Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Síða 7

Bjarmi - 01.07.1999, Síða 7
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prestur í Hallgrímskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. þjónustunnt í kirkjunni. Fjölskyldu- þjónusta kirkjunnar er t.d. tiltölulega ný og kirkjan hefur núna á allra síðustu árum brugðist við á tímum atvinnuleys- is með því að standa að því fyrir nokkrum árum að byggja upp miðstöð fólks í atvinnuleit með verkalýðshreyf- ingunni og samtökum atvinnuveganna. Ég vil einnig nefna sérþjónustu kirkj- unnar úti á sjúkrahúsum og á ýmsum stofnunum. Þarna hefur verið mikill vaxtarbroddur á undanfömum ámm og við erum líklega með fjórtán eða flmmt- án sérþjónustupresta hér á þessu svæði, fangaprest, sjúkrahúspresta, heymleysingjaprest, svo dæmi séu tek- in. Þeir vinna geysilega gott starf og fólk á þessum stofnunum metur starf þeirra ákaflega mikils, bæði þeir sem vinna þar og eins þeir sem njóta þjónustunn- ar. Þarna vantar þegar miklu fleira fólk og fjármuni til að ráða það til starfa. Það má því segja að kirkjan sé að reyna að bregðast við verkefnunum í borginni meira og meira. Allra síðasta dæmið er miðbæjarstarf KFUM og KFUK sem kirkjan hefur í vetur gengið inn í. Þar hefur verið ráðinn prestur til starfa til að sinna ungu fólki sem leitar í mið- borgina að næturlagi um helgar. Kirkj- an í borginni hefur þannig verið að vakna til lífsins smátt og smátt. Smátt og smátt, segirðu. Er kirkjan e.t.v. svo íhaldssöm stojnun að hún verði alltaf dálítið á eftir tímanum? - Já, það er alveg rétt. Kirkjan er íhaldssöm í eðli sínu. Hún breytist ekki hratt. Það þarf ekki að vera slæmt fyrir kirkjuna þótt hún megi auðvitað ekki staðna. Hitt getur líka verið varasamt að ætla að hlaupa stöðugt á eftir nýjum og nýjum tískustraumum. Hver er staða og möguleikar kirkjunnar hér í Regkjavík að þínu mati? Nær hún í rauninni til borgarbúa eðafær hún bara að vera með á tyllidögum? - Ég tel að möguleikar kirkjunnar í Reykjavík séu afar miklir. Þá skoðun byggi ég á ]jví að almenningur í landinu. sem að stórum hluta tilheyrir þjóðkirkj- unni, lítur að stærstum hluta jákvæð- um augum á kirkjuna. Það ríkir já- kvæðni með þjóðinni gagnvart kirkj- unni. Við sem störfum í kirkjunni finn- um að það er mjög auðvelt að mæta fólki sem starfsmenn kirkjunnar. Við mætum jákvæðu viðmóti og það hefur jafnvel aukist á síðustu árum. Skilning- ur á samstarfi við kirkjuna hefur einnig vaxið. Þá á ég við skóla, leikskóla og jafnvel fyrirtæki. Þarna tel ég vera ónýtta möguleika og að margir úli í þjóðfélaginu bíði hreinlega eftir þvi að kirkjan komi til starfa. Þetta fann ég t.d. vel sjálfur þegar við stóðum í því að opna miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit eins og ég nefndi áðan. Mér var fagnað i hópi þess fólks sem hlut átti að máli og fólk varð jafnvel hissa á að kirkjan ætlaði að fara að gera eitthvað á þessum vett- vangi. Þannig held ég að það sé hægt að nýta miklu fleiri möguleika heldur en eru í þessu hefðbundna safnaðarstarfl sem samanstendur af guðsþjónustu- haldi og ýmsu helgihaldi, s.s. bæna- stundum og kyrrðarstundum, fræðslu- starfi fyrir börn og fullorðna, mömmumorgnum og ýmsu fleiru sem boðið er upp á í kirkjunni. Þessi starf- semi fer fram innan salarkynna kirkn- anna en fyrir utan kirkjuhúsin eru Það ríkir jákvæðni með þjóðinni gagnvart kirkjunni Við sem störfum í kirkjunni finnum að það er mjög auðvelt að mætafólki sem starfsmenn kirkjunnar.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.