Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1999, Qupperneq 28

Bjarmi - 01.07.1999, Qupperneq 28
Framhald afbls. 17. áttum einfalda stund þar saman. Ég bað til Guðs og las úr Guðs orði og sagði honum að ég gerði þetta í Jesú nafni. Síðan tæmdum við særinga- kofann og brenndum hlutina sem notaðir höfðu verið í hinum heiðna átrúnaði við þorpsmúrinn. Það var heilmikið verk. Við urðum t.d. að höggva niður tvö tré, annað þeirra hafði verið fómartré. Ég fór heim þegar þessu öllu var lokið en eldsnemma næsta morgun kom hann með fjölskyldu sína og fjölda manns úr þorpinu sem fylgdi honum. Það hafði komið til hans við sólarupprás til að sjá hvað hefði gerst og hvort hann væri enn þá lifandi. En hann hafði sofið vel. Það hafði svo mikil áhrif á fólkið að þó nokkuð stór hópur fylgdi honum. Síðan hélt það að mestu til á stöðinni næstu vikuna til að finna öryggi og biðja saman. Það var því hópur fólks sem tók trú ásamt Barrisha enda var hann and- legur leiðtogi þess. Þetta markaði þáttaskil i lífl Konsómanna, enda líta þeir svo á enn þann dag í dag. Það er stórkostlegt að hafa fengið að taka þátt í upphafinu. Þegar ég var í heim- sókn íyrir stuttu varð ég lítið var við seiðmenn og fékk að vita að þeir hefðu nú orðið miklu minni völd en áður. Þetta er merkilegt og sýnir að þjóðfélagið hefur breyst. Barrisha breytti seiðmannakofan- um i bænahús og kalkaði húsið hvítt að innan. Fólk gat setið meðfram veggjunum. Þannig var húsið helgað nýrri trú. Nú býr hann í þessu húsi sem sýnir hversu fijáls hann er sem kristinn maður, algjörlega leystur undan þvi valdi sem hann var ofur- seldur áður fyrr. Við rifjuðum alla þessa atburði upp þegar ég var í heimsókn þama úti og hann mundi þá alla jafnvel og ég. Þó að hann hafi haldið fast við gömlu menninguna, sem hann ólst upp við, þá hefur hann veitt báðum sonum sínum góða menntun. Annar þeirra er skólastjóri grunnskólans okkar á stöðinni en hinn er kennari í sögu og landafræði við menntaskóla sem ný- lega var byggður í Konsó. Síðustu eitt og hálfa árið okkar í Konsó var ákaflega góður tími. Þá blómgaðist allt starfið ákaflega hratt. Við fómm heim til íslands í árbyij- un 1958 staðráðin í að fara út aftur, en svo varð ekki.“ Þeirra beið annar starfsvettvangur, prestsskapur í sjö ár í Grensássöfnuði, tvö ár í Noregi og siðan 27 ár í Danmörku. Kristín, kona Felixar, veiktist af krabbameini árið 1994 og barðist við það í þijú ár. Hún dó í nóvember 1997. Út á ný „Kristín minntist á það skömmu áður en hún dó að kannski væri kominn tími til að ég færi í heimsókn til Kon- só en ég hafði aldrei farið þangað frá því að við komum heim árið 1958. Þá fannst mér allt í einu sjáilfsagt að ég færi. Það hafði sitt að segja að Jó- hannes Ólafsson, minn gamli vinur, var þama úti og var að enda sinn fer- il, en mig langaði til að sjá Eþíópíu á meðan hann væri þar. Það var ólýs- anlegt að koma þangað. Það var eins og hringurinn lokaðist. Ég var í þrjár vikur í Konsó og fékk einstakt samband við Konsó- menn þennan tíma. Þeir opnuðu sig fyrir mér. Leiðtogi kirkjunnar í Kon- só, presturinn Kússía sem hefur átta manna ráð sér til stuðnings, kom með það til mín einn daginn. Við sátum saman í þrjá klukkutíma og töluðum um starfið. Að lokum vildi fólkið að við bæðum saman og að ég blessaði það. Þeir köstuðu sér á gólf- ið, eins og þeir gera. Ég sagði þeim að ég ætlaði að blessa þá á íslensku þvi að frá íslandi hefði ég komið. Svo gerði ég það. Að því búnu sagði ég við Kússía: „Hver á svo að blessa mig?“ Þá sagði hann: „Við gerum það öll.“ Svo komu þau öll og lögðu hendur yfir mig. Það var óskaplega sterkt. Æviferill minn hefur verið sem ævintýri." Þjdnusta sáttargjöröarinnar Framhald afbls. 25. um syndimar em þær fyrirgefnar" (Jóh. 20:22). Boðskapurinn sem við erum send með er boðskapur um fyrirgefningu og sátt við Guð fýrir trú á Jesú Krist. Okkur er gefinn heilagur andi hans. Þess vegna getum við farið og þess vegna eigum við kraft og djörfung til þjónust- unnar. Finnist okkur eitthvað vanta upp á það eða þreytan og doðinn einkenna okkur þá vill Guð gefa okkur nýjan kraft og djörfung og kærleika sinn og vilja til þess að þjóna honum og náunga okkar. Söfnuðurinn í Korintu dró stöðu og hlutverk Páls postula í efa, líklega vegna þess að Páll var ekki í hópi þeirra tólf sem vom með Jesú. En Páll leggur á það áherslu að hann og allir þeir sem þekkja Jesú Krist og tilheyra honum séu erind- rekar hans. Við efumst liklega ekki um stöðu Páls postula en við getum efast um okkar stöðu og hlutverk eða verið sinnu- laus um það. Boðskapurinn til okkar er þá þessi: Jesús Kristur dó fyrir okkur. Við emm dáin með honum undan valdi syndarinnar og þjónustu við hana og upprisin til nýs lífs með honum og þjón- ustu við hann. Við lifum þvi ekki framar sjálfum okkur heldur honum sem er fyrir okkur dáinn og upprisinn. Þetta er ekki okkar verk heldur hans sem sætti okkur við sig fyrir Krist og gaf okkur þjónustu sáttargjörðarinnar og vill gefa okkur allt það sem við þörfnumst til að geta innt þá þjónustu af hendi. Rit sem stuðst var við: Barret, C.K. 1971. The first Epistle to the Cor- inthians. London. Douglas, J.D. (ed.) 1980. The New lllustrated Bible Dictionary l-lll. Leicester. Gilbrant, T.h. (red.) 1977-80. Studie Bibelen 1-5. Oslo. Gilbrant, T.h. (red.) 1984-90. Illustrert Norsk Bibelleksikon 1-8. Oslo. Guthrie, D. (ed.) 1977. The New Bible Commentary Revised. Leicester. Richardson, A. 1958. Introduction tothe Theology of the New Testament. London.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.