað þeir eru sjálf- hverfir. Þeir hugsa um sig og sitt en ná- unginn skiptir ekki miklu máli. Bömin gengu sjálfala og okkur fannst þau hreinlega illa upp alin. Guðlaugur: Eitt sem ég vil nefna sem sýnir hvað manngildið var lítils virði í augum Dassenechmanna. Þjóðflokkurinn býr beggja vegna landamæra Kenýu og Eþíópíu og það voru stundum erjur á milli þessara tveggja hópa; þeir vom að stela kúm hvorir frá öðrum. Nú hafði hópur þeirra sem búa Kenýumegin komið yflr til Eþíópíu til þess að reyna að sætt- ast við hina. Þeir höfðu meira að segja slátrað kú og sett upp veislu og voru að gera samning um það að reyna að lifa í „Allt í einu fór mér að þykja vænt um kon- una mína,“ segir Girma, einn af fáum sem hafa tekið kristna trú í Ómó Rate. sátt og samlyndi. Þegar Kenýubúarnir voru á leið heim taka nokkrir ungir Ómóratemenn sig til og myrða átján manns köldu blóði, þar af fimm konur. Ég var þá að vinna við að byggja skýli lengst niðri á sléttu í Ómó Rate og kom að þar sem líkin lágu, en samkvæmt trú þeirra mátti enginn grafa þau nema ná- inn aðstandandi. Þrem dögum eftir þenn- an atburð hitti ég tvo þeirra sem höfðu framið verknaðinn. Þeir komu að bygg- ingunni til þess að spjalla við okkur. Þá voru þeir búnir að skera strik í húðina en það var til marks um að viðkomandi hefði drepið mann. Stundum hitti maður karla sem voru allir útstrikaðir. í nokkrar vikur lágu líkin á jörðunni þangað til hýenum- ar voru búnar að tæta þau í sig. Þetta fannst mér óhugnanlegur atburður. Birna: Það verður spennandi að fylgj- ast með þessu samfélagi þegar þeim fjölgar sem eignast kristna trú. Mig langar að nefna eitt dæmi í sambandi við þetta. Girma heitir einn af örfáum sem hafa tekið kristna trú í Ómó Rate. Hann er sjúkraliði, fékk endurmennt- unarnámskeið hjá okkur og vinnur núna við að hjúkra sinu fólki. Eitt sinn þegar hann var að llytja vitnisburð um trú sína sagði hann setningu sem ég get ekki gleymt. Hann sagði: „Allt í einu fór mér að þykja vænt um konuna mína.“ Áður drakk hann og fór illa með konuna sína og bömin - svona eins og þeir gera, en núna er orðin breyting á. Ef konan hans er veik er hann fyrstur til að koma til að fá lyf fyrir hana. Hann tekur hana með til kirkju og hún kom á skírnar- námskeið og er ein af þeim íýrstu sem er á lesskóla. Það er mjög sérstakt að karlmaður leyfi konu sinni og dætrum það. Kannski kemur kristin trú til með að breyta einhveiju þama. Hvaða gildi hefur þetta starj hajt Jyrir yklcur? Birna: Mér finnst maður fá svo miklu áorkað með svo litlu í Eþíópíu. Hér skiptir það ekki svo miklu máli þótt þú verðir veik og komist ekki á vaktina þína, það kemur alltaf einhver annar í staðinn. Þarna erlu fljótt dálítið ómissandi. Það gildir bæði um þá sem sinna verklegum þáttum og hinum sem vinna í boðunarstarfinu. Guðlaugur: Mín verkefni voru fyrst og fremst á byggingarsviðinu og mér fannst svo skemmtilegt að koma til baka á stað sem ég hafði verið að byggja upp og sjá húsin komin í notkun, kennslustofunar fullar af börnum eða vatn komið í tank- inn sem maður hafði verið að byggja í nokkra mánuði. Ég var í byggingar- nefnd þegar það var verið að byggja barnadeildina við spítalann í Arba Minch og man þegar ég kom í fyrsta skipti eftir að búið var að opna barna- deildina og sá litlu krakkana liggja í rúmunum sínum við allt aðrar aðstæð- ur en verið hafði. Þá sá maður tilgang- inn með því sem við vorum að gera. Þá brosti maður alla leið inn i hjarta! Tjöldin sem Guðlaugur og Birna gistu í og nethúsið sem þau notuðu á daginn voru hýbýli Qyða Karisdóttir er starfsmaður Landssambands þeirra fyrstu sex mánuðina í Ómó Rate. kfum og kfuk.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.