Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.05.2000, Blaðsíða 29
að tilbiðja og lofa Guð í einu eða öðru formi, flestir gera þaó í gegnum tónlist og hér kemur CeCe með það sem er henni kærast, lofgjörð. Textarnir eru annað hvort bæn til Guðs eða fela þaó í sér aö lyfta upp nafni Jesú og lýsa því hver hann er. Diskurinn inniheldur ellefu lög, hvert og eitt þeirra vandlega valið og hún segir frá því hvaða þýðingu þau hafa fyrir hana og hvers vegna þessi lög urðu fyrir valinu. „Fill My Cup“ var fýrsta einsöngslagió hennar og er bæn til Guós að hann fylli kerið sem vió erum. Þetta er bæn sem nauósynlegt er aó biðja reglulega því við getum ekki gefið nema okkur sé gefið. „King of Kings“ fjallar um hver Guð er og hvað hann er okkur. Þetta lag er einnig valið með það fyrir augum að hægt sé að nota þaö í kirkjunum í hópsöng. „It Wasn’t Easy.“ Presturinn í heima- kirkju hennar prédikaði um þetta fyrir nokkrum árum, um að það var ekki auð- velt fyrirjesú að deyja á krossinum. Hann fann bæði líkamlegan sársauka og mikla auómýkingu en hann vildi gera þetta þvf hann elskar mannkynið. „Alabaster Box.“ Titillag disksins fjalI- ar um konuna sem smurði Jesú meó ala- bastur-smyrslum. Þaó var fórn sem hún færði. Þetta lag beinir athyglinni að Jesú sjálfum og að því að við þurfum að eyóa tíma með honum. „Comforter" er lag eftir Randy Phillips í „Phillips, Craig and Dean” og fjallar um að Jesús fylgir okkur í gegnum lífið og það er sama hvað bjátar á, hann er alltaf til staðar, huggar og hughreystir. „Love Of My Heart.“ Margir halda að kristna lífið gangi út á boó og bönn en þegar þú elskar Guð þá snýst þetta ekki um þaó. Þig langar einfaldlega ekki til að gera þá hluti sem Biblían mælir gegn. I laginu er þessu líkt við ástarsamband. „Without Love.“ Við erum upptekin af svo mörgu og ófá takmörk sem við berjumst við að ná. En í því öllu skiptir mestu máli að sýna kærleika, rétt eins og talað er um í I. Kor. 13. „He’s Not On His Knees Yet.“ Þetta lag er persónuleg bæn fýrir manni sem þarf að gefast Guði. „One And The Same“ er lag frá „Take 6“. Þeir höfðu lengi talað um það við CeCe að starfa eitthvað saman. Og hér var bæói kjörið tækifæri og lag sem pass- aði vel á þennan disk. „Higher Place of Praise.“ Þegar við lofum Guð, leggjum allt daglega amstrið til hliðar og tilbiðjum hann, þá gerist eitthvað. Það er eins og við förum á ann- að plan og þá sjáum vió hlutina frá nýju sjónarhorni. „Blessed, Broken & Given“ fjallar um leiðina á fjallstindinn og hvernig við get- um haldið okkur þar. Þegar við komum fram fyrir Guð finnum við okkur oft á tíðum óverðug en við verðum að hafa það hugfast að við eigum að vera eóa stefna á þann stað sem Guó ætlar okkur að vera. CeCe Winans er mjög framarlega á sínu sviði og vel þess virði aó kynna sér betur þá tónlist sem hún býður upp á. JAPAN Fáir kristnir Aðeins þrír af hundraói íbúa Japans teljast kristnir en Japanir eru um 120 milljónir. Kristnir söfnuðir eru flestir mjög litlir og í mörgum borgum og bæjum er ekki einn einasti söfnuður evang- elískra kirkna. um. víða' nverold SRI LANKA Búddistar eyói- leggja kirkju Hópur öfgasinnaðra búddista réðst til atlögu vió kirkju mót- mælenda í Makola á Sri Lanka fýrir skömmu og eyðilagði hana. Átti atburðurinn sér stað meóan á guðsþjónustu stóð. Búddistarn- ir munu vera þeirrar skoðunar að Sri Lanka sé búddískt land og að lítill minnihlutahópur mótmæl- enda eigi ekki að hafa leyfi til að byggja kirkjur. SVÍÞJÓÐ Biblía 2000 selst vel í nóvember á sl. ári kom út ný þýðing af Biblíunni í Svíþjóð, svokölluð Biblía 2000. Fyrir fram var búist við góðum viðtökum en salan hefur farið fram úr björt- ustu vonum. Þannig reiknaði Sænska Biblíufélagið með því að selja um hálfa milljón eintaka í fýrstu lotu en þegar sexvikurvoru liðnar frá útgáfudegi höfðu selst 750 þúsund eintök og þurfti því að hefja prentun á viðbótarupp- lagi. Margir höfóu beðið eftir nýju útgáfunni og voru því fljótir að ná sér í eintak og svo virðist sem forvitnin um hvernig tekist hafi til með þýðinguna hafi ýtt við enn fleirum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.