Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 6
Gunnar J. Gunnarsson Kirkjan þarf að komast meira út til þjdðarinnar og verða ríkari þáttur í daglegu lffi fólksins Rætt við sr. Jón Dalbú Hróbjartsson um stöðu kirhjunnar í borgarsarnfélaginu Kristni hefur lifað í landinu í um 1000 ár. Hátíðahöld af því tilefni eru þegar hafin. Stundum er spurt hvort ís- lendingar séu í raun kristnir eftir allan þennan tíma. En um leið og spurt er eru flestir sammála um að fátt hafi mótað íslenska sögu og menningu meira en kristnin. Hver eru svo áhrif kristninnar í landinu nú á dögum við upphaf nýrrar aldar þegar íslenskt sam- félag er gjörbreytt frá þvi sem áður var? Á einni öld hefur meiri hluti þjóðarinnar flutt í þéttbýli. Kirkjan í borgarsamfélag- inu á sér þvi ekki langa sögu. Hún hef- ur flust „á mölina" á eftir þjóðinni. Því má spyrja hvort borgarkirkjan sé ekki enn hálfgerð sveitakirkja sem eigi langt í land að aðlagast nýjum aðstæðum borgarsamfélagsins þar sem nóg er af hvers kyns afþreyingu og samkeppnin um tíma og athygli fólks er mikil. Bjarmi tók prófastinn í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, tali um málin og ræddi við hann um stöðu og möguleika kirkj- unnar í borgarsamfélaginu. Hann var fyrst spurður að því hvort borgarkirkjan væri ennþá hálfgerð sveitakirkja, mörgum áratugum á eftir tímanum. - Kirkjan á íslandi hefur verið sveita- kirkja í gegnum allar aldir og kirkjan hér í Reykjavík er tiltölulega mjög ung ef við förum að bera saman við kirkjur annarra borga í nágrannalöndum. Það er stutt síðan hún tekst á við borgina. Við sjáum að framan af öldinni er litill munur á starfi kirkjunnar hér og víða úti á landi. En upp úr miðri öldinni og ekki síst síðustu 25 til 30 árin hefur orðið gífurleg breyting. Það er ekki langt síðan það var bara ein kirkja í Reykja- vík. En í kringum 1940 fer kirkjunum að fjölga og Reykjavík skiptist síðan upp í æ fleiri sóknir. í Reykjavíkurprófasts- dæmunum tveimur eru nú átján kirkj- ur. Kirkjan i Reykjavík hefur þannig verið að breytast smátt og smátt úr sveitakirkju í borgarkirkju. Þegar borið er saman við borgarkirkjur nágranna- landanna, t.d. á Norðurlöndunum og í Þýskalandi kemur í ljós að þar hefur þjónustan, diakonían, verið mjög öílug. Hér hefur þessi þjónusta kirkjunnar verið afar lítil og aðrir hafa tekið að sér ýmiss konar þjónustu eins og t.d. Hjálp- ræðisherinn og Hvítasunnumenn fyrir þá verst stöddu í borginni. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að farið er i alvöru að huga að En upp úr miðri öldinni og ekki síst síðustu 25 til 30 árin hefur orðið gífurleg breyting. Það er ekki langt síðan pað var bara ein kirkja í Reykjavík. En í kringum 1940 fer kirkjunum aðfjölga og Reykjavík skiptist síðan upp í æfleiri sóknir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.