Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 16
Kjartan Jónsson Upphaf kristniboðs (Konsd Viðtal við Felix Ólofsson að var ákaflega áhrifaríkt að koma til baka. Ég sá breyt- ingar en samt er margt enn eins og það var, t.d. fátæktin sem enn er mikil. Eftir hung- ursneyðir og byltingar á þjóðin við margvíslega erfiðleika að stríða. Það orkaði sterkt á mig frá fyrsta degi hve margir höfðu náð langt þrátt fyrir fá- tæktina. Jafnvel í Konsó eru nú margir vel menntaðir menn. Þjóðfélagsbreyting- ar hefðu orðið þótt við hefðum aldrei komið þangað, en það hefur haft geysi- mikla þýðingu að við vorum fyrstu út- lendingamir sem settumst þama að.“ Sr. Felix Ólafsson, íslendingurinn, sem hóf kristniboðsstarf í Konsó í Suð- ur-Eþíópíu ásamt konu sinni Kristínu Guðleifsdóttur, heimsótti sinar gömlu starfsstöðvar fyrr á þessu ári eftir 41 árs fjarveru. Það vakti mikla athygli hér á landi er þau hjónin lögðu af stað til Eþíópíu í ársbyijun 1953 til brautryðj- endastarfa í afskekktu héraði sem eng- inn íslendingur hafði augum litið. Vígslu þeirra í Hallgrímskirkju var út- varpað, blöðin skrifuðu um hana og mikill mannfjöldi kvaddi þau á hafnar- bakkanum þegar þau lögðu af stað í fyrsta áfanga leiðarinnar, til Hull í Englandi, í boði Eimskipafélagsins. Norska skipafélagið Mosvold gaf þeim fría ferð áfram sjö mánuðum síðar til Massawa í Erítreu að afloknu ensku- námi. Felix var aðeins rúmlega 23 ára gamall þegar þau lögðu upp í þessa löngu ferð. Uppvöxtur og mótunarár Felix er Reykvíkingur, fæddur 20. nóv. 1929. Foreldrar hans voru Ólafur Guð- mundsson og Hallfríður Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjóra syni, sr. Guðmund Óla, Bjarna lektor, Friðrik, sem lést ungur, og Felix. „Ég komst strax sem bam undir sterk áhrif frá KFUM og hef verið svo gæfu- samur að það sem ég öðlaðist þar hefur verið mitt leiðarljós alla ævi. Þess vegna kynntist ég kristniboðshreyfingunni mjög snemma. Ég var bara stráklingur innan við fermingu þegar ég ákvað að verða prestur en síðar kom ótvirætt kall um að verða prédikari og kristniboði." Felix hætti menntaskólanámi þegar það var hálfnað til þess að hefja sex ára nám við skóla Norska lútherska kristni- boðssambandsins, Fjellhaug í Osló, vegna þess að nemendur voru aðeins teknir inn á sex ára fresti á þeim ámm og of langt þótti að bíða svo lengi. Námsskrá fyrstu tveggja áranna miðaði að því að gefa nemendum svipaða menntun og menntaskólar en auk þess sótti Felix kvöldnámskeið á Kristelig Gymnasium í Osló jafnhliða námi. Á meðan hann dvaldist í Noregi jókst áhugi og skilningur á kristniboði mikið á íslandi. „Ég kom alltaf heim í sumarleyfi á hverju sumri v.þ.a. þá var byrjað að fljúga. Ég kynntist konunni minni laus- lega árið 1949 uppi í Vatnaskógi. Sum- arleyfin voru stutt og ég fór fljótlega út aftur, en mér hafði litist svo vel á hana að ég skrifaði henni bréf þótt ég vissi ekki hvar hún átti heima og setti bréflð í póstinn aðeins með nafninu hennar og í Reykjavík. Bréfið komst til skila!" Krist- ín og Felix giftust árið 1952. Það ár var viðburðaríkt því að þá var ákveðið á aukaaðalfundi Samband íslenskra kristniboðsfélaga að hefja kristniboðs- starf í Eþíópíu og í árslok voru þau vígð. Á enda veraldar Fram að þessu höfðu íslenskir kristni- boðar verið starfsmenn norskra kristni- boðsfélaga en nú átti að verða breyting á. íslendingar ætluðu að hefja starf á meðal ákveðins þjóðflokks í Eþíópíu sem átti að verða starfsakur íslenskra kristniboða. Þeir ætluðu að sjá um það sjálflr. Þetta var nýtt og það vakti athygli. „Við komum til Eþíópíu 25. septem- ber 1953, held ég. Þá tók við nám í am- harísku. Það þurfti mikinn undirbúning til að hefja starfið í Konsó.“ Felix og Kristín höfðu hvorki bíl til umráða né talstöð. Þvi urðu þau að fá norskan bílstjóra til að aka með sig til Konsó. Það tók á annan mánuð og mikla hrakninga fyrir litlu fjölskylduna að komst á leiðarenda. Til að komast síðasta áfangann sömdu þau við ítala sem átti hálfs tonns vörubíl um að flytja þau og farangurinn. „Við komum seint um kvöld til Konsó og fluttum inn í hús sem við vorum búin að taka á leigu. Fólk tók okkur vel en var mjög forvitið og ágengt. Ég man að þó að við værum bæði dauðþreytt þá orkaði það afskaplega sterkt á okkur að vera komin. Þá kom til mín þessi hugs- un að hér ætti mikið eftir að gerast því að Kristur væri kominn til Konsó. Ég hef geymt þessa minningu í huga mér.“ Þetta var haustið 1954. Við komum til Epíópíu 25. september 1953, held ég. Þá tók við nám í amharísku. Það purfti mikinn undirbúning til að hefja starfið í Konsó.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.