Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 7
Umrceócw í Kvennakirkjunni hefur mikið snúist um málfar. Þetta er spurning um það að hve miklu leyti tungumálið mótar okkur. Konurnar í Kvennakirkjunni segja: „Málfar mótar.ec Gengið er út frá því að tungumálið hafi áhrif á okkur og sjálfsmynd okkar. Eg er sammála því. Aó breyta textum Biblíunnar Afstaða fólks til kvennaguófræðinnar hér á landi mótast mjög af því að litió er á hana sem einsleita túlkun á guðfræóinni og hún afgreidd í eitt skipti fýrir öll. En eins og áður segir má innan hennar greina ýmsar stefnur og ólíkar áherslur. Það er mikil einföldun og alls ekki raunin að allir kvennaguófræóingar séu steyptir i sama mótió. Umræðan í Kvennakirkjunni hefur mikið snúist um málfar. Þetta er spurn- ing um það að hve miklu leyti tungumál- ið mótar okkur. Konurnar í Kvennakirkj- unni segja: „Málfar mótar.“ Gengið er út frá því aó tungumálið hafi áhrif á okkur og sjálfsmynd okkar. Eg er sammála því. Ef við heyrum alltaf talað út frá sjónar- horni karla og í karlkyni, hefur þaó áhrif á okkur. I kirkjunni eru konur oft ávarp- aðar í karlkyni og myndirnar sem notað- ar eru um Guó eru karlkyns. Þetta eru rökin fyrir því aó taka þurfi málfarió í kirkjunni til endurskoðunar. I jafnréttisá- ætlun kirkjunnar, sem samþykkt var á Kirkjuþingi og tók gildi á síðasta ári, seg- ir að fram þurfi aó fara „endurskoóun málfars í kirkjulegri boðun og starfi“. Það er tvennt sem um er aó ræða þeg- ar talaó er um endurskoðun á tungumáli helgihaldsins og ritningarinnar. Annars vegar er það tungumál sem varðar mannleg samskipti. Konur hafa bent á að eingöngu er notaó karlkyn þegar fiólk er ávarpað í textum ritningarinar. Páll segir til dæmis „kæru bræóur" þegar hann er án efa líka að tala vió konur, enda nafngreinir hann margar konur í frumkirkjunni. íslenska biblíuþýðingin hefur haldió karlkyninu. í hjónavígslu- dtúalinu í handbók presta frá 1981 er texti frá Páli sem er allur í karlkyni og endar á orðunum: „Verið þakklátir." Þá vaknar spurningin: Megum við breyta því og segja: „Verið þakklát“? Getum vió, með öórum orðum, breytt textanum yfir á mál beggja kynja (inclusive langu- aSe) og samt verið trú upphaflegri merk- 'ngu textans? Svar mitt er já. Ég held að v'ð eigum að gera þaó, til þess að text- 'nn nái til þeirra sem við erum að tala við. Hitt atriðið varóar myndir okkar af Guði. Af hverju ávörpum við Guð ekki sem móóur til jafns við föður? Það þýóir ekki aó við séum að segja að Guð sé kona eða karl, því slíkt stríóir að sjálf- sögðu gegn kristinni guðfræði. Það sem málið snýst um eru þær myndir sem vió notum um Guð og eru litaðar af reynslu- heimi okkar og samfélaginu sem við lif- um í. Kristur notaði einnig myndir úr sínu umhverfi þegar hann talaói um Guð. Hann talaði um Guð sem föður er leitaói aó týndu barni (Lúk. 15,11-32). Kristur líkti Guði við konu sem bakar brauð (Matt. 13,33) og leitar að týndri drökmu (Lúk 15,8-10). Hann líkti sér einnig við hænu sem safnar ungunum undir vængi sína (Matt. 23,37). Jesaja spámaður talar um Guð sem móður er gefur barni sínu brjóst (Jes. 49,15) og móður sem hossar barni sínu á hné sér og huggar þaó (Jes. 66,1 2-13). Konur gagnrýna tungumálið sem not- að er í guðfræðinni og helgihaldinu. Einn affremstu kvenguðfræðingum Bandaríkjanna, Elisabeth A. Johnson, heldur því fram aó það skipti miklu máli hvaða tákn við notum um Guð vegna þeirra áhrifa sem þau hafa („The symbol of God functions"). Ef bæói karl og kona eru sköpuð í Guðs mynd, eins og segir í fyrri sköpunarsögunni í 1. Móse- bók, hvers vegna eru kvenmyndir af Guði þá ekki jafnréttháar og karlmyndir af Guði? Hvers vegna má ekki tala um aö Guð hafi kvenlega eiginleika og nota kvenlegar myndir um Guð jafnt og karl- legar, ef bæði kynin endurspegla mynd Guðs? Ef að er gætt kemur í Ijós aó þeir eiginleikar sem Kristur segir að Guð faóir hafi eru ekki síður kvenlegir en karllegir. Þeir lýsa fyrst og fremst umhyggju og kærleika foreldris fyrir barni sínu. Ef við notum sífellt myndir af Guði sem hershöfðingja eða konungi erum við að halda á lofti ákveðnum eiginleikum sem fela í sér mjög einhlióa lýsingu á Guði. En kirkjusagan geymir mörg dæmi um aórar guðsmyndir, þar sem m.a. hef- ur verió talað um Guð sem móður, t.d. Abelard og Bernard frá Clairvaux, sem og margar konur á 13. og 14. öld. Móð- urmyndin hefur einnig oft verió notuð um Krist en heilagur andi er sú persóna guðdómsins sem oftast hefur verið kven- gerð í sögu kirkjunnar. Hvert stefnir? Konur voru í fýrstu mest í biblíufræðun- um og kirkjusögunni en eru nú orðnar fjölmennar í flestum greinum guðfræð- innar. Það hefur skipt miklu máli að takast á við ritninguna, vald hennar og hvað hún segir um frelsi kvenna. Þetta er að skila sér innan hinna ýmsu greina guðfræóinnar. Hér á landi fer konum fjölgandi á meðal útskrifaðra guðfræó- inga. Konur eru nú um 20% af presta- stétt þjóókirkjunnar og 60-70% af guð- fræðinemum. Námskeið sem kynna kvennagagnrýnið sjónarhorn innan guó- fræðinnar eru ný við guðfræóideild Há- skóla Islands. Fyrst var boðið upp á námskeió af því tagi haustió 1996. Kvennakirkjan gefur konum ákveðið rými til að rækta trú sína og gera tilraun- ir með helgihaldið. I Kvennakirkjunni eru geróar tilraunir innan hins hefðbundna guðsþjónustuforms. Um 100 konur sækja guðsþjónusturnar að meóaltali en karlmönnum er alls ekki bannaður að- gangur! Kvennakirkjur eru til víða um heim og því er Kvennakirkjan á Islandi hluti af stórri hreyfingu kvenna sem kem- ur saman til að rækta trú sína í sam- hljóman við reynsluheim sinn og kyn- ferði.“

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.