Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1999, Page 9

Bjarmi - 01.07.1999, Page 9
hámessu dagsins, s.s. djass- og pop- messur eða samkomur með léttu sniði. Þessar samverustundir eru töluvert sóttar af ungu fólki enda höfða þær oft betur til ungu kynslóðarinnar heldur en hin hefðbundna messa. Það er hins veg- ar ekki ástæða til að breyta henni mikið meðan hún er sótt af fólki sem finnur þar sitt trúarsamfélag. Messan hefur þróast í aldanna rás og tengir saman kynslóðirnar og ekki rétt að kollvarpa henni vegna einhverra upphrópana eða tískusveiílna. Ég tel heillavænlegra að reyna aðra möguleika við hliðina á henni og það er líka staðreynd að fólk sem byrjar að sækja kirkju og lærir á messuna það iinnur sig margt i henni. Guðsþjónustan er ekki skemmtun held- ur tilbeiðsla og uppbyggileg samvera þar sem fólk kemur til að sækja sér andlega næringu og til að eiga samfélag við Guð og menn. Ég get vissulega tekið undir það að kirkjan þarf að gera mun meira til að ná til unglinga og ungs fólks. Hún þarf að vera óþreytandi í að finna leiðir til þess að mæta þessu fólki. Sá hópur bama og unglinga sem lekur þátt í ýmiss konar starfi kirkjunnar er vissulega allstór en hann þarf að verða miklu stærri þvi þeir sem taka þátt í starflnu finna hve mikils virði það er fyrir þá. Á undanjomum ámm hefur mildu fé ver- ið varið lil glæsilegra kirkjubygginga hér í Reykjavík og nágrenni. Hefur sjálft kirkjustarfið ekki goldiðfyrir að allir Jjár- munir eru bundnir í byggingum? Hefur þetta verið rétt stefna? - Það eru margar glæsilegar kirkju- byggingar í Reykjavík og þær hafa verið byggðar á tiltölulega stuttum tíma og oft við erfiðar aðstæður fjárhagslega. Samt sem áður er ótrúlegt hvað hægt hefur verið að gera. Söfnuðirnir eru sjálfstæð- ar einingar sem stjórna sér og sínum fjármálum algjörlega sjálfir. Þar er ákvörðunarvaldið um það hvernig og hve stórt er byggt. Það hefur verið al- menn skoðun kirkjufólks að það þurfi bæði kirkju og safnaðarheimili til að geta boðið upp á fjölbreytt safnaðar- starf. Það er auðvitað alltaf hægt að velta því fyrir sér hvort of miklu sé eytt í kirkjubyggingar eður ei. Við sitjum hér i stærstu kirkjunni í landinu, Hallgrímskirkju. Hún er nán- ast orðin eins og tákn Reykjavíkur. Hvar sem við sjáum myndir af Reykja- vik sést hún. Hún bendir í hæðir og er líka boðandi sem hús þvi það vita allir hvaða hús þetta er og hvað það stendur fyrir. Þannig séð er það jákvætt að kirkj- an skuli vera sýnileg með þessum hætti, að það séu til staðar hús sem minna á Guð og samfélagið við hann. Krosstákn- ið og ýmis fleiri tákn sem eru á og í kirkjunum bera vitni um (rúna á Jesú Krist. Þetta er ekkert einsdæmi hér að fólk leggi áherslu á að byggja kirkjur. Sem dæmi má nefna að þegar uppbygg- ingin hófst í Póllandi eftir niðurlæging- artímana þar þá voru kirkjumar eitt af því fyrsta sem fólk sá ástæðu til að lag- færa. Auðvitað þarf að vega það og meta hvað fer í húsin og hvað fer í lifandi starf. Það vantar vissulega alltaf fé til starfsins og það væri hægt að hafa miklu öflugra starf í kirkjunum öllum ef meira fé væri til að setja i það og hafa starfsfólk til að sinna fjölþættu starfl og mæta þeim þörfum sem em úti í þjóðfé- laginu. Á hvað á kirkjan þá að leggja aðalá- herslu í starfi sínu? - Það er afskaplega ljóst í mínum huga. Hún á að boða Jesú Krist kross- festan og upprisinn mönnum til frelsun- ar. Hún á að mæta fólki ólíkum aðstæð- um með það fagnaðarerindi. Áherslan á það má aldrei dvina og allt starf kirkj- unnar í allri sinni íjölbreytni á að miða að þessu. Hvemig getur kirkjan gert venjulegt safn- aðarfólk ábyrgara og virkara í starfi safnaðanna? - í þessu efni hefur ýmislegt verið gert á síðustu árum. Það fór af stað í kirkj- unni átak sem heitir safnaðaruppbygg- ing. Þá var farið eftir ákveðinni áætlun um það að kalla fólk úr söfnuðunum til að setjast niður og skoða starfið í söfn- uðunum. umhverfið og allar aðstæður og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að ná til fólks. Það kom margt gott út úr þessari vinnu og margt fólk úr öll- um stéttum þjóðfélagsins varð virkt í gegnum þetta átak. Þetta er ein leið til að virkja safnaðarfólk. Það er stöðugt verið að leita að leiðum til þess að efla fólk til þátttöku í starfinu með því að hafa félagsstarf af ýmsu tagi í söfnuð- unum, safnaðarfélög, kvenfélög o.fl. og oft leiðir þess háttar starf til þess að fólk verður virkt í starfi safnaðanna með ýmsum hætti. Kvenfélögin hafa t.d. safnað óhemju fé til kirkjunnar, bæði til uppbyggingar starfsins og til fegrunar á kirkjunum. Einnig hefur verið reynt að virkja fólk inn í sjálfa guðsþjónustuna og láta það taka beinan þátt í henni. Svo má ekki gleyma listastarflnu. Það er að mestu leyti byggt upp af öðrum en prestum eða starfsfólki kirknanna. Þar er fólk sem kemur og vill sinna listinni í kirkjunni og á því sviði eru margir möguleikar og svið listarinnar sem eru ekki nýtt enn. Þarna er hægt að opna fleiri gáttir og bjóða fleira fólk velkomið til starfa með þess konar áherslum. Það er aldrei nóg að gert í þessu og þörf á að vera vakandi fyrir möguleikunum á því að safnaðarfólk verði ábyrgt og virkt í starfl safnaðanna. Nú er kristnihátíðin hajin. Hvemig ætlar kirkjan í Reylgavík að halda upp á þús- und ára afmæli kristnitökunnar? - Fyrir tveimur árum var ákveðið að fara af stað með undirbúning að hátíða- höldum af þessu tilefni. Það var kosin sameiginleg nefnd prófastsdæmanna tveggja í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi og einnig voru fengnir fulltrú- ar frá þessum þremur sveitarfélögum. Þessi nefnd er búin að starfa núna í nær tvö ár. Hún hefur undirbúið viða- mikla dagskrá sem mun standa frá miðjum ágúst nk. og út árið 2000. Há- tíðahöldin hefjast sem sé 15. ágúst inni í Laugardal. Þar verður útiguðsþjónusta á Laugardalsvelli þar sem biskup ís- lands mun prédika. Þar syngur meðal annars þúsund manna kór og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari verður með okkur og gleður guðsþjónustugesti. í framhaldi af guðsþjónustunni verður mikil íjölskylduhátíð í Laugardalnum og loks gospeltónleikar í Laugardalshöll. Hugmyndin er að dalurinn iði af lífi þennan dag þar sem minnt er á hið kristna starf frá öllum hliðum og með þátttöku hinna ýmsu trúfélaga. Tilgang- urinn er að vekja athygli á kirkjunni og Framhald á bls. 11.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.