Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.07.1999, Blaðsíða 14
Birna: Tjöldin voru aðeins notuð sem svefnstaður. Gulli byggði lítið „hús“ íyrir okkur úr neti sem var allt í senn stofa og eldhús - það hefur verið um níu fer- metrar. Þar vorum við með lítinn eld- húsbekk og elduðum og borðuðum þar því það var svo mikið af skordýrum þarna. Hitinn fór upp í 42 gráður þannig að yfir miðjan daginn gerði mað- ur ekki mikið. Maður var sveittur og skítugur allan daginn. Við vorum með lítið af fötum og þvoðum þau bara jafn- óðum. Við vorum með gastæki og lítinn ísskáp sem hjálpaði heilmikið. Við fyllt- um frystinn af mat og notuðum líka dósamat. Þama voru bæði sporðdrekar. slöngur og stórar, hættulegar köngulær fyrir utan mýið sem var mest á kvöldin. Það er mikil bænheyrsla að við skyldum aldrei hafa orðið fyrir hættulegu biti. Gulli byrjaði strax að byggja þarna bráðabrigðahúsnæði en við komumst aldrei svo langt að flytja inn í það því að við fórum heim um það leyti sem það var tilbúið. Þá vorum við búin að vera í Eþíópíu í tæp íjögur ár og fómm heim í ársleyfi. En við komum aftur til Ómó Rate og vomm þar seinna árið af síðara tímabili okkar þannig að kynnum okkar af Ómó Rate var ekki lokið. Gulli var að byggja upp heilsugæslustöðvar og íbúð- arhús á svæðinu. Guðlaugur: Kristniboðsstöðin sem ég var að byggja stendur við Ómóána sem rennur alla leið niður til Kenýu. Þjóð- flokkurinn sem þarna býr heitir Dassenech og býr beggja vegna landamæra Eþíópiu og Kenýu. Menn höfðu ekki mikla trú á okkur þegar við komum fyrst til Ómó Rate. -Það höfðu oft komið þangað ýmsir hópar manna og sagst ætla að byggja þama upp en það vom bara orðin tóm. Nú var kirkjan komin þarna til þess að gera ákveðna hluti og fólk sá að hún stóð vlð það sem hún lofaði. Nú er búið að byggja þrjú sjúkraskýli í Ómó Rate. Hvernig gekk að kynnast Dassenech- mönnum og eignuðust þið einhverja vini meðal þeirra meðan á ctvöl ykkar stóð? Birna: Það var held ég of langt á milli okkar og Dassenechmanna. Við voram kannski ekki heldur nógu lengi til þess að læra málið og kynnast þeim en fólk kom oft til okkar og sat fyrir utan hjá okkur og var að fylgjast með. Ég eignað- ist helst vini meðal þeirra sem ég vann með; sjúkraliða sem unnu á sjúkraskýl- inu og kvenna sem unnu þar. Birna Gerður við hjúkrunarstörf í Eþíópíu. Guðlaugurvar „byggingarkristniboði" í Eþíópíu. Hér er hafin bygging heilsugæslu- stöðvar og kennslustofu í Kapusia vorið 1998. Guðlaugur: Við eignuðumst vini að því leyti að við kynntumst betur smá- hóp sem bjó næst stöðinni. Mér fannst mjög gaman að fara út í þorp og vera þar á kvöldin að sitja og spjalla. Maður íylgdist með þvi þegar uppskeran var að koma og þeir komu líka þegar veikindi og annað komu upp. Að því leyti má segja að við höfum eignast vini en ekki nána vini. Það var hins vegar öðmvísi í Konsó. Þar átti ég marga vini, bara eins og heima á íslandi og jafnvel persónu- lega betri vini. Mörgum kynntist ég til dæmis þegar ég var bam í Konsó. Hvernig leið þér sem konu í samfélagi Dassenechmanna, Bima? Birna: í Ómó Rate er fólk sem lifir allt öðruvísi en við. Karlmenn eru vinir og tala saman. Konurnar halda sig sér. Maður og kona tala ekkert endilega saman í hjónabandi. Mennirnir kaupa konurnar fyrir kýr og þeir kaupa sér jafnvel tvær, þrjár eða fleiri eftir þvi hvað þeir eru ríkir. Markmiðið er að konan eignist böm og ef hún gerir það ekki er henni skilað til baka og maður- inn fær verðgildi kúnna endurgreitt. Þetta er auðvitað svo ofboðslega ólikt því sem við eigum að venjast. Konan er ekki annað en vinnudýr í þessu þjóðfé- lagi. Hún sinnir öllum daglegum störf- um eins og að sækja vatn, elda mat, hugsa um börnin, mjólka kýrnar og meira að segja að byggja kofana. Þeir eru hirðingjar og ílytja kofana á milli staða ef þeir þurfa að finna annað beiti- land - og það er konan sem pakkar saman og flytur. Hún gerir nánast allt. Þeir liggja og hvila sig og gæta nautgrip- anna og em líka dálítið á ökrunum þeg- ar sá tími er. Það sló mig mest þegar þeir voru að koma til okkar á sjúkra- skýlið með konumar sínar veikar. Það virtist vera alveg sama hversu fárveikar þær voru, þær burðuðust samt með barn á bakinu eða maganum, annað barn sem þær leiddu við hliðina á sér og kannski korn á bakinu líka. Karlinn stóð við hliðina á þeim með stólinn sinn! Þetta viðhorf til kvenna sem þarna

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.